Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 8
Þingmenn Framsóknarflokksins. “Það er að minnsta kosti lágmarkskrafa að þeir upplýsi hvers vegna þeir kjósa að ákvarða öryrkjum jafnlágar bætur og raun ber vitni.” sem líður öllu þeirra samræmda göngulagi megum við aldrei gleyma því að flokkurinn hefur ekki meiri- hluta þjóðarinnar á bak við sig. Til að ná málum fram hefur hann í niman hálfan áratug notið atbeina flokks sem fyrir stjórnarmyndunina sumarið 1995 hafði ekki þann bakgrunn að öryrkjar hefðu ástæðu til að van- treysta honum sérstaklega. í þetta sinn hafði hann meira að segja komist til valda með alveg sérstöku fyrirheiti um að hafa hina verst settu í fyrir- rúmi - forgangsraða í anda félagshyggju í stað þess að mylja enn frekar undir þá efnamestu. Ekki þarf að tíunda fyrir lesendum hvernig hinn nýi velferðarflokkur Halldórs Ásgrímssonar hefur farið að ráði sínu á síðustu sex árum. I því sambandi er mikilvægt að halda því til haga að þegar kjaramál öryrkja komust loks á dagskrá fyrir síðustu alþingiskosningar, vorið 1999, fór formaðurinn að dæmi samstarfs- flokksins og lofaði bót og betrun: Nú skyldi það að sjálfsögðu verða for- gangsverkefni að bregðast við neyð öryrkja, bara ef við kjósendurnir lét- um svo lítið að ljá hinum velviljaða flokki atkvæði okkar. Liðið var fram á mitt þetta kjör- tímabil þegar okkur var loksins kynnt hvernig Framsóknarflokkurinn hygðist bæta kjör öryrkja. Eins og alþjóð veit var þar hvorki hreyft við grunnlifeyri né tekjutryggingu, held- ur brugðið á það ráð að búa til nýjan bótaflokk sem skerðist um 67% fyrir skatt! Með þessari brellu urðu öryrkjar verr settir en þeir hefðu orð- ið ef ráðamenn hefðu hækkað trygg- ingabætur til samræmis við almenna launaþróun, eins og þeirra eigin lög gera raunar ráð fyrir. Aukió á neyð öryrkju Þótt kjör öryrkja hafi fyrir stjórn- arskiptin 1995 verið hér mun lakari en í nágrannalöndunum lét ríkis- stjórnin það verða sitt fyrsta verk að koma í veg fyrir það með sérstakri lagasetningu að lífeyrisþegar nytu þeirrar hlutdeildar í góðærinu sem þágildandi lög gerðu ráð fyrir. Ekki var nóg með að bætur almannatrygg- inga væru látnar dragast verulega aftur úr almennum launum, heldur var nú að auki skerpt á þeirri stefnu fyrri stjórnar að velta sjúkrakostnaði í auknum mæli yfir á öryrkja. Tekið var fyrir afslætti sem öryrkjar nutu til notkunar síma, þessa mikilvæga samgöngu- og upplýsingatækis, og algert öngþveiti skapað með gríðar- legum niðurskurði bifreiðastyrkja - svo miklum að ástæða er til að ætla að með uppátækinu hafi ríkissjóður orðið af innflutningstekjum sem nema jafnvel enn hærri upphæð, eins og reyndin er gjarnan um hinn svokallaða “spamað” í velferðarkerf- inu. Til viðbótar þeim kjaraskerðingum sem hér hafa verið raktar bætist sú ákvörðun stjórnvalda að halda skatt- leysismörkum nánast óbreyttum, láta þau ekki einu sinni halda í við þróun verðlags. Þessi raunlækkun skattleys- ismarka dregur vitaskuld mest úr kaupmætti þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Til dæmis um þetta má nefna að einstaklingur sem ekkert hefur nema bætur almannatrygginga þarf nú að endurgreiða hinu opinbera rúmar 70 þúsund krónur á ári af þeim smánarbótum sem hann er sagður hafa. Þessi áður óþekkta skatttaka jafngildir nú þeirri upphæð sem öryrkinn fær útborgaða á heilum mánuði. Ofan á þetta allt bætast svo búsifjar á borð við gríðarlega hækkun hús- næðiskostnaðar og matvörukostnaðar sem einnig er kominn úr öllum bönd- um gagnvart öryrkjum. Þar sem hér er um að ræða útgjaldaliði sem vega hlutfallslega þyngra í heildarútgjöld- um lágtekjufólks en annarra má nærri geta hvílíkar kaupmáttarskerðingar hér hafa orðið. Þótt höfundur þessarar greinar hefði ekki nein kynni af þeirri vax- andi neyð sem öryrkjar búa við, myndu honum nægja þær ytri upplýsingar sem að framan eru raktar til að gera sér grein fyrir að raun- verulegur kaupmáttur öryrkja er almennt minni í dag en hann var fyrir rúmum áratug. Þeim ráðamönnum sem halda hinu gagnstæða fram ber pólitísk skylda til að rökstyðja mál sitt með raunhæfum dæmum úr veru- leikanum. Þá er tími til kominn að þeir átti sig á að almenningur er of vel upplýstur til að hægt sé að villa um fyrir honum með reiknibrellum á borð við hefðbundna kaupmáttar- útreikninga, sem geta í besta falli verið lýsandi fyrir meðaltekjumann- inn, en eru afleitur mælikvarði þegar um jaðarhópa er að ræða. Einkum og sér í lagi verða slíkar aðferðir að hreinni markleysu þegar um er að ræða þjóðfélagshóp sem orðið hefur fyrir margvíslegum atlögum og bú- siijum sem ekkert tillit er tekið til í útreikningum embættismanna - embættismanna sem þó eiga að vera fúllfærir um að gera ráðamönnum grein fyrir alvarlegustu annmörkum aðferða sinna og skila ekki útreikn- ingum frá sér án nauðsynlegustu fyrirvara. Hœttulegasta einkavæöingin Nýr ráðherra tryggingamála hefúr, 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.