Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 45
NÝJUNGAR Á SVIÐIHJÁLPARTÆKJA Forritið Struktur ómetanlegt hjálpartæki handa fjölfötluðu fólki Áke Eriksson, tölvukennari og Thomas Ragnarsson, sjónþjálfi sýna áhugasömum Eistlendingum Struktur-búnaðinn. Ljósmynd: Guðrún Hannesdóttir Struktur er kennslu- og sam- skiptaforrit sem er sérstaklega ætlað fjölfötluðu fólki. Kennslumiðstöðin Sprida og Eke- skólinn í Örrebro í Svíþjóð hafa þróað þetta forrit sem nýtist jafnt í skólum sem heima við. Uppbygging forritsins er einföld og möguleikarnir margir. Forritið er sérstaklega hannað fyrir fartölvur með Soundblaster-samhæf- anlegu hljóðkorti og notar talgervil sem fylgir SAP14 samskiptastaðl- inum. Hugbúnaðinum er stjórnað með 5 rofum sem eru tengdir tölv- unni með raðtengi. Einfalt og áhrifaríkt Kostir Struktur-hugbúnaðarins eru m. a. þeir að hægt er að aðlaga hann þörfum hvers og eins notanda á áhrifaríkan og skemmtilegan hátt. Hugbúnaðurinn er stilltur sérstaklega með hliðsjón af vitsmunaþroska hvers notanda. Flestir notendur geta unnið sjálfstætt með forritinu. Þessi hugbúnaður er nú notaður af Qölmörgum einstaklingum í Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð - blindu fólki, börnum með Batten- sjúkdóminn, sjónskertum o.s.frv. Notar fólk ýmist stækkað letur, tal- gervil eða blindraletursskjái og tal- gervil til þess að nálgast það sem á tölvuskjánum birtist. Struktur er því hrein viðbót við forrit eins og Zoomtext og Jaws. Sérsniðnar tölvulausnir Þegar ég var á flakki um veraldar- vefinn og sat sem fastast við tölvuna barst ég inn á heimasíðu Ekeskólans í Örrebro og Sprida-stofnunarinnar. Þar var þessi hugbúnaður kynntur ásamt ýmsu öðru sem þessar stofn- anir hafa á boðstólnum og ætlað er blindu og fjölfötluðu fólki. í apríl síðastliðnum sótti ég ráð- stefnu um hindranalausa Evrópu sem haldin var i Linköping í Svíþjóð. Þar vakti athygli mína nafnið Thomas Ragnarsson sem mér fannst ég hafa séð áður. Hið sama varð upp á ten- ingnum hjá honum; hann hafði orðið var við ferðir mínar um heimasíðuna hans og leiddum við því saman hesta okkar. Ég innti Thomas fyrst eftir því hvað Ekeskolan væri. „Ekeskólinn er ráðgjafarmiðstöð fyrir blind börn og ungmenni með aðrar fatlanir. Þar er m. a. sérstök kennsludeild þar sem nemendur geta dvalið um nokkurn tíma. Þar er metin þörf þeirra fyrir hjálpartæki og þeim kennt að nota þau. Einnig er for- eldrum þeirra, kennurum og öðrum sem starfa með þeim leiðbeint. Við metum aðstæður hvers og eins. Þá er börnum og ungu fólki gefinn kostur á að reyna ýmiss konar búnað. Mark- miðið er að hver og einn geti orðið sem mest sjálfbjarga.” Thomas starfar við Sprida-stofnunina sem er í nánum tengslum við Eke-skólann. Sprida er kennslumiðstöð þar sem þróaður er samskiptabúnaður fyrir börn og full- orðna með fleiri en eina fötlun. Einkum er unnið með tölvustýrð hjálpartæki. “Hjá stofnuninni vinnur fólk sem hefur menntun á sviði læknisfræði og uppeldisfræði auk tæknimanna. Við fáum til okkar fatlað fólk sem þarf sérsniðnar lausnir til þess að lesa og skrifa eða eiga samskipti við annað fólk.” Samstarf við Islendinga Þegar setið er að spjalli við erlenda tæknimenn og kennara leiðist talið gjarnan að íslenskum aðstæðum og þá einkum fámenninu sem gerir það að verkum að einstaklingurinn vegur þyngra í samfélaginu. Þess vegna fór ekki hjá því að ég spyrði hvort hægt væri að þýða hugbúnaðinn á ís- lensku. Thomas taldi það mjög auð- velt. Einungis þyrfti einhver íslend- ingur að þýða þann texta sem birtist á skjánum og síðan sæi tæknimaður Sprida-stofnunarinnar um að aðlaga búnaðinn. Haldin hafa verið nám- skeið á öllum Norðurlöndum nema íslandi í notkun þessa hugbúnaðar. Taldi Thomas að auðvelt yrði að komast að samkomulagi um sann- gjarnt verð. Fyrir þá sem vilja kynna sér Struktur og annan búnað nánar skal bent á þessar heimasíður: www.eke.specialskolorna.se og www.orebroll.se/sprida Arnþór Helgason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.