Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Page 52
Búsetubreytingar á Austurlandi
- stofnun lögð niður
Á miðri myndinni er Kári ásamt föður sínum að taka við lyklum að sinni
íbúð. Greinilega ánægður með daginn.
r
byrjun júní sl. voru afhentar 7
félagslegar íbúðir til 10 fatlaðra
einstaklinga á Egilsstöðum og í
Neskaupstað. Flestir fluttu af sam-
býlum á Egilsstöðum (áður Vonar-
landi) sem á sama tíma voru lögð
niður. Jafnframt voru á báðum stöð-
um teknar í notkun tvær íbúðir fyrir
skammtímavistun sem einnig er
starfsaðstaða þess starfsfólks sem
veitir þjónustu til íbúanna.
Markmið með breytingunum er í
fyrsta lagi að leggja niður sambýlin
tvö og bjóða íbúunum sólarhrings-
þjónustu í húsnæði sem er staðsett í
almennum íbúðahverfum, í öðru lagi
að koma til móts við óskir mikið fatl-
aðs fólks um búsetu í heimabyggð og
í þriðja lagi að koma á skammtíma-
vistun þar sem hægt er að mæta þörf-
um fólks á öllum aldri fyrir þjónustu.
Að leggja niður sambýlin á Egils-
stöðum og bjóða ibúum þeirra þjón-
ustu í félagslegum íbúðum er sam-
starfsverkefni Svæðisskrifstofu og
bæjarstjórna Austur Héraðs og
Fjarðabyggðar. Jafnframt kom að
verkefninu Stjórnarnefnd um málefni
fatlaðra sem fer með stjórn Fram-
kvæmdasjóðs fatlaðra en hún veitti
heimild fyrir því að fara út í þessar
breytingar, auk þess sem sjóðurinn
greiðir hluta af kostnaðinum. Stjórn
Ibúðalánasjóðs veitti verkefninu
einnig brautargengi með því að
leggja sveitarfélögunum til samtals 6
lán á sama ári en á þessum tíma var
einmitt verulega dregið úr lánveit-
ingum til bygginga eða kaupa á
félagslegu húsnæði á landsbyggðinni.
Hússjóður Landssamtakanna Þroska-
hjálpar kom einnig að verkefninu
með því að kaupa sjöundu íbúðina í
parhúsi á Egilsstöðum.
Á Egilsstöðum var byggt 10 íbúða
fjölbýlishús og eru sex íbúðir seldar á
almennum markaði. Bæjarfélagið
fjárfestir í þrem félagslegum íbúðum
og leigir þær til fimm einstaklinga.
Framkvæmdasjóður fatlaðra keypti
eina íbúð fyrir skammtímavistun og
starfsaðstöðu. Kostnaður við bygg-
ingu þessara fjögurra íbúða er u.þ.b.
49 milljónir.
í Neskaupstað var byggt fjögurra
íbúða raðhús og fjárfesti bæjarfélagið
einnig í þrem íbúðum sem leigðar eru
til þriggja einstaklinga. Eins og á
Egilsstöðum keypti Framkvæmda-
sjóður fatlaðra eina íbúð fyrir
skammtímavistun og starfsaðstöðu.
Byggingarkostnaðurinn er u.þ.b. 47
milljónir.
Vonarland - draumur sem rættist
Rétt er að rifja upp sögu Vonarlands
sem tók til starfa árið 1981 eða fyrir
tuttugu árum. Þegar Vonarland hóf
starfsemi fluttu margir fatlaðir ein-
staklingar frá stórum stofnunum á
suðvesturhluta landsins aftur til
Austurlands. Þeir höfðu þurft að
flytja frá Austurlandi vegna skorts á
þjónustu. Sökum íjarlægðar frá
æskuslóðum sínum höfðu þeir tak-
markaða möguleika til samskipta við
ættingja sína og vini. Með byggingu
Vonarlands var því stigið mikið fram-
faraspor í þjónustu við fatlað fólk á
Austurlandi. Fólk flutti nær sínum
ástvinum og átti því auðveldara með
samneyti við þá. Einnig gátu aðrir
Austfirðingar fengið þjónustu í
fjórðungnum og þurftu því ekki að
Frá Neskaupstað. Smári Geirsson, forseti bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar
afhendir Bergsveini Bjarnasyni lyklana.
52