Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 14

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 14
Ásgerður Ingimarsdóttir og Anna Ingvarsdóttir við brjóstmynd af Oddi Ólafssyni. staklingi sem ekki átti í nein önnur hús að venda. Slíkir einstaklingar voru oft færir um að búa hjá okkur í Hátúninu með svolitlu aðhaldi. Svo komu stundum skondnar setn- ingar í samræðum við fólk eins og t.d. þegar ég spurði samkvæmt því sem þurfti að upplýsa um orsök örorku og þá hófst svarið á “að það var þarna veturinn sem hún mamma dó!” Ég minnist líka þess að hafa talað við mann sem stóð í skilnaði af því að konan hafði barið hann. Já heimilis- ofbeldi birtist á ýmsa vegu. Oiyrkjabifreiðarnar, ókeypis þjónusta Öryrkjabandalagsins fyrir íslenska ríkið Ég læt hér staðar numið um þennan þátt starfs míns og vík að öðrum hluta sem var úthlutun öryrkjabifreiðanna. Sú afgreiðsla var árum saman á veg- um ÖBÍ. Guðmundur Löve hafði verið ritari úthlutunarnefndarinnar og að honum látnum tók ég við því starfi enda hafði ég aðstoðað hann lengi og var því inni í málunum. Allar umsóknir bárust til ÖBÍ og allar upplýsingar um málið voru veittar á skrifstofu Ör- yrkjabandalagsins. Þetta var eins og vertíð, stóð mest í tvo og hálfan mán- uð en var í raun gangandi allt árið. Allir á skrifstofunni gáfu þessar almennu upplýsingar og umsóknar- eyðublöðin voru afgreidd þar. Ég talaði við alla sem komu og fyllti út með mörgum umsóknareyðublöðin. Sumir vantreystu sér nefnilega að fylla út eyðublöðin. Ég var auðvitað í feikna æfingu að rekja garnimar úr fólki og reyna að fá sem gleggstar upplýsingar svo að fólk ætti mögu- leika á veitingu. Að sjálfsögðu byggðist þetta mikið á læknisvott- orðunum sem gátu fleytt fólki áfram eða jafnvel sett það í verri bunkann. Lengi vel var þetta niðurfelling á toll- um og fjármálaráðuneytið sá um þann hluta málsins. En Öryrkjabandalagið annaðist sem sé alla fyrirgreiðslu og fékk aldrei neina greiðslu fyrir. Árið 1987 var þessu síðan breytt í styrk og öll af- greiðsla flutt til Tryggingastofnunar ríkisins. Ég segi ekki að ég hafi séð eftir þeirri miklu vinnu sem fór í þetta en ég sá eftir sambandi við fólk út um allt land sem margt var orðið góð- kunningjar mínir. Ennfremur var samband mitt við læknana sem sátu í úthlutunarnefndinni með miklum ágætum og aðeins einu sinni man ég eftir að vera klöguð fyrir formanni nefndarinnar og það var ekki skjól- stæðingur heldur héraðslæknir nokk- ur sem fannst ég vera alltof stíf á að læknisvottorðin kæmu nógu snemma. Mér var alveg sama. Ég hafði mín fyrirmæli og reglur og án læknisvott- orðs þýddi ekkert að leggja fram um- sókn. Mér hefði þótt miklu leiðin- legra ef einhver umsækjandi hefði klagað mig fyrir óliðlegheit! Lottóið gerbreytti öllu Árið 1986 breyttist heldur betur hagur Öryrkjabandalags íslands. Þá kom Lottóið til sögunnar og nú loks- ins voru til íjármunir til þess að Ör- yrkjabandalagið gæti látið til sín taka í félagsmálum. Það sama ár var ég gerð að framkvæmdastjóra bandalagsins en Anna Ingvarsdóttir hafði þá verið fram- kvæmdastjóri Hússjóðs um nokkurra ára skeið. Starfssvið mitt breyttist töluvert með framkvæmdastjórninni. Ég sá samt nokkuð lengi um húsnæðisumsóknirnar en síðan tók Kristín Jónsdóttir við því starfi svo og samskiptum við fólkið í húsunum. Ég sneri mér nú miklu meira að félagsmálunum og það var af hinu góða. Svo margt var óunnið og við þurft- um að mörgu að hyggja. Draumur okkar í mörg ár var að Ör- yrkjabandalagið ætti eitthvert málgagn. Lánið lék við okkur. Við fengum einn ágætan mann til starfa hjá okkur, fyrr- verandi þingmann sem alla tíð hafði stutt öryrkjamál með ráðum og dáð. Þessi maður var Helgi Seljan, sem varð ritstjóri Fréttabréfs Öryrkjabandalagsins frá upphafi og þar til hann lét af störfum um s.l. áramót. Helgi var líka félags- málafulltrúi og hafði m.a. samband við félög bandalagsins. Við gerðum okkur að reglu að heimsækja félögin til þess að halda góðu sambandi við þau. Þá var um nokkurra ára skeið töluverð samvinna milli ÖBI og Landssamtakanna Þroska- hjálpar og héldum við saman fundi og ráðstefnur. Samtökin skipuðu sameigin- lega fulltrúa í svæðisráð og það var yfir- leitt ágætis samkomulag um þau mál. Þá áttum við saman fulltrúa í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra sem fyrst hét stjórn- arnefnd um málefni þroskaheftra. Ég átti sæti í þessum nefndum um árabil. Eitt helsta verkefni þessarar nefndar voru út- hlutanir úr framkvæmdasjóði fatlaðra og var það oft erfitt verk og við vorum kannski ekki alltaf vinsæl en einhvern veginn varð að úthluta þessu fé svo að sem flest verkefni kæmust á laggimar. Félagsmálaráðuneytið fól Öryrkja- bandalaginu og Þroskahjálp að standa fyrir alþjóðaráðstefnu um málefni fatl- aðra og var hún haldin vorið 1996. Hún tókst með miklum ágætum og bám þar hita og þunga dagsins Ásta Þorsteins- dóttir, formaður LÞ og Helgi Hróðmars- son, sameiginlegur starfsmaður ÖBÍ og LÞ. Ég man að ég var veislustjóri í loka- veislu sem haldin var í Perlunni. Það er ekki gott að vera veislustjóri þar því að svæðið er svo víðfeðmt en ég lifði það af! Alþjóðlegt samstarf Öryrkjabandalagið er aðili að tveimur 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.