Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 13
Ásgerður Ingimarsdóttir og Helgi Seljan í dagsins önn.
spítalinn jarðhæðina og þrjár neðstu
hæðirnar fyrir öldrunardeild sem
rekin var þar um árabil. Klepps-
spítalinn fékk til umráða jarð-
hæðirnar í Hátúni 10 og 10A og þar
voru geðdeildir með yfirleitt eldri,
rólegum sjúklingum. Og þannig
komst það hús í notkun.
í húsum Öryrkjabandalagsins
bjuggu öryrkjar með afar ólíkar fatl-
anir og oft vorum við spurð hvernig
þetta færi saman. Sannleikurinn er sá
að þetta gekk ótrúlega vel þegar á
heildina er litið. Og ég held að
margur hafi lært heilmikið af því að
búa með svo ólíku fólki. Og við sem
unnum þarna lærðum lika mikið í
mannlegum samskiptum. Og eru ekki
líka afar ólíkar persónur í öllum ijöl-
býlishúsum? Og þeir sem eiga að telj-
ast ófatlaðir eru nú sjálfsagt ekki
alltaf barnanna bestir í sambúð! En
vitaskuld voru oft erfiðleikar og
stundum fannst manni þeir óyfir-
stíganlegir - ekki síst þegar Bakkus
konungur náði völdum. í raun og
veru var erfiðast að leysa þau mál.
Hvað höfðingjarnir hafast að hinir
meina sér leyfist það. Og hversvegna
átti þetta fólk að vera eitthvað öðru-
vísi en aðrir og hafi einhverjum
fundist þeir hafa ástæðu til að leita
huggunar hjá þeim leiða konungi
voru það kannski þeir sem ekki
eygðu neina von og leituðu því í þetta
falska gleðimeðal. Það er svo margt
sinnið sem skinnið.
Árið 1978 urðum við fyrir þeirri
þungu raun að missa okkar ágæta
yfirmann og vin Guðmund Löve.
Hann varð bráðkvaddur úti í Kaup-
mannahöfn þar sem hann sótti fund
Alþjóða endurhæfingarsambandsins
en hann var fulltrúi íslands í Evrópu-
deild þeirra samtaka. Okkur Önnu
Ingvarsdóttur samstarfskonu minni
og vinkonu féll allur ketill í eld.
Grunnurinn var eiginlega brostinn.
Guðmundur Löve var svo einstakur
persónuleiki að hann gleymist aldrei.
Hann var svo góður og skemmtilegur
yfirmaður og vildi hvers manns
vandræði leysa. Hann þekkti ógrynni
af fólki bæði fatlaða og ófatlaða og
var hvers manns hugljúfi en þó fastur
íyrir. Guðmundur annaðist m.a. um
árabil atvinnuútvegun til öryrkja og
varð furðanlega mikið ágengt. Síðan
tók endurhæfingarráð við þessari
starfsemi nokkuð lengi þar til
Reykjavikurborg tók við henni.
En nú urðum við að halda áfram án
Guðmundar og hans góðu áhrifa. En
við áttum hann Odd Ólafsson; Oddur
var lengi formaður ÖBÍ og formaður
hússtjórnar frá upphafi. Það stóð
enginn einn sem átti hann Odd. Og
lífið hélt áfram, ekki var það í anda
okkar góða vinar, Guðmundar að
leggja árar í bát.
Og enn reis upp eitt húsið, Fann-
borg 1 í Kópavogi. Það var
svona annexía og þangað fór ég í
nokkur ár einu sinni í mánuði, inn-
heimti húsaleigu og ræddi við fólkið.
Kópavogskaupstaður fékk út-
hlutunarrétt á flestum íbúðunum; ég
held að við höfum átt þar 12 íbúðir.
Eins og annarsstaðar í húsum banda-
lagsins var þar blandaður hópur en þó
meira af eldri öryrkjum. Þar með
voru hús Hússjóðs Öryrkjabanda-
lagsins orðin fjögur og varð nú hlé á
byggingum um sinn þar sem fé var
ekki fyrir hendi og hafði kannski
aldrei verið - allt byggt á lánum og
bjartsýninni hans Odds á Reykjalundi
eins og einhver sagði. Við vorum
hræðilega blönk. Eg man að Anna
stóð stundum yfir mér þegar ég taldi
úr peningakassanum til þess að vita
hvort við ættum nóg í þennan og
þennan víxilinn svo allt hryndi nú
ekki yfir okkur.
Starfsfólk hjá okkur var alveg í lág-
marki. Við bættum þó við einni
stúlku sem tók við innheimtu húsa-
leigunnar o.fl. Við vorum alltaf alveg
einstaklega heppin með starfsfólk
hvort sem það voru ungar sumar-
stúlkur eða fastráðið fólk.
Lengi vel ræddi ég við alla sem
komu að sækja um húsnæði. Því mið-
ur lengdust biðlistarnir fljótlega og
lítið losnaði af íbúðum. Þar átti í
fyllsta rnáta við máltækið um að eins
dauði er annars brauð. Ég man varla
eftir að fólk færi frá okkur nema
þessa einu leið eða það væri orðið of
ósjálfbjarga til að geta búið sjálfstætt.
Afar sjaldgæft var að við yrðurn að
láta einhvern fara vegna ónæðis eða
vandræða enda var það ekki auðleyst
mál. Helst hjálpaði Reykjavíkurborg
okkur með því að taka viðkomandi
og við tókum annan frá þeim sem var
vandræðaminni.
Samstarf okkar við borgina var
yfirleitt með miklum ágætum. í þá
daga gat maður leitað til Félagsmála-
stofnunarinnar ef einhver var að
sökkva í húsaleiguskuldir. Þá drógu
þeir viðkomandi að landi, greiddu
skuldina gegn því að viðkomandi
kæmi sér ekki í slíkar kröggur aftur
og það gekk eftir, því að við gátum
samið við viðkomandi um að við
sæktum tryggingabæturnar, drægjum
húsaleiguna frá og síðan fengi hann
eða hún afganginn. Fræg varð setning
mín í bréfum til Féló um að honum
eða henni væri ákaflega ósýnt um
fjármál!
í sambandi við húsnæðisumsókn-
irnar var oft erfitt að geta aldrei leyst
mál hér og nú af því að vandræði
margra voru mikil og margvísleg.
Maður fann t.d. til með eldra fólki
sem gjaman vildi fara að hætta sínu
búsumstangi og jafnvel gat fengið
pláss á elliheimili en gat ekki farið
vegna þess að það var bundið af ein-
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
13