Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 19
TÖLVUSTÝRÐ LYFJASKÖMMTUN í 25 APÓTEKUM LYFJA & HEILSU UM LAND ALLT Eitt af apótekum Lyfja og heilsu. Lyf & heilsa hefur í samstarfi við Lyíjaver ehf. tekið upp tölvustýrða lyfjaskömmtun, fyrst íslenskra lyfsölufyrirtækja. Markmiðið með samstarfi fyrir- tækjanna er að auka þjónustu við þá aðila sem taka inn lyf að staðaldri og auka öryggi við lyijainntöku. Aukið öryggi, hagræði og sparnaður Þeir sem taka inn lyf að staðaldri, eða þeir sem annast þá, hafa margir hverjir þurft að skammta lyfin sjálfir. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar, til að mynda hafa lyf verið handtalin ofan í skömmtunarbox, en því hefur fylgt hætta á ruglingi auk þess sem það er tímafrekt. Einnig hafa verið dæmi um tvískömmtun, þ.e. að not- andi taki inn tvöfaldan skammt þegar um samheitalyf er að ræða. Hér eftir verða þessi vandamál úr sögunni en tölvustýrð lyfjaskömmtun er örugg- asta aðferð við skömmtun lyija sem völ er á. Boðið verður upp á þessa þjónustu í 25 apótekum Lyija & heilsu um land allt en það er tæplega helmingur allra apóteka á landinu. Allir þeir sem nota lyf að staðaldri eiga því auðvelt með að nýta sér þessa þjónustu. Að sögn Jóns Þórðarsonar lyfsöluleyfishafa í Lyijum & heilsu i Mjódd hafa ijöl- margir einstaklingar sýnt þjónustunni áhuga. „Nú þegar er byrjað að skammta lyf fyrir þó nokkra aðila. Ég hvet alla sem telja að þessi þjónusta henti sér eða aðstandendum sínum til að koma við í næsta Lyf & heilsu apóteki og afla sér frekari upplýs- inga.” Þorbjörg Ingólfsdóttir hefur notað lyf gegn kvíða í mörg ár og tekur einnig inn hjartalyf. Hún er nýorðin sextug og er 75% öryrki. Þorbjörg tók þjónustunni fegins hendi og líkar mjög vel. „Mér finnst þetta frábært. Ég var áður með fimm lyijakassa, einn fyrir hverja viku, og tók allt til sjálf. Þetta er mjög þægilegt og sparar óneitanlega tíma. Aðalbótin er þó sú að nú eru lyfin tekin til fyrir mig og ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur.” En það er fleira en tímasparnaður sem Þorbjörg telur mikilvæga kosti við tölvustýrða lyijaskömmtun. „Það var oft stærsti þröskuldurinn að koma sér að verki og finna ró og næði til að taka til lyfin. Ég á mörg barnabörn og gerði þetta aldrei þegar þau voru hér því að maður vill ekki hafa lyf í kringum börn. Bóndi minn hjálpaði mér oft við að taka til lyfin og var það honum náttúrulega ljúft, en nú þarf hann þess ekki lengur. Þannig að þetta sparar áhyggjur og umhugsun fyrir alla.” Þorbjörg segir skömmtunina hafa gengið prýðisvel fyrir sig og að þjón- usta Lyíja & heilsu hafi verið góð. „Ég mæli með því fyrir fólk sem þarf að taka eitthvert magn af lyfjum að það notfæri sér svona skömmtun. Ég tel að þessu fylgi öryggi og áreiðan- leiki í meðferð,” segir Þorbjörg að lokum. í apótekum Lyfja & heilsu er hægt að fá allar nánari upplýsingar um hina nýju þjónustu. Hægt er að fá skammtana senda heim eða sækja þá í lyfjaverslanir Lyfja & heilsu, tveggja eða fjögurra vikna skammta í senn. S.Þ.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.