Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 11
aðeins það allra nauðsynlegasta
tekið nú, en öðru þörfu þá frestað og
skal Tjaldanes eitt nefnt þar til sögu.
Sveitarfélagasamningarnir taka til
sín á fimmta tug milljóna og standa
þó enn út af skuldbindingar vegna
þess að fólk flutti af Vonarlandi í
sjálfstæða búsetu í Neskaupstað og á
Egilsstöðum en þar á væntanleg sala
Vonarlands að koma inn í, sala sem
menn voru að vona að gengi ífam á
þessu ári.
Ekki er bruðlið úr sjóðnum til
náms- og tækjastyrkja eða 5
milljónir eða þá til lagfæringa að-
gengis, rétt um 8 milljónir og 5
milljónir til félagslegu íbúðanna
(10% styrkir lögboðnir).
Ekki skal þulið meir hér um þenn-
an hrjáða sjóð sem hefur í áranna
rás, þrátt fyrir allar hremmingar,
tryggt mjög mikla uppbyggingu í
málefnum fatlaðra og erfitt að hugsa
til þess nú hvert ástandið væri, ef
hans hefði þó ekki notið við. Ekki er
því að leyna að ég ber mikinn kvíð-
boga fyrir sjóðnum á þessu ári og því
næsta þó alveg sérstaklega, ef rétt er
frá greint í því sem maður getur
gleggst hlerað, þegar þetta er ritað.
Öll vitum við að verkefnin bíða
hvarvetna og alltof víða blasir við
hrein neyð. Sannleikurinn er sá að
enn hræðilegra væri þó ástandið, ef
ekki hefði komið til hinn myndarlegi
atbeini Hússjóðs Öryrkjabanda-
lagsins, sem ráðuneyti félagsmála
samdi við um stórátak í þessum mál-
um á síðasta ári og sannarlega á eftir
að skila svo mörgum heilum í hús, ef
svo má segja.
Nú er það brýnt verkefni samtaka
fatlaðra að knýja rækilega á stjórn-
völd og Alþingi um myndarlegt
framlag næsta árs til Framkvæmda-
sjóðs fatlaðra, svo honum verði
a.m.k. gjört kleift að standa við óhjá-
kvæmilega lagaskyldu sína um bráð-
nauðsynleg framlög til hagsbóta
fyrir fatlaða í landinu. Til þess treysti
ég samtökunum að beita nú öllu sínu
fjöldaafli til að réttlát fjárveiting til
sjóðsins verði væn staðreynd næsta
árs.
Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Helgi Seljan
fulltrúi ÖBÍ í Stjórnarnefnd um
málefni fatlaðra.
Fréttatilkynning
Námsmenn
og fatlaðir
einstaklingar
sem leigja herbergi með aðgangi að
baði og eldhúsi
eiga nú rétt á húsaleigubótum
Fatlaðir einstaklingar á sambýlum og
námsmenn á framhalds- eða háskóla-
stigi sem leigja á heimavist eða
á stúdentagörðum eiga nú rétt á
húsaleigubótum sem þeir áttu ekki áður
skv. lögum um húsaleigubætur.
Þessi breyting nr. 52/2001, á lögum um
húsaleigubætur nr. 138/1997, tók gildi
þann 13. júní sl. Frekari upplýsingar
um þetta er hægt að nálgast á heimasíðu
félagsmálaráðuneytisins: www.felags-
malaraduneyti.is
Samráðsnefnd um húsaleigubætur
félagsmálaráðuneytinu, 13. september 2001.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
11