Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 56

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 56
EINSEMD FATLAÐRA Erindi flutt í Laugarneskirkju 24. mars 2001 Ég vil byrja á því að þakka fyrir það tækifæri að fá að koma hér og fjalla um einsemd, en starf mitt sem djákni Öryrkjabandalagsins felst m.a. í að rjúfa einangrun þeirra sem eru félagslega einangr- aðir og veita félagsmönnum ÖBÍ persónulegan stuðning. Djáknaþjónustan felur m.a. í sér að veija rétt þeirra sem minna mega sín og að styðja þá sem eru einmana, sjúkir eða félagslega einangraðir. Djákni er meðalgangari milli mis- munandi hópa í samfélaginu; hann veitir ífæðslu og leiðsögn og leitast við að hughreysta og hjálpa. Gagnrýnt hefur verið með réttu sú staðhæfing að fatlaðir megi sín minna en þeir sem ekki eru það enda eru margir líkamlega fatlaðir afburða konur og karlar og hreint ekki minni máttar en almennt gerist. Samt sem áður er það svo að ýmsir félagsmanna innan ÖBI eru þannig settir að þeir geta ekki sjálfir. borið hönd fyrir höfuð sér. Oftast eru það þeir sem þurfa á málsvara og hjálp annarra að halda. Eg má mín oft lítils þegar ég upplifi vanlíðan eða höfnun í mínu per- sónulega lífi eða starfi; þá þykir mér vænt um og gott að traustur vinur tali máli mínu þó svo ég sé fullfær um það sjálf, en stuðningurinn er mikils virði og það er það sem skiptir mestu máli, það er að finna stuðning í ein- semdinni. Hvað er einmanaleiki? Einangrun er að vera af eigin hvöt- um eða aðstæðum sínum útilokaður frá félagslegum samskiptum og eiga lítið persónulegt samneyti við annað fólk. Einmanaleiki er tilfinning ein- staklings fyrir því að samskiptum hans sé á einhvern máta áfátt og þau ófullnægjandi. Einangrun og einmanaleiki fara ekki endilega saman, fólk getur verið ein- mana í fjölmenni og liðið ágætlega í langvarandi einveru. í raun er það eitt einkennið á heilbrigðri persónu að geta notið jafnt samvista sem einveru. Þannig má segja að það sé mjög ein- staklingsbundið hvernig manneskjan upplifir einveruna. Guðrún K. Þórsdóttir Afleiðingar einangrunar Sumir lenda í vítahring einangrunar og afturfarar sem felst í eftirfarandi: Sá sem fátt aðhefst, fáa hittir og fátt reynir, honum hrakar fljótlega and- lega af örvunarleysi, áhugasvið þrengist uns það takmarkast að mestu við hann sjálfan. Utanfrá séð sýnist þetta sinnuleysi og eigingirni. Ein- hæfni persónunnar, óþörf smámuna- semi og tilefnislausar áhyggjur verða þreytandi til lengdar fyrir aðstand- endur og aðra nákomna. Einmana- leikinn og einangrunin er eins og gildra sem fólk kemst oft ekki út úr af sjálfsdáðum og hjálparlaust, heldur þarf að laða það með hægð og stund- um jafnvel að toga það með afli. Þegar við einangrum okkur, þá ótt- umst við höfnun, erum feimin og óframfærin, finnst að við bíðum ósig- ur, sláum á frest hlutum og finnst að við séum öðruvísi en aðrir. Viðhorf annarra Fatlaður einstaklingur sem þarf að nota hjólastól, sagði við mig eitt sinn: “Ég lít ekki á sjálfan mig sem fatl- aðan fyrr en ég kemst að raun um að fólkið umhverfis mig gerir það.” I fyrsta Korintubréfi 12. kafla stend- ur m.a.: “Augað getur ekki sagt við höndina: “Ég þarfnast þín ekki!” né heldur höfuðið við fæturna: “Ég þarfnast ykkar ekki!” Nei, miklu fremur eru þeir limir á líkamanum nauðsynlegir, sem virðast vera í veik- byggðara lagi. ... En Guð setti lík- amann svo saman, að hann gaf þeim, sem síðri var, því meiri sæmd, til þess að ekki yrði ágreiningur í líkam- anum, heldur skyldu limirnir bera sameiginlega umhyggju hver fyrir öðrum. Og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir Iimirnir með hon- um, eða einn limur er í hávegum hafður, samgleðjast allir limirnir honum.” Ég ætla að vitna áfram í sama ein- stakling: “Hvarvetna rekst ég í einhveijum mæli á fordóma og neikvæð viðhorf til fatlaðra. Þegar ég var yngri sló ég því einatt upp í grín, en nú orðið stendur slíkt grín æ oftar í mér. Það er erfitt að takast á við mörg af þessum viðhorfum. Oft er það bara til- finningin að fólk komi öðruvísi ffarn við mig, sé óeðlilegt og með tilgerð. En það eru líka áþreifanlegri atriði eins og þegar fólk talar til mín í gegn- um þann sem hjá mér stendur eins og ég væri fjarstaddur eða þegar það hrósar vinum mínum fyrir að taka mig út með sér. Ég vil að minnst sé á möguleika mína, hlutverk mitt sem manneskju og viðurkenningu á að ég hafi sömu þörf fyrir eðlileg samskipti og ófötluð manneskja, þó svo að ég sé bundinn hjólastól.” Margs konar fátækt Það er til margs konar fátækt segir kona á besta aldri, sem þarf að stríða við sjúkdóm sem veldur henni líkam- legri fötlun. Hún segir að fátækt geti verið: li. af veraldlegum auði. 2. á góðsemi og eðlilegum samskipt- um. 3. hið innra, þ.e.a.s. af kærleika. 4. af gleði og brosum. 5. af hugmyndaauðgi. Virkjum unga fólkið Hún heldur áfram: “Einsemdin er slæm og getur leitt til þess að manneskjan taki sitt eigið líf eða lendi í ofneyslu ýmissa efna.” Þessi kjarkaða kona fór ekki nánar út í einsemdina, en kemur með tillögur um að rjúfa einangrunina og von- leysið sem fylgir henni. “Það ætti að virkja fermingarbörn og 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.