Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 64

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 64
Fulltrúar Öryrkjabandalags íslands og Landssamtakanna Þroskahjálpar kröfðu stjórnmálamenn svara við ýmsum áleitnum spurningum á fjölmennum fundi sem haldinn var á Hótel Sögu í mars 1987. Fulltrúar allra flokka sátu fyrir svörum. almenn þjónusta skrifstofu Öryrkja- bandalagsins. Þarna eru komin átta atriði sem enn í dag eru þungamiðja starfsins. A þessum árum voru öryrkjafélögin smátt og smátt að mynda með sér hagsmunasamtök. Árið 1964 bætist sjöunda félagið, Geðverndarfélag íslands í samtökin og árið 1972 það áttunda, Foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra. Á síðasta áratug hafa síðan æ fleiri öryrkjahópar komið til sögunnar og eiga nú 26 félög aðild að Öryrkj abandalaginu. Samstarf við stjórnvöld - lagastoðir styrktar Það er greinilegt að Öryrkjabanda- lagið náði snemma að vekja traust yfirvalda á starfsemi sinni. Dæmi þess má sjá í fundargerð bandalagsins 10. desember 1962 þar sem formaður skýrði frá þeirri ósk Tryggingastofn- unar ríkisins að hún vildi koma á þeirri reglu að stjórn bandalagsins fjalli um þær umsóknir er berast um lán úr Erfðaljársjóði og lýsi hverju sinni áliti sínu á því hvort lán skuli veitt eða ekki. Stjórnin var sammála um að takast þetta á hendur og ann- aðist það síðan til ársins 1970, en þá tók Endurhæfingarráð við því hlutverki. Endurhæfingarráð var skipað á grundvelli endurhæfingarlaganna, sem gengu í gildi árið 1970 og voru merkur áfangi í sögu öryrkjamála á Islandi. Þau voru í gildi í 12 ár. Fyr- irmynd þeirra var fengin frá Danmörku en þar tóku slík lög gildi árið 1960. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra kynntist snemma þessum lögum og samdi uppkast að frum- varpi til laga á grundvelli þeirra, sem lagt var fyrir þing Sjálfsbjargar árið 1964. Oddur Ólafsson tók síðan mál- ið upp á sína arma í samvinnu við stjórn bandalagsins og heilbrigðis- ráðuneytið. Það fór síðan sem leið liggur gegnum Alþingi og varð að lögum árið 1970 eins og fyrr segir. Árið 1982 tóku síðan við ítarlegri lög um málefni fatlaðra, sem endur- hæfingarlögin voru að mestu leyti felld inn í. Öryrkjabandalagið átti að sjálfsögðu sinn þátt í mótun þessara nýju laga. Húsnæðismálin Gott húsnæði fyrir öryrkja var eins og áður er nefnt eitt af baráttumálum samtakanna. Það var því oft og ítar- lega rætt á fundum. Sótt hafði verið um lóð og hafist var handa um teikn- ingar. í maí 1965 barst bréf frá Reykjavíkurborg um að Öryrkja- bandalaginu og Sjálfsbjörg stæði til boða samliggjandi lóðir við Hátún. Það var því mikið um dýrðir ári seinna, þegar fyrsta skóflustungan var tekin á báðum lóðunum. Öryrkja- bandalagið byggði íbúðarhúsnæði en Sjálfsbjörg dvalarheimili, endurhæf- ingarstöð og íbúðir. Á lóð Öryrkja- bandalagsins var leyfi fyrir byggingu þriggja níu hæða bygginga. Það þurfti kjark til að ráðast í þetta verkefni, enda róðurinn erfiður. Oddur Ólafsson hafði verið kjörinn formaður undirbúningsnefndar og þar naut sín vel hinn ffamsýni at- hafnamaður. Þessar byggingar allar voru þær fyrstu á landinu, þar sem tekið var tillit til þarfa hreyfihamlaðs fólks og var að mestu stuðst við norrænar byggingarreglur. Upp úr því voru fyrstu reglurnar um aðgengi fatlaðra felldar inn í íslensk byggingar- og skipulagslög að tilhlutan Öryrkja- bandalagsins og Sjálfsbjargar. Fyrir tveimur árum kom svo út bókin, Aðgengi fyrir alla, sem fjallar eins og nafnið bendir til um skipulag húsnæðis og umhverfis, með tilliti til allra, jafnt fatlaðra sem ófatlaðra. Bókin er sú fyrsta sem gefin er út á íslensku um ferlimál. 64
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.