Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 60

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 60
þar sem við gistum næstu nótt. Við komum okkur vel fyrir á gistiheim- ilinu og héldum á Kaffi Riis. Þar snæddum við kvöldverð - í boði Rauða kross deildar Hólmavíkur. Drukkum síðan kaffi í glæsilegri koníaksstofu uppi á lofti. Eftir sopann tóku flestir góðan göngutúr um bæinn í indælu veðri og fagurt sólarlagið heillaði. Galdrað frá landnámi yfir í höfuðborgina A fostudagsmorgni var galdrasafnið heimsótt þar sem brennuöldin var riijuð upp og enn hurfum við aftur í aldir og aðra siði. Höfðum við fræðst um sögu galdramála á námskeiði sem hópurinn sótti í vetur. Héldum svo áleiðis til Reykjavíkur yfir Trölla- tunguheiði niður í KróksQarðarnes, yfir nýju Gilsijarðarbrúna um Svína- dal að Laugum í Sælingsdal þar sem sumir fóru í sund, aðrir í göngutúr eða skoðuðu byggðasafnið. Þá borð- uðum við hádegisverð, nú í boði Vinj- ar, og eftirrétt í boði Víðsýnar. Þarna var sagan enn á hverjum steini. Lax- dæla, Eiríks saga rauða, landnámið o.fl. o.fl. Smástans hafður í Búðardal, áður en lagt var í Bröttubrekku og yfir í Norðurárdal, niður að Hreðavatni og í Borgarfjörð þar sem síðasti áningarstaðurinn var og hópurinn gæddi sér á ávöxtum. Það var þreyttur en afar ánægður hópur sem rúllaði inn í Reykjavík um sex- leytið að kvöldi föstudagsins 17. ágúst. Við þökkuðum Halldóri bíl- stjóra fyrir ferðina og kvöddum hvert annað með trega. Þó vorum við glöð yfir því að vera komin heim enda ferðaþreytan farin að segja til sín. Óhætt er að segja að þessi ferð hafi verið sérlega vel heppnuð, en undir- búningur hafði staðið í allan vetur. Hluti hópsins hafði verið á námskeiði hjá Námsflokkum Reykjavíkur að fræðast um Vestfirði aukþess sem les- hringur var í gangi í vetur sem las bækur er tengdust Vestfjörðum. Alla ferðina var nokkuð virk leiðsögn ýmist frá leiðsögumönnum eða ein- staklingum úr hópnum sem lásu upp úr hinum ýmsu handbókum og bækl- ingum sem við höfðum viðað að okkur þannig að þetta var mikil fróð- leiksferð um landafræði, sögu, þjóð- hœtti, náttúru og margt fleira. Allir lögðust á eitt til að láta þetta ganga vel, veðurguðirnir léku aldeilis vel við okkur alla dagana. Hrikaleiki Vestfjarða og litadýrð verður lengi í huga okkar auk gestrisni deildanna. Svona ferð er okkur mjög mikils virði, STIKLUR ÚR STOPULU MINNI r g ólst upp á bænum Seljateigi í Reyðarfirði og tel það hafa verið forréttindi mín að hafa alizt upp í sveit og þó einkum við það ástríki sem foreldrar mínir ávallt auð- sýndu mér. Snemma var farið að létta undir og eitt þeirra starfa sem mér eru hvað minnisstæðast var falið í því að reka og sækja kýrnar. Brotabrot þeirra minninga eru hér blaðfest. Ég hafði þann starfa frá níu ára aldri að reka kýrnar inn undir Græna- fell. Vegalengdin að heiman frá Selja- teigi og inn í hagana góðu innan við Skógarhöfðann á Réttarbölunum og í Fellseyrinni mun trúlega vera rúm- lega 4 kílómetrar hvor leið, svo þetta var allmikil ganga daglega, ekki sízt ef þessi morgunrekstur leiddi það nú af sér að sækja þurfti kýrnar aftur að kvöldi svipaða leið, en það kom alloft fyrir. Ég man ekki til þess að ég væri einn á ferð fyrstu árin, þar komu ýmsir til. Fyrst hún Haddý mín, sem var á hinum bænum samtýnis og var ári yngri en ég, óvílin og dugleg stelpa, bráðgreind og skemmtileg, þó mér væri hræðileg raun ef mér var strítt á henni. Það kom fyrir að her- mennirnir í búðunum inn við Geit- húsaá kölluðu á okkur og hentu svo til okkar súkkulaðistykkjum yfir gaddavírsgirðinguna og mest höfðu þeir gaman af að sjá okkur í græðgi okkar vera að seilast eftir stykkjum sem lent höfðu inni í girðingunni. Þetta voru sælustu dagar kúarekstr- anna, aðeins alltof fáir, en svo vel vorum við siðuð að við rétt fengum okkur smábita af súkkulaðinu, en skiluðum hinu heim til okkar og nut- um auðvitað bærilega góðs af. Hún Haddý mín hét Erna Hafdís og hún er látin fyrir nokkrum árum eftir skelfilega baráttu við MS sjúkdóm- inn, þar sem síðast lifði ekkert eftir í raun nema fallegu brúnu augun henn- ar. Jafnaldri minn, sumardrengur frá Eskifirði, rak kýrnar lengstaf með mér eitt sumarið og fór einkar vel á með okkur i kúarektoraembættunum. Hann hét Sólmundur, einstaklega ljúfur og glaður drengur, sem því miður varð afar skammlífur, drukkn- aði við bryggju á Eskifirði tólf ára gamall og var sárt syrgður af okkur heima að vonum. Aðalkúarektorinn mér við hlið var svo frændi minn og fóstbróðir Björn G. Eiríksson sem er á þriðja árinu eldri en ég og var í tvö sumur rekandi og sækjandi kúnna ásamt mér og töfðumst við oft á heimleiðinni, því Björn er grúskari mikill og þurfti margt að skoða í ríki náttúrunnar. Fengum við stundum ákúrur nokkrar þegar heyannir stóðu sem hæst, en þær hrinu lítt á fóstbróður mínum sem hélt áfram grúski sínu. Eitt atvik frá kúarektorsstöðu minni er mér mjög minnisstætt, en þá var ég einn á ferð með þær kusur mínar í glampandi sól og austfirzkri eðal- hlýju. r Imóunum neðst innan túngirð- ingarinnar heima reis upp fyrir- mannlegur maður með ofurfína borðalagða húfu og gullna borða á ermum og kallaði í mig og var hinn kumpánlegasti. Sagðist vera skip- stjóri á Esjunni og væri að viðra sig í sumarblíðunni og spurði mig svo hvað ég væri með í hendinni. Ég var nú afar feiminn á þessum árum og ekki minnkaði hún frammi fyrir virðuleik skipstjórans borðalagða, þó glettnin skini úr augunum. „Þetta, þetta er bara keyri”, svaraði ég. „Já, 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.