Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 61

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 61
þessi hópur á yfirleitt ekki kost á að ferðast, flestir eru á strípuðum bótum, sumir eingöngu með vasapening en að fá tœkifæri til að takast á við svona ferð eykur sjálfsvitund, bjartsýni og von í brjósti okkar allra. Við þökkum öllum þeim sem styrktu okkur íþessari ferð en án þeirra hefðiþetta ekki verið mögulegt. Undirbúningur stóð í 10 mánuði. Við teljum að þetta sé samfé- laginu mikilvægt og fœkki innlögnum eða eins og einn félagi okkar sagði við heimkomuna; “ég er búinn að vera svo ruglaður í hausnum að ég hef undanfarið verið að hugsa um að biðja um innlögn. Nú kem ég endur- nærður í bæinn og á í engum erfið- leikum með að einbeita mér ”. Fyrir hönd stjórnar. Ása Hildur Guðjónsdóttir Hlerað í hornum Sá gamli kom til læknis og fór beint á skoðunarbekkinn. Hann endurtók í sífellu: “Eg vona að guð gefi að ég sé veikur”. Lækninum leiddist tuðið og spurði þann aldraða af hverju hann væri að þylja þetta. “Jú, það væri hræðilegt að vera frískur og líða jafnilla og mér líður”. Unga fólkið er ekki alltaf jafnná- kværnt í skilaboðunum. Maður einn var að heiman kvöld eitt og kom ekki heim fyrr en allir voru sofnaðir. Morguninn eftir kom dóttirin syfju- leg mjög og sagði: “Það hringdi í þig maður í gær”. “Og hver var það?”, spurði faðirinn. “Æ, það var þessi sem hringir alltaf og heitir eitt- hvað”. Úr Læknablaðinu: Ung og falleg kona kom til læknis og hann skoðaði hana og virtist undrandi á ein- kennum konunnar, nær loks áttum og segir: “Annað hvort ertu með flensu eða þá með barni”. “Jæja”, segir konan, “'þá hlýt ég að vera ólétt, því mér dettur ekki í hug nokkur maður sem hefði getað smit- að mig með flensu”. Úr Læknablaðinu: Læknirinn var að rannsaka mann sem kvartaði um svefnleysi, lystarleysi, ofþreytu og spennu. “Eg ætla að hringja í konuna þína og segja henni að þú verðir að komast í sveitina og fá þar algjöra hvíld”, sagði læknirinn. “Ef þú vilt að ég fái algjöra hvíld ættir þú frekar að biðja hana að fara til útlanda”. þú ert með keyri og keyrir norður á Akureyri”, anzaði sá borðalagði og krimti í honum. Mér varð á að svara: „Nei, nei, ég rek kýrnar bara inn undir Fell”. Þá skellihló hann og sagði: „Ég sá ljósklædda konu úti á hlaði, þegar þú fórst af stað. Er það mamma þín?”. Ég jánkaði því og þá spurði hann: „Er hún ekki falleg, hún mamma þín og er hún ekki ein heima?”. Mér vafðist tunga um tönn en svaraði eitthvað á þá leið að mér fyndist hún falleg og hún væri góð og þá brosti hann og ég flýtti mér að svara seinni spurningunni og sagði að hún væri alls ekki ein, því einhvern veginn leizt mér ekki senr bezt á það að sá borðalagði færi í heimsókn sem mér fannst einhvern veginn liggja í loftinu. Sannleikurinn raunar sá að hún var ein heima með Ásu systur mína sem var þrem árum yngri en ég. „Jæja, jæja, góðurinn og farðu nú með þitt keyri og keyrðu norður á Akureyri, það var gaman að spjalla við þig”, sagði sá borðalagði og tók þessa finu húfu sína ofan, „og „adjö ungi maður”. Ég þreif af mér pott- lokið og þá hló hann dátt og endurtók þessa adjö- kveðju sína. r Eg leit víst anzi oft við á leiðinni inn götuna sem þá var þjóð- vegurinn til Héraðs og var að gá að þeim borðalagða, hvort hann væri nokkuð á leið heim, en síðast sá ég grilla í hann liggjandi í móunum sem fyrr og burtu var hann þegar ég kom aftur. Ég sagði mömmu frá öllu saman þegar ég kom heim og mér fannst hún verða eitthvað svo skrýtin á svipinn yfir öllu saman, en svo hældi hún mér fyrir að hafa sagt að hún væri alls ekki ein heima. Það skemmtilegasta við þessa sögu er framhald hennar rúmum aldar- Qórðungi síðar, þegar ég kynntist miklum öndvegismanni sem hafði verið skipstjóri um árabil en var nú kominn í land til annarra starfa. Við tókum oft tal saman og eitt sinn sagði ég honum söguna af starfsbróður hans og það með að mér þætti honum svipa þó nokkuð til hans. Þá birti allt í einu yfir honum og hann sagði: „Nei, varst það þú sem varst svo vandræðalegur með keyrið og vildir ekki keyra norður á Akureyri, ég man eftir þessu og þessu einstaka veðri, sem þá var ?” Ég spurði hann þá að því, hvort hann myndi eftir því að hafa spurzt fyrir um móður mína og hvort hún væri ein heima, en þá bara brosti hann og sagði þetta svo sem vel getað verið, en þá í gamni sagt við þennan óframfærna dreng, „en ég man þegar þú þreifst af þér húfupott- lokið, þá var gaman að sjá framan í þig”. Hann hló svo dátt þegar ég sagðist hafa fylgzt svo lengi með honum sem ég hefði getað, hvort hann myndi fara heim að bænum. En oft síðar minntumst við þessa, en okkur varð sérstaklega vel til vina og röbbuðum margt saman, enda skipstjórinn sérstakur fróðleiksmað- ur. En nóg um þetta sungið að sinni. Helgi Seljan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.