Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 31
hver önnur vandamál geti
komið upp í þessum kúrs
sérstaklega. Hefði ég gert
meira af þessu i Háskóla
íslands hefði námið þar
gengið mun betur því það
er staðreynd að prófessorar
eru oft mjög hjálplegir. Ef
fötlun kemur í veg fyrir að
ákveðið verkeíhi geti verið
leyst af hendi er oft hægt
að komast að samkomulagi
um eitthvað svipað verk-
efni sem auðveldara er að
fást við eða önnur leið
finnist.
2. Fara á internetið og
leita að tölvupóstlistum
fólks í svipaðri aðstöðu.
Þetta er hreinasta snilld. Ég
uppgötvaði ekki þessa lista
fyrr en í ár en þeir gerðu
námið mun auðveldara.
Það eru miklar líkur á því
að þúsundir einstaklinga
séu einmitt í sömu aðstöðu
og maður sjálfur og þeir
skiptast á upplýsingum,
tækni og reynslu í gegnum
slíka póstlista. Ég er t.d.
áskrifandi að póstlista fyrir
blinda forritara og þar hef
ég lært um nýjustu forritin
sem geta auðveldað okkur
lausn verkefna og hvaða
tækni þessir forritarar
beittu þegar þeir voru í
skóla og hvernig þeir
leystu samsvarandi verk-
efni auk þess sem tækni-
legar upplýsingar um for-
ritun og ákveðin vandamál
sem upp koma eru alltaf til
reiðu - maður þarf bara að
spyrja.
3. Nota námsráðgjöf og
sérþjónustu bara ef það er
eina leiðin eða til þess að
leggja áherslu á ákveðið
málefni. Fólk bregst mun
betur við ef maður leitar
sjálfur til þess, t.d. ef
maður stendur upp í fyrsta
fyrirlestri og segist þurfa
glósusérfræðing og bendir
þeim sem kynnu að hafa
áhuga á því að hafa sam-
band við námsráðgjöf. Þó
skal minnst á það að það
getur verið óæskilegt að
ráða vini sína sem „glósu-
gúrúa”. Það getur valdið
ótal vandræðum og jafnvel
spillt vináttu.
4. Leita að heimild-
um/bókum og öðru á net-
inu. Ef námsbókin sem
notuð er, er ekki til eru oft
til bækur í svipuðum flokki
sem prófessorinn getur
skoðað og mælt með. í
tveimur tilfellum hef ég
meira að segja sent tölvu-
póst til höfunda bókanna
sem við notum og í bæði
skiptin hafa þeir sent mér
bókina á rafrænu formi
með því skilyrði að ég
eyddi henni eftir notkun og
myndi ekki dreifa henni
undir nokkrum kringum-
stæðum.
5. Sýna áhuga og sýna
fram á að maður sé tilbúinn
að leggja mikið á sig.
Þannig fær maður í 99%
tilfella jákvæð viðbrögð og
fólk vill allt fyrir mann
gera.
Birkir Rúnar
Gunnarsson.
ORÐMYNDIR
Með nútima tölvutækni hefur almenningi
verið opnaður aðgangur að Orðabók Há-
skóla íslands. Þar er margt fróðlegt að finna
og er orðabókin ótrúleg uppspretta fróðleiks þeim sem
eftir leita.
Ritstjóri Fréttabréfs Öryrkjabandalagsins er svo
heppinn að hafa á skrifstofu sinni tölvu sem er sítengd
alnetinu, svo kallaða. Hann
hefur stundum átt í erfið-
leikum með stafsetning-
una. Að vísu er íslensk
stafsetn i ngarorðabók
tölvunni en hún gefur ekki
svör við öllum hlutum. Því
er stundum brugðið á það
ráð að leita til Orðabókar
Háskólans. Hvað kemur í
ljós, ef flett er upp á orðinu
býfluga?,
býfluga, býflugnaauga,
býflugnaár, býflugnabit,
býflugnablóm, býflugna-
broddur, býflugnabú, býflugnabúr, býflugnabúsvaxka-
ka, býflugnaeigandi, býflugnafélag, býflugnafrœði,
býflugnafylking, býflugnahnappur, býflugnahópur,
býflugnahráki, býflugnahunang, býflugnahús, bý-
flugnahverfi, býflugnaklefi, býflugnakúpa, býflugna-
lirfa, býflugnamaður, býflugnamökkur, býflugnarœkt,
býflugnastokkur, býflugnastuldur, býflugnasveimur,
býflugnasvermur, býflugnaveiðari, býflugnaþúfa,
býflugnaævintýri, býflugubú, býfluguvængur, býflygi.
Þegar flett er upp á orðinu kerti
kemur þetta í Ijós:
kertasveinn, kertataug, kertatilbúningur, kertatólg,
kertatólk, kertatólkur, kertaug, kertavax, kerta-
þráðasett, kertaþráður,
kerti, kertisdás, kertisgat,
kertisglœta, kertishald,
kertiskola, kertiskragi,
kertislaus, kertisljós, kert-
islog, kertislogi, kert-
ismúlt, kertispartur, kert-
ispípa, kertisrak, kertis-
skar, kertisstika, kertis-
stjakahlutur, kertisstubbi,
kertisstubbur, kertisstúfur,
kertissveinn, kertistaka,
kertistaug, kertistika
kertistýra
Það vekur athygli að í
þessum orðalista eru
hvorki orðin kertagerð né kertaverksmiðja.
Orðið kerti kemur fyrir í nokkrum samsetningum
eins og bílkerti og konukerti sem er gælunafn yfir
eiginkonur.
Lesendur geta spreytt sig á að finna fleiri orð af
sama stofni eða jafnvel búið þau til.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
31