Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 66

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 66
HEIMSÞING FOLKS SEM STAMAR 2001 Eitt áhugaverðasta erindið varflutt af Hollendingnum Lieven Grommen sem talaði um „Skápastam ”. Hvað er það? Jú, það er til fólk sem stamar og hefur alltaf gert, en hefur tekist að leyna því fyrir öllum, þ.á.m. sínum nánustu. Þessi hópur fólks stamar kannski ekki mikið en lifir í stöðugum ótta við, ekki bara að stama eins og við hin, heldur að einhver komist að þessu stórkostlega leyndarmáli. Þessufylgja miklar þrautir, kvíði og hrein sálarangist sem fólk lifir með alla tíð, auk þess sem félagsleg einangrun er algeng. Þetta geturfarið út í algjöra brenglun á sjálfimt þannig aðfólki finnst I lagi að gera sig að algjöru fifli bara til að leyna staminu. Eg hafði heyrt um þetta áður, en þarna opnuðust augu mín fyrir þessu og ég skildi þetta nú betur. Dagana 23.-26. júlí í sumar var haldið heimsþing fólks sem stamar í Gent í Belgíu og var þetta í fimmta sinn sem slíkt þing er haldið, en það hefur verið gert á þriggja ára fresti síðan 1989. í þetta sinn voru það belgísku stam- samtökin sem voru gestgjafar, en skipulag þingsins hefði getað verið betra á ýmsan hátt sem ég ætla ekki að rekja hér. Við vorum þrír galvaskir félagar í Málbjörgu sem sóttum þingið og ætla ég að segja í stuttu máli frá því markverðasta sem þar kom fram. Kirkjur, turnar, forn kastali og göm- ul hús einkenna miðborgina í Gent sem er ein af þessum fallegu gömlu borgum í Evrópu og myndaði glæsi- legan ramma um þingið sem var hald- ið í aðalbyggingu háskólans í Gent í miðri borginni. Við gistum í klaustri sem hefur verið breytt í hótel, vissu- lega athyglisverður kostur og á vissan hátt sjarmerandi, en á kostnað þæg- inda, auk þess sem moskítóbit voru vandamál margra sem þar bjuggu. Fyrir þingið var haldin tveggja daga ráðstefna Alþjóðlegu stamsamtak- anna (International Stuttering associ- ation (ISA)), sem jafnan er haldin í samhengi við heimsþingið. A ráð- stefnunni var ijallað um þau málefni sem samtökin eru að vinna að víða um heim. Alþjóðlegi stamdagurinn, 22. október er þungamiðjan sem mikið af starfinu snýst um, þar sem skilgreint er nýtt þema á hverju ári (Þemað í ár er: „Þú ert ekki einn”), útbúin veggspjöld og upplýsingum komið til félaga um allan heim. Hér gafst gott tækifæri til að ræða við virka félaga og stjórnarmenn í fé- lögum um stam víða að frá flestum Evrópulöndum, Kanada, Bandaríkj- unum, S-Afríku, Japan, Kína og víð- ar. Eg ætla ekki að fjalla um ráðstefn- una hér, heldur stikla á stóru varðandi sjálft heimsþingið, en á næstu vikum og mánuðum munu birtast pistlar á vef Málbjargar, www.stam.is, þar sem fjallað verður nánar um sumt af því sem kom fram á þinginu, auk þess sem ráðstefnu ISA verða gerð skil. Mary Wood Fylgist með því. Þingið sjálft var sett í hátíðarsal há- skólans, en um 200 manns sóttu þingið. Skipulagið var þannig að allir aðalfyrirlestrar voru í hátíðarsalnum en minni erindi voru flest flutt í öðrum sölum, gjarnan 3 á sama tíma. Fyrirlestrarnir voru misáhugaverðir en nokkrir stóðu uppúr að mínu mati. Mary Wood er rúmlega sextug kona frá Kanada sem sagði sína sögu. Efltir að hafa reynt ýmsar meðferðir við stami á fyrri hluta ævinnar án árangurs fór hún á ráðstefnu fyrir 12 árum sem breytti öllu. Þar lærði hún að það er hugurinn sem stjórnar lík- amanurn og áttaði sig á því að hún var haldin fullkomnunaráráttu og fannst hún þurfa að tala fullkomlega til þess að verða ekki hafnað. Hún áttaði sig á að óttinn við höfnun var aðalatriðið hvað hana varðaði og fór að vinna með sjálfsálitið. Hún tók að greina hugsanir sínar og sá að meirihluti þeirra var neikvæður, þessu vildi hún 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.