Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 39
Stökur eftir Birnu Eyjólfsdóttur Ég er að vinna á vernduðum vinnustað tvo tíma á dag og ég hef ort um suma vinnufélaga mína. Um umsjónarkonuna orti ég en hún er þannig manneskja að hún er lífið og sálin á staðnum. Gauja er ljúf og göfug sál gefur öðrum hlýju. Við hennar augna blárra bál blómstrum við að nýju. Á 56 ára afmæli hennar orti ég: Gauja nú við gleðjumst því góð kona er nú eldri. Af kaffi og kökum seðjumst sem siður er kvenna heldri. Um verkstjórann minn orti ég: En hann er þartnig persóna að hann hefur örugglega verið fæddur til að vera verkstjóri. Sveinn þú línur leggur þér lætur vel að ráða. Á alla hnúta heggur og hvetur fólk til dáða. Um móður mannsins míns orti ég: í vísunni um hana vísa ég til ljóðs sem hún birti í blaði eldri borgara einu sinni. En hún yrkir sjaldan og þá aðeins tækifærisvísur. Rebekka er sem rósin fríð sem réttir sig móti sól. Hún er sterk og býsna blíð sem blossi er í veðri kól. Ung hjón hér í Eyjum voru að eiga sitt þriðja barn, lítinn dreng. Um hann orti ég. Hetjan litla er heldur smá hraustur þó og sætur. Dökkur er á brún og brá og báða litla fætur. Um systur mína orti ég: Erna þú ert yndisleg kona sem elskar lífið og þráir. Og í daganna amstri og önn eru örlítil korn sem þú sáir. Um bílstjórana á Eyjataxa orti ég: Á meðan Islands fánar flaksast, á fannhvítum stöngum, úr grænurn sverði. Mun ég við það í blankheitum baksast að borga Sigurjóni og Herði. Birna Eyjólfsdóttir Vestmannaeyjum. Hlerað í hornum Prestur var að spyrja fermingarbörn í sóknarkirkjunni en foreldrar hlýddu með athygli á athöfnina. “Jæja, Gunna mín, hver skapaði þig nú?”, spyr prestur. “Guð”, svarar stúlkan. Þá gellur við í föðurnum: “Þú segir það Gunna litla, en ætli hann hafi nú ekki fengið góða aðstoð frá mér”. Lok líkræðu hjá presti einum voru svona: “Hún var há og grönn og raunar mjóslegin og eins var sálin”. Eiginmaðurinn var búinn að liggja milli heims og helju lengi og konan hans hafði ekki vikið frá sjúkrabeði hans. Einn daginn bráði af honum og hann sagði við konuna: “Þú ert alltaf hjá mér í öllum erfiðleikum. Þegar ég var rekinn úr vinnunni, þá studdir þú við mig. Þegar fyrirtækið mitt fór á hausinn varst þú til staðar. Þegar ég varð fyrir byssuskotinu varst þú við hlið mér. Þegar við misstum húsið varstu kyrr hjá mér. Þegar ég missti heilsuna þá stóðst þú með mér. Veistu hvað ég er að hugsa?” “Nei hvað ertu að hugsa elskan mín?” sagði konan og fann heita strauma fara um sig. “Ég held þú sért óheilla- kráka”. Drengurinn bað föður sinn að hjálpa sér með síðasta orðið í krossgátunni, en faðirinn svaraði: “Biddu mömmu þína. Hún er vön því að hafa síðasta orðið”. Tveir aldraðir bræður voru báðir orðnir sjóndaprir en óku samt ótrauðir á jeppa sínum um allt. Einu sinni að lokinni samkomu heyrðist annar segja við hinn: “Keyr þú Magnús bróðir. Ég sé veginn”. Tveir karlar áttu tal saman í slátur- tíðinni. Annar hafði um langt skeið séð um slátrun í sláturhúsi staðarins og hinn spurði rotarann hvort hann hefði ekki orðið var við kvíða og hræðslu í sláturlömbunum. “Nei, blessaður vertu, þau koma hingað á hverju hausti svo þetta venst”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJ ABANDALAGSINS 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.