Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Síða 17
Oryrkjabandalag/Islensk getspá Arnþór Helgason, fram- kvæmdastjóri ÖBÍ hringdi í mig fyrir nokkrum dögum og bað mig að skrifa nokkur orð um aðdraganda þess að Islensk getspá varð til. Aður en ég vissi af hafði ég játað þessari beiðni Arnþórs, en nú þegar ég sest niður til að efna loforðið þá vandast málið, hvað um það loforð skal standa og ég læt bara reyna á hvernig það rætist. Þegar ég tók sæti í stjórn ÖBI 1981 varð mér ljóst að þrátt fyrir mikil umsvif bandalagsins þá var fjárhagsstaða þess fremur bágborin og að miklu leyti byggð á því að leita í sjóði þeirra félagasamtaka sem stóðu að því, en hvert aðildar- félag greiddi þá eitt prósent af heildartekjum sínum til banda- lagsins. Þegar ég varð formaður ÖBI 1983 kom vandamálið m.a. fram í því að ýmsar samþykktir sem gerðar voru á fundum voru miklu fremur eins konar viljayfirlýsingar fremur en framkvæmanlegar samþykktir ef þær á annað borð kostuðu einhverja peninga til að koma mætti þeim í framkvæmd. Afdrifarík Bandaríkjaferð Þegar sonur minn, Haukur, sem þá var skiptinemi á vegum AFS í Bandaríkjunum fannst mér nauð- synlegt að fara til fósturforeldra hans en þau eru heyrn- arlaus og þakka þeim fyrir alla þeirra góðvild og hjálpsemi, þetta var á miðju ári 1984. Eitt kvöldið kall- aði húsbóndinn í mig og bað mig að koma með sér í ökuferð, hann var þá að kaupa lottó- miða en vinningur á þessum tíma var stærri en venjulega, auðvitað keypti ég Vilhjálmur Vilhjálmsson, form. ÖBÍ 1983 - 1986. miða líka og svo fylgdist ég með útdrætti í sjónvarpinu. Ekki kom vinningur á miðana okkar í þetta skipti en þetta var skemmtilegt og virtist afar vinsælt í Maryland og í Washington DC. í flugvélinni á leiðinni heim nokkrum dögum síðar fór ég svo að hugsa um hvort þessi leikur gæti átt erindi á Islandi. Það var erfitt að hætta umhugsuninni um lottóið, svo ég nefndi það við Odd Ólafsson sem var einn aðalhvatamaður að stofnun ÖBÍ og mikill hugsjónamaður. Oddur sem var þá 75 ára var ekki lengi að hugsa sig um; hann svaraði “elsku besti þú verður bara að fara aftur og kanna málið betur” og eftir þetta var ekki aftur snúið. Málið var kynnt á fundi í stjórn Öryrkjabandalagsins og þar var jafnframt samþykkt að senda mig á ráðstefnu um happdrættismál sem haldin var í Delawere fylki 2 vikum síðar. Fjaðrafok og stofnun íslenskrar getspár Eitt leiddi af öðru og eftir talsverðar athuganir og fleiri ferðir vorum við komnir með hugmynd að útfærslu á Lottó á Islandi, en við nánari könnun kom í ljós að Iþróttasamband Islands átti réttinn til að reka talnagetraunir. Var þá skoðuð hugmyndin að setja upp lottó sem bókstafaleik. Tillaga sem var lögð fyrir Alþingi um heimild til handa Öryrkjabandalagi íslands að reka bókstafagetraun með þessum hætti fékkst ekki samþykkt á þing- inu. Satt best að segja olli tillaga þessi miklu fjaðrafoki sem endaði með því um miðja nótt á seinasta þingfundi vorið 1985 er taka átti málið til afgreiðslu, að Ellert Schram gerði hlé á ræðu sinni. Steingrímur Hermannsson þá- verandi forsætisráðherra kallaði Odd Ólafsson og mig til fundar ásamt nokkrum þingmönnum þar sem hann óskaði eftir að við féll- umst á að málið yrði tekið af dagskrá þingsins að þessu sinni en á móti myndi hann beita sér fyrir því að koma á viðræðunefnd ISI og ÖBÍ þar sem þessi samtök könnuðu möguleika á sam- starfi um lottó en það hafði komið fram í ræðum sumra þingmanna. Við Oddur gerðum ekki athugasemdir og málið var tekið út af dagskrá þingsins. Steingrímur Her- mannsson beitti sér íslensk getspá fyrsta stjórn. Frá vinstri: Alfreð Þorsteinsson, Arinbjörn Kolbeinsson, Þórður Þorkelsson stjórnarformaður, Björn Ástmundsson og Haukur Hafsteinsson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.