Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 52

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 52
Búsetubreytingar á Austurlandi - stofnun lögð niður Á miðri myndinni er Kári ásamt föður sínum að taka við lyklum að sinni íbúð. Greinilega ánægður með daginn. r byrjun júní sl. voru afhentar 7 félagslegar íbúðir til 10 fatlaðra einstaklinga á Egilsstöðum og í Neskaupstað. Flestir fluttu af sam- býlum á Egilsstöðum (áður Vonar- landi) sem á sama tíma voru lögð niður. Jafnframt voru á báðum stöð- um teknar í notkun tvær íbúðir fyrir skammtímavistun sem einnig er starfsaðstaða þess starfsfólks sem veitir þjónustu til íbúanna. Markmið með breytingunum er í fyrsta lagi að leggja niður sambýlin tvö og bjóða íbúunum sólarhrings- þjónustu í húsnæði sem er staðsett í almennum íbúðahverfum, í öðru lagi að koma til móts við óskir mikið fatl- aðs fólks um búsetu í heimabyggð og í þriðja lagi að koma á skammtíma- vistun þar sem hægt er að mæta þörf- um fólks á öllum aldri fyrir þjónustu. Að leggja niður sambýlin á Egils- stöðum og bjóða ibúum þeirra þjón- ustu í félagslegum íbúðum er sam- starfsverkefni Svæðisskrifstofu og bæjarstjórna Austur Héraðs og Fjarðabyggðar. Jafnframt kom að verkefninu Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra sem fer með stjórn Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra en hún veitti heimild fyrir því að fara út í þessar breytingar, auk þess sem sjóðurinn greiðir hluta af kostnaðinum. Stjórn Ibúðalánasjóðs veitti verkefninu einnig brautargengi með því að leggja sveitarfélögunum til samtals 6 lán á sama ári en á þessum tíma var einmitt verulega dregið úr lánveit- ingum til bygginga eða kaupa á félagslegu húsnæði á landsbyggðinni. Hússjóður Landssamtakanna Þroska- hjálpar kom einnig að verkefninu með því að kaupa sjöundu íbúðina í parhúsi á Egilsstöðum. Á Egilsstöðum var byggt 10 íbúða fjölbýlishús og eru sex íbúðir seldar á almennum markaði. Bæjarfélagið fjárfestir í þrem félagslegum íbúðum og leigir þær til fimm einstaklinga. Framkvæmdasjóður fatlaðra keypti eina íbúð fyrir skammtímavistun og starfsaðstöðu. Kostnaður við bygg- ingu þessara fjögurra íbúða er u.þ.b. 49 milljónir. í Neskaupstað var byggt fjögurra íbúða raðhús og fjárfesti bæjarfélagið einnig í þrem íbúðum sem leigðar eru til þriggja einstaklinga. Eins og á Egilsstöðum keypti Framkvæmda- sjóður fatlaðra eina íbúð fyrir skammtímavistun og starfsaðstöðu. Byggingarkostnaðurinn er u.þ.b. 47 milljónir. Vonarland - draumur sem rættist Rétt er að rifja upp sögu Vonarlands sem tók til starfa árið 1981 eða fyrir tuttugu árum. Þegar Vonarland hóf starfsemi fluttu margir fatlaðir ein- staklingar frá stórum stofnunum á suðvesturhluta landsins aftur til Austurlands. Þeir höfðu þurft að flytja frá Austurlandi vegna skorts á þjónustu. Sökum íjarlægðar frá æskuslóðum sínum höfðu þeir tak- markaða möguleika til samskipta við ættingja sína og vini. Með byggingu Vonarlands var því stigið mikið fram- faraspor í þjónustu við fatlað fólk á Austurlandi. Fólk flutti nær sínum ástvinum og átti því auðveldara með samneyti við þá. Einnig gátu aðrir Austfirðingar fengið þjónustu í fjórðungnum og þurftu því ekki að Frá Neskaupstað. Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar afhendir Bergsveini Bjarnasyni lyklana. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.