Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 16
ÖRYRKJABANDALAG ÍSLANDS
Það datt fæstum í hug þegar Ólöf
Ríkarðsdóttir, ritari Sjálfs-
bjargar hringdi til Blindrafé-
lagsins og Sambands ísl. berkla-
sjúklinga og boðaði til sameiginlegs
fundar með fulltrúum þessara félaga,
að þar færi fyrsti vísir öryrkjabanda-
lags.
Um nokkurra ára skeið hafði hug-
myndin vakað í hugum manna og
meira að segja eitt sinn verið um hana
rætt á sameiginlegum fundi fé-
laganna, en án árangurs. Hennar tími
var ekki kominn, félögin áttu eftir að
brjótast áfram hvert í sinu lagi spöl-
korn enn, þar til þennan nóvemberdag
í svartasta skammdeginu árið 1959.
Félagarnir sem hittust í skrifstofu-
húsnæði Sjálfsbjargar á Sjafnargötu
14 - Elísabet Kristinsdóttir og Björn
Jónsson frá Blindra-
félaginu, Hjörleifur
Gunnarsson og Guð-
mundur Löve frá
S.Í.B.S., Haukur
Kristjánsson og Ólöf,
sem var fundarboð-
andinn frá Sjálfs-
björg, landssambandi
fatlaðra, þekktust
flestir lítið og komu
hikandi til fundarins.
Mundi nokkuð gerast
þar, sem öryrkjum
yrði að gagni, var
nokkur von til þess að
samvinna þessara
ólíku öryrkjahópa
tækist. Tveir lamaðir,
tveir lungnaveikir og
tveir blindir - hvað áttu þeir sam-
eiginlegt? Var þetta tal um samstarf
ekki eitthvað óraunverulegt - vonir
sem aldrei gátu ræst.
En fundurinn hafði staðið skamma
stund þegar allur efi var sem blásinn
burt, enginn skortur á sameiginlegum
áhugamálum, hlýhugur og samstarfs-
vilji.
Samvinnan hlaut að leiða til stofn-
unar víðtækara bandalags enda leið
ekki á löngu þar til undirbúningur að
stofnun þess hófst.
í fréttatilkynningu sem birtist í dag-
blöðunum í ágústmánuði s.l. um Ör-
yrkjabandalagið og stofnun þess segir
svo um það, er síðar gerðist:
„Vegna reynslu sem fékkst við sam-
Guðmundur Löve
starf þessara félaga ákvað samvinnu-
nefndin að helja undirbúning að
stofnun sambands eða bandalags ör-
yrkjafélaganna og kaus þriggja manna
nefnd er annast skyldi undirbúning”.
í nefndinni áttu sæti: Oddur Ólafs-
son læknir (SÍBS), Haukur Kristjáns-
son læknir (Sjálfsbjörg) og Elísabet
Kristinsdóttir (Blindrafélagið).
í ársbyrjun 1961 skilaði nefndin
áliti; taldi heppilegast að öll öryrkja-
félögin og styrktarfélög öryrkja ættu
aðild að bandalaginu, sem síðan stæði
opið sams konar félögum er stofnuð
yrðu síðar. 14. febrúar s.l. boðaði
samvinnunefndin eftirtalin sex félög
til fundar, sem samþykkti einróma
stofnun sameiginlegs bandalags:
Blindrafélagið, Blindravinafélag ís-
lands, Samband íslenskra berkla-
sjúklinga, Sjálfsbjörg - landssamband
fatlaðra, Styrktarfélag lamaðra og
fatlaðra og Styrktarfélag vangefinna.
Föstudaginn 5. maí 1961 var Ör-
yrkjabandalag íslands stofnað, lög
þess samþykkt og eftirtaldir fulltrúar
kosnir í stjórn:
Forseti: Oddur Ólafsson læknir
(SÍBS).
Varaforseti: Sveinbjörn Finnsson
(Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra).
Gjaldkeri: Zophanías Benediktsson
(Sjálfsbjörg - landssamband fatl-
aðra).
Ritari: Sigríður Ingimarsdóttir
(Styrktarfélag vangefinna).
Meðstjórnendur: Andrés Gestsson
(Blindrafélagið), Einar Eysteinsson
(Blindravinafélag íslands).
Samkvæmt lögum bandalagsins er
tilgangur þess:
að koma fram fyrir hönd öryrkja
gagnvart opinberum
aðilum.
að reka vinnumiðl-
unar- og upplýsinga-
skrifstofu fyrir ör-
yrkja.
að koma á samstarfi
við félagasamtök er-
lendis er vinna á lík-
um grundvelli og
hagnýta reynslu
þeirra í þágu banda-
lagsins.
að vinna að öðrum
sameiginlegum mál-
efnum öryrkja.
í bandalagið geta
aðeins gengið félaga-
samtök sem hafa það
sem aðalverkefni að
vinna að málefnum öryrkja.
Á fyrsta fundi stjórnar bandalagsins
höldnum 19. maí, var samþykkt að
auglýsa eftir framkvæmdastjóra fyrir
bandalagið og 6. júlí s.l. var Guð-
mundur Löve ráðinn í starfið. Jafn-
framt var skrifstofuhúsnæði tekið á
leigu í byggingu SÍBS að Bræðra-
borgarstíg 9. Hinn 1. ágúst s.l. var
skrifstofan opnuð öryrkjum og mun
fyrst um sinn einkum annast vinnu-
miðlun og upplýsingaþjónustu.
Nefndin sem Ólöf Ríkarðsdóttir
kallaði saman undir áramótin 1959
hafði lokið störfum og Öryrkjabanda-
lag íslands tekið við.
Guðmundur Löve.
Þegar Öryrkjabandalag Islands var stofnað réðst Guðmundur
Löve til starfa sem framkvæmdastjóri þess. Hann hafði um árabil
unnið hjá SIBS og var vel kunnugur málefnum fatlaðra. Guðmundur
vann sem framkvœmdastjóri Öryrkjabandalagsins til dauðadags
1978. Hann stýrði skrifstofuþess, sá um húsnœðismál ogstarfaði að
vinnumiðlun fatlaðra, ötull verkmaður og hvan’etna vel liðinn.
Arið 1978 varð Anna Ingvarsdóttir framkvœmdastjóri Hússjóðs
Öryrkjabandalagsins en sérstakur framkvœmdastjóri var ekki
ráðinn að Öiyrkjabandalaginu fyrr en haustið 1986þegar Asgerður
Ingimarsdóttir, sem hafði unnið á skrifstofu þess um árabil, tók við
því starfi. Hún gegndi þvífram til ársins 1998þegar Helgi Seljan tók
við, en hann hafði gegnt starfi félagsmálafulltrúa og ritstjóra Frétta-
bréfs Öiyrkjabandalagsins frá árinu 1987. Hans starfstími sem
framkvœmdastjóri var rúm tvö ár. Núverandi framkvœmdastjóri er
Arnþór Helgason.
Arið 1961 birtist í blaðinu Sjálfsbjörg grein eftir Guðmund Löve
þar sem hann gerir glögga grein fyrir tilurð Öryrkjabandalags Is-
lands. Er greinin birt hér í blaðinu orðrétt.
16