Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 21
og er, hversu mikið öndvegisfólk hinna beztu eiginda hefur valizt þar til starfa og auðna mín allra mest í starfi að hafa mátt eiga með því svo góðar og gjöfular stundir. Þarf því enginn að vera undrandi sem þetta les, þó einhvern söknuð megi nema í orðum mínum. En hversu var svo starfið, hvernig var að ganga til vænna verka fyrir þann sem kom svo kunnáttulaus í raun að þeim, aldrei hafði hann neinu ritstýrt, utan eigin skrifum, er ærin voru raunar og máske meiri að vöxt- um en gæðum. Eg kom þarna að auðu borði, hvoru tveggja var nýtt, starf félagsmálafulltrúans, en svo var ég titlaður, svo og ritstjórans, en ég átti hauka í horni í samstarfsfólkinu og þó allra helzt henni Ásgerði minni, sem var hvoru tveggja, hinn hug- myndaríki félagi og ráðagóði vinur alla tíð. Ég hefi stundum sagt að það hafi háð mér nokkuð í starfi að vera bæri- lega þjóðkunnur (án þess að fullyrða nokkuð um hvort það var af hinu góða eða öfugt ), því það vildi við loða alla tíð, að fólk héldi að þessi fyrrum þingmaður hlyti nú að geta “reddað“ hlutunum, jafnvel allra helzt þeim sem voru ekki á hans verksviði, svo sem löngum var með húsnæðismálin. Hlutu þær góðu konur sem þar héldu um tauma, Anna og Kristín, oft nokkrar kárínur hér af, þegar vitnað var við þær svo: “Ég var nú búin(n) að tala við hann Helga Seljan”, og þar með átti málið að vera í höfn, þó sami Helgi hefði sagt við- mælanda, að hann hefði ekkert með þessi mál að gera. Fyrsta verk mitt var að hafa sam- band við aðildarfélögin og það skemmtilega var, hve ég þekkti margt af þessu ágæta fólki frá fyrra starfi mínu, sem sannaði mér enn betur að líklega væri ég á réttri hillu. Ég heirn- sótti félögin og fékk margt lært af þeim sem þar héldu um stjórnvölinn, bauð fram alla mína aðstoð og gleði mín nú til baka litið sú að hafa mátt að mörgu koma á vettvangi hinna ýmsu félaga Öryrkjabandalagsins og vonandi þá til gagns þeim sem njóta skyldu. Skemmtilegar og blessunar- lega margar eru minningarnar frá heimsóknum til þessara félaga svo og annarra sem frá var svo greint á síðum fréttabréfsins og munu án efa þykja góðar og gagnlegar heimildir Ekki bara talað, heldur hlustað líka. (Á fundi hjá ÖBÍ). um starfsemina síðar meir, svo glögg- lega sem ég reyndi að rekja alla meg- inþætti og litið var bæði til baka og horft fram á við til nýrra verka. Hinn félagslegi vettvangur er ótrúlega fjöl- breyttur, enda spanna félög banda- lagsins nær alla örorkuvalda með einum eða öðrum hætti. Félögin eru líka skemmtilega ólík, sum með veigamikinn rekstur til hags og heilla fyrir félagana, önnur með minni umsvif, en starfandi að velferð síns fólks á allan mögulegan máta. Enn er til fólk, sem betur fer, sem leggur á sig án endurgjalds ótrúlega mikið mannbótastarf og félög Öryrkja- bandalagsins lýsandi dæmi um slíkt fórnfúst en gefandi starf. Það er góður gæfuauki að fá kom- izt í svo nána snertingu við slíkt starf svo víða á vettvangi og ljúfar eru minningar frá þessum tíma. Ekki sízt er það dýrmætt til minningar að hafa mátt koma nokkuð að stofnun sumra aðildarfélaganna, raunar einn- ig á þingárum mínum, og séð þau koma mörgu mætu til leiðar. Frá grunni varð að byggja upp fréttabréfið og þegar ég lít nú til baka á fyrsta árganginn þá koma byrj- andaeinkennin berlega í ljós, en mjór er löngum mikils vísir og því ánægjulegra að fylgjast með og fara yfir þessa þrettán árganga, hafandi notið þess að sjá blaðið vaxa og dafna og verða hið myndarlegasta tímarit, sem ég held að eigi eftir að verða þýðingarmikil fróðleiksnáma fyrir seinni tímann. Alla vega fullyrði ég, að ég hafi á hverjum tíma lagt mig fram um efnisval og efnistök og freistað þess að korna sem víðast við, vera vakandi fyrir hverju því sem til tíðinda mátti teljast, spurningin svo aðeins um það hvort sá vilji hafi fram í verki komið, þannig að unandi hafi orðið, en um það dæma aðrir. Ekki skal því gleymt, hve margir lögðu mér sitt góða lið og þar fór Ásgerður Ingimarsdóttir fremst í flokki með efni sitt, allt jafnskínandi gott, hvort sem var í bundnu eða óbundnu máli, Gísli Helgason átti oft efni, ágætt mjög og skennntilegt, formenn bandalags og félaga lögðu sitt lið svo og annað samstarfsfólk á skrifstof- unni og svo má ekki gleyma viðtöl- unum hennar Oddnýjar minnar Björgvins og þannig mætti áfram telja. Auðvitað var alla tíð einn ann- marki sem blaðinu fylgdi og hann var sá, hve ritstjórinn skrifaði mikið, en hér skal þó sagt að oftast var það af þörf en ekki (eins og sumir gætu ímyndað sér) vegna óstöðvandi rit- gleði ritstjórans og skal þó ekkert úr henni dregið. Hlerað í hornum ávann sér fljótt miklar vinsældir og þessir gamanmolar myndu auðveldlega fylla dágóða bók, ef ekki bækur og þar miðluðu rnargir af gamanbrunni, en víða var líka leitað fanga og ef ekki vildi betur til, þá voru molarnir bara búnir til. Blaðið var afar tíma- frekt og máske hefur ritstjórnin kom- ið niður á öðru því sem gjöra þurfti, en gott samstarfsfólk bætti þá þar úr, ef svo hefur verið. r Aður en ég vík að erindunum óteljandi sem inn til mín bárust, þá er rétt að víkja að samskiptum við löggjafa og stjórnvöld, en þar þóttist FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.