Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 23

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 23
Og ætli brátt sé ekki nóg sungið að sinni. Það hefur margt orðið Öryrkjabandalaginu til góðrar gæfu. Það hefur átt trausta og farsæla for- menn og svo nöfn þeirra séu nefnd sem ég starfaði með, þá voru þeir auk Arnþórs sem áður er nefndur sem sá fyrsti er með var unnið: Ólöf Ríkarðsdóttir, Haukur Þórðarson og nú Garðar Sverrisson. Öll voru þau samskipti hin ánægjulegustu og hvert þeirra um sig hafði sinn stíl, sínar áherzlur, en áhugi þeirra allur og kraftar beindust að baráttunni fyrir betra lífi síns fólks, lífvænlegri kjörum þó allra helzt. Ég hefi áður vikið að því afbragðsfólki sem ég lengstum starfaði með, en hlýt að víkja að hinum sem þar voru á fleti fyrir er ég hætti og eru góðu heilli þar enn. Afgreiðslan franimi, andlit bandalagsins út á við, hefur alltaf verið einstaklega vel mönnuð og þar halda nú uppi ágætu merki Guðríðar okkar Gísladóttur, Gróa Hlín Jóns- dóttir og Sigurbjörg Níelsdóttir með sóma sönnum. Ég var allvængbrotinn þegar ég varð framkvæmdastjóri við það að hin alltumlykjandi Ásgerður lét af störfum, en lán mitt og banda- lagsins það að ráða til starfa Guðríði Ólafsdóttur sem félagsmálafulltrúa, en hún er einstök í allri fyrirgreiðslu við fólk og sinnir erindunum ótal- mörgu af alkunnri alúð sinni. Arnþór Helgason tók við hvoru tveggja því sem mér var fyrir trúað og gamli baráttuandinn er enn á sínum stað og atorkan söm við sig. Garðar Sverris- son er í fyrirsvari sem áður og lætur hvergi deigan síga sem ekki þarf alþjóð að segja, bjartsýnn baráttu- maður með hlýtt hjartalag. Jóhannes Albert Sævarsson gegnir lög- mannsstörfum af stakri prýði og fær rétt hag ótölulega margra. Djákninn okkar hún Guðrún Kristín Þórsdóttir, sem ég er hreykinn af að hafa átt hlut að ráðningu á, nær til fólks á sinn hlýja og einlæga hátt og annast sál- gæzlu svo margra. Helgi minn Hróðmarsson hefur vikið af vett- vangi, en þó ekki farið langt, sem betur fer og hefur léð SÍBS krafta sína og þeirra ávinningur ærinn. Nú öndvegiskonurnar Anna, Ester og Kristín standa galvaskar á vaktinni og mundi nú ærið upp talið, en þó ekki nóg, því enn á ég ótalinn Þorstein Jóhannsson, framkvæmdastjóra Vinnustaða ÖBÍ, sem er ljúflingur sannur og færir sífellt út starfs- kvíarnar. Og ósanngjarnt væri nú að gleyma honum Eggert Magnússyni, sem sá og sér um að allt sé í lagi í kringum okkur og ekki bara það, heldur í Hátúnsblokkunum öllum og vel það, sívinnandi hagleiksmaður, sem bregður hressandi blæ á gráan hversdaginn. Og skal hér láta staðar numið, þó enn mætti hæglega áfram halda. Öryrkjabandalagið fól mér ærinn trúnað bæði inn á við og út á við og von mín nú sú, að ég hafi ekki brugð- ist þeim trúnaði og enn eru tengsl mín við bandalagið ærin og gefandi. Ósk mín æðst því til handa og þeim sem þar ráða ferð er, að þeim megi auðnast að ná árangri í því hlutverki sem öllu er þar æðra, að skapa ör- yrkjum á íslandi betri kjör og bjartari lífsaðstæður. Að því var látlaust unnið, að því er unnið ósleitilega og framtíðarsýnin er réttlátt þjóðfélag samhjálpar og jafnaðar, þar sem enginn þarf að kvíða morgun- deginum vegna kjara sinna, allra sízt þeir sem við örorku búa. Helgi Seljan. Hlerað í hornum Litli snáðinn sagði afa sínum frá: “Guð er hérna hjá okkur. Hann situr á klósettinu”. Afinn spurði forviða: “Af hverju í ósköpunum heldurðu það?” “Jú, ég heyrði að mamma sagði: “Guð minn góður, siturðu enn á klósettinu”. Hafið þið heyrt um nærsýna tann- lækninn sem ætlaði að taka tönn en tók kirtlana í misgripum? Og besta æfingin til að léttast er að standa tímanlega upp frá matborðinu. Kerling ein var við jarðarför í næstu sókn og spyr vinkonu sína svo hátt að heyrist um kirkjuna: “Hvort er venja hér að gráta strax í kirkjunni eða ekki fyrr en við gröfina?” *** Guðrúnar tvær á sama aldri og með sama föðurnafn bjuggu í sama húsi og átti fólk oft örðugt með að að- greina þær. Önnur var útskeif en hin innskeif og nú fundu gárungarnir upp á að kalla þær Guðrúnu út á við og Guðrúnu inn á við. Ámi var hár maður vexti og rauð- hærður. Hann hafði misst konuna, en náði sér fljótt í aðra, en hjónaband það gekk heldur stirðlega. í einu rifrildinu segir konan: “Þú ert búin að gera mig gráhærða með þessu stöðuga rausi og stagli”. Þá svarar Árni: “Það þykir mér nú ekki mikið. Fyrri konan mín gerði mig rauð- hærðan með rausinu í sér”. Það var á bannárunum. Sýslumaður sendi hreppstjóra sinn til bónda nokkurs sem grunaður var um að brugga landa. Hreppstjórinn fann ekkert og fór til sýslumanns og greindi frá leit sinni með þessum orðum: “Það var allt þurrt og þef- laust og karlskrattinn átti ekki einu sinni snaps handa okkur leitar- mönnum”. Kerling ein hafði um áraraðir verið vinnukona hjá séra Guðbrandi og áleit hann mestan allra lærðra manna og ræður hans hreint afbragð. Einu sinni var hún að lesa um Nóbels- verðlaunin og sagði þá: “Ja, skárri er það nú skildingurinn. Alveg er ég viss um það að ef hann Nóbel heyrði ræðurnar hans séra Guðbrands þá mundi hann að minnsta kosti veita honum hálf verðlaun”: Gamli prófasturinn var orðinn annars hugar og einu sinni sat hann hjá kunningja sínum lengi kvölds og biður kunningjann þá að vísa sér á snyrtinguna. Prófastur bankar á hurðina þar, opnar og lítur inn og segir hátíðlega: “Hér sé guð”. Því næst snýr hann til baka og tautar: “Enginn heima, já auðvitað enginn heima”. *** Bóndi nokkur var að sýna tveim gest- um sínum svínabúið. Sá fýrri flýði út fyrr en varði undan óþefnum, en svo kom sá síðari inn og þá fóru svínin að ókyrrast og svo hlupu þau öll út. *** “Hvað amar að?”, spurði Jón Gunnar vin sinn. “Hún dóttir mín lenti í bif- reiðaslysi í vor og er alveg ómöguleg síðan”: “Og meiddist hún mikið?” “Nei, ekki var það nú svo gott, því hún lenti undir bifreiðarstjóranum og er orðin ófrísk”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.