Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 30
Birkir Rúnar var um árabil einn af fremstu sundgörp- um Islendinga. Hann hefur unnið til margvíslegra verðlauna á íþróttamótum hér á landi og erlendis. er oft mikill fjöldi veitinga- staða í kringum háskóla vestanhafs og eru þeir ekki af lakara taginu. Ég hef til dæmis komist upp á lagið með að borða reglulega japanskan, tælenskan, kín- verskan, indverskan, tyrk- neskan og líbanskan mat og finnst það harla gott. Auk þess geta nemendur haft sína eigin ísskápa og eld- hús eru til staðar sem hægt er að taka frá fyrir þá sem vilja elda saman eða halda matarboð og fleira af því tagi. íþróttaaðstaða er oftast til fyrirmyndar. Yale háskól- inn hefur til dæmis byggt 13 hæða íþróttahús með 50 og 25 metra innisundlaug- um, körfuboltavelli sem taka um 6000 manns í sæti, ijölda tennisvalla og ótelj- andi fjölda herbergja fyrir alls kyns íþrótta- og dans- iðkun og auk þess eru þarna völundarhús þar sem fæstir hætta sér inn í og vitum við sem minnst um hvað leynist í þeim göng- um. Þegar á heildina er litið er sem sagt alltaf hægt að finna sér eitthvað sniðugt að gera, hvort sem fólk langar til að drekka og dansa fram á nótt eða fara út að borða, í leikhús eða á tónleika. Skólinn styrkir þessa starfsemi fjárhags- lega og ef nægur fjöldi nemenda hefur áhuga á vissu verkefni eða upp- ákomu er hægt að sækja um styrki til að gera hug- sjónina að veruleika. A tvin n utœkifœri Einn helsti kostur há- skóla i Bandaríkjunum er sá að þeir eru í miklum tengslum við atvinnulífið. Þetta gildir sérstaklega um stærri og/eða ffægari skól- ana. Flest bandarísku stór- fyrirtækjanna koma og halda atvinnuviðtöl á staðnum fyrir sumarafleys- ingafólk og jafnvel fyrir framtíðarstarfsmenn. Á meðal þeirra fyrirtækja sem ég hefði getað farið í viðtal við á þessu ári voru: IBM, Microsoft (sem ég fór í viðtal hjá og fékk sumarstarf í Seattle, Wash- ington), General Motors, Computer Associates og nær allir stærstu fjárfest- ingabankarnir, lífefnafyr- irtæki og hátækni- og verk- fræðifyrirtæki Bandaríkj- anna. Skólarnir hjálpa nemendum einnig við að búa til „resume”, með- mælabréf og fleira þar sem þeir treysta að miklu leyti á fjárframlög frá fyrrverandi nemendum. Því er það í allra þágu að koma náms- mönnunum í góða vinnu hvort sem er fyrir sumarið eða til langs tíma. Þó skal það tekið fram að þeir sem eru nálægt því að útskrifast eru teknir fram yfir þá sem voru að ljúka fyrsta eða öðru ári svo möguleikarnir á góðri vinnu aukast mikið milli ára. Að öllu ofantöldu mætti halda að líf í bandarískum háskólum sé nær fullkomið og draumur hvers náms- manns. Það er einungis satt að sumu leyti en það er ýmislegt annað sem hefur áhrif þar á. T.d. eru skól- arnir dýrir og án hjálpar margra góðra manna og fyrirtækja hefði mér aldrei dottið í hug að leggja út í námið og þó skulda ég milljónir í námslán. Það má samt ekki gleyma því að ef allt gengur að óskum ætti ekki að vera neitt stór- mál að borga námslán til baka og þetta er ein besta fjárfesting sem hægt er að fara út í. Svo er það menningin. Bandaríska samfélagið er allt öðruvísi en það ís- lenska. Þar er fólk frá öll- um heimshornum og af mismunandi kynþáttum með mismunandi trúar- brögð. Þetta getur verið mjög ruglandi fyrst og maður þarf að vera afar varkár til að móðga ekki neinn því kynþáttafordóm- ar, fordómar gagnvart sam- kynhneigðum eða fólki af öðrum trúarflokkum eru litnir mjög alvarlegum aug- um, mun alvarlegri en gert er á Islandi. Einnig er erfitt að komast inn í tungu- málið. Þó enska sé töluð er hún töluð bæði einstaklega hratt og mikið er notað af skammstöfunum og slang- uryrðum sem ekki er hægt að kenna því þau breytast frá ári til árs. Þetta veldur því að fólk er oft mjög ein- mana og það er erfitt að kynnast nýju fólki, sérstak- lega fyrstu önnina. Ég var ekki langt frá því að gefast upp og ég veit um marga sem gerðu það á fyrstu önninni. En þetta lagast mjög fljótlega og á öðru ári er maður kominn vel inn í samfélagið og líður mun betur. Einnig skiptir miklu máli að nota internetið eins mikið og hægt er til þess að halda sambandi við vini og fjölskyldu. Án þeirra er svo til vonlaust að komast í gegnum fyrsta árið, og maður kemur alltaf til með að sakna þeirra mjög mik- ið. Einnig er svo til von- laust að reyna að halda ástarsamböndum lifandi meðan á námi stendur og það tekur líka bæði mikinn tíma og orku frá náminu. Ég er ekki að segja að þetta sé vonlaust en það er mjög lítill möguleiki á að slík sambönd lifi námið af og þau gera báðum aðilum frekar illt en gott meðan á því stendur. Svo öðruvísi dæmi séu tekin þarf fólk að vera til- búið að venjast nýju matar- æði og að búa í herbergi með ókunnugum. Það er mjög lítið einkalíf á þess- um heimavistum, svo ef maður skyldi gera eitthvað af sér er það bókað að allir vita allt um það morguninn eftir, en íslendingar ættu nú ekki að eiga í vandræðum með þessa hluti. Almenn ráó Að lokum langar mig að nefna það helsta sem ég hef lært af háskólanáminu mínu og gildir það jafnt hérlendis sem erlendis. Hlutir sem maóur œtti að gera í háskólanámi Hafa persónulega sam- band við þá prófessora sem kenna kúrsana sem taka skal. Bara að senda þeim stuttan tölvupóst og minn- ast á að maður hafi þessa fötlun og vilji taka þennan kúrs. Það skiptir miklu máli að sýna fram á að maður hafi áhuga, nefna hvaða vandamál gætu komið upp og spyrja hvort prófessorinn haldi að ein- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.