Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 10
FRAMKVÆMDA- SJÓÐUR FATLAÐRA r fyrsta tölublaði Fréttabréfsins á þessu ári rakti ég nokkuð tilurð Framkvæmdasjóðs fatlaðra og hryggilega meðferð hans á undan- gengnum árum. Aðeins til upp- riíjunar það eitt nú, að þegar sjóðn- um var hleypt af stokkununi í árs- byrjun 1980 var í löggjöf vel fyrir föstum tekjustofni hans séð, þar sem voru tekjur Erfðaijársjóðs og seinna í lagasetningu hert enn frekar á og lögfest ákvæði um óskertar tekjur þess sjóðs beint í Framkvæmdasjóð. A hitt ber einnig að rninna að þessu til viðbótar var reiknað með árlegu framlagi til sjóðsins úr ríkissjóði. Þar var í litlu við staðið, en þeim mun fastar héldu samtök fatlaðra sig við hinn fasta lögbundna tekjustofn, sem löggjafinn hefur þó skert svo rækilega að síðasta gildisár tekju- stofnsins var einungis skilað innan við 40% hans í Framkvæmdasjóð. Jólagjöfin til fatlaðra um síðustu jól var svo afnám lagaákvæðisins um tekjur Erfðaíjársjóðs, enda sögðu menn þar á bæ að forysta fatl- aðra hlyti að vera sátt þar við, miðað við það að aldrei að undanförnu hefði við lagaákvæðið verið staðið og ekki orð rneir um þá djúphugs- uðu speki. En með afnámi lagaákvæðisins var líka lokað fyrir það fé sem fengist hafði þó að undanförnu úr Erfðaljár- sjóði, þrátt fyrir skerðingarákvæði, og tilkomið var vegna arfs sem ekki féll til neinna lögerfingja, heldur rann beint í Erfðaljársjóð. Um það munaði vissulega fyrir hart leikinn Framkvæmdasjóð fatlaðra, því þess- ar ijárupphæðir sem þannig fengust hlupu á tugum milljóna. Fram- kvæmdasjóður fatlaðra fær því nú aðeins hið skammtaða og niður- skorna framlag á ljárlögum ár hvert (235 milljónir nú í ár) og nú er ljóst að fjárheimild sjóðsins til þess ein- vörðungu að standa við skuldbind- ingar og þegar hafnar bráðbrýnar framkvæmdir er hvergi nærri nægi- leg og ef fer sem horfir um framlag næsta árs þá verður ljárvöntunin tæpast minni en 150 milljónir og er þá aðeins reiknað með einu nýju sambýli og einni nýrri skammtíma- vistun sem er ekki beysið miðað við hina miklu þörf. Viðhaldsliðurinn er eðlilega orð- inn hár og viðhaldsþörfin varlega áætluð um þriðjungur af þeim 235 milljónum sem sagt er að lagðar verði til sjóðsins í fjárlagafrumvarpi og síðan koma til skylduverkefni eins og styrkir til náms og tækja- kaupa, til lagfæringar aðgengis, styrkir til félagslegra íbúða að ógleymdu framlagi til skuldbindinga vegna samninga ráðuneytisins við sveitarfélögin svo og vegna rekstrar sjóðsins, en Framkvæmdasjóður greiðir laun og annan kostnað starfs- Jólagjöfin til fatlaðra um síðustu jól var svo afnám lagaákvæð- isins um tekjur Erfðafjársjóðs, enda sögðu menn þar á bœ að forysta fatlaðra hlvti að vera sátt þar við, miðað við það að aldrei að undanförnu hefði við lagaákvœðið verið staðið og ekki orð meir um þá djúphugsuðu speki. manns, sem í reynd er starfsmaður ráðuneytisins. Ekki er því að neita að félagasamtökum sem eru að byggja upp í þágu fatlaðra hefur verið naurnt skammtað á liðnum árum svo undirrituðum hefur oft blöskrað svo, að hann hefur á stundum verið að hugsa um að hætta þátttöku í stjórn- arnefnd sakir þeirra smámuna sem þessum þörfu framkvæmdum hefur verið úthlutað. Nú sér þar hvergi til nokkurs lands um framlög og er það í raun skelfilegt, að ekki sé unnt að koma til móts við þau félög sem þannig leggja sjálf mikla ljármuni inn í málaflokkinn og lögboðin skylda sjóðsins er að styrkja. Aðeins skal svo hér nú sagt frá ráðstöfun ljár þessa árs, en þar fer meira en helmingur fjárheimilda til tveggja verkefna, sambýla í Reykjavík og Hafnarfirði, alls um 150 milljónir og þar er þó aðeins verið að leysa knýjandi þörf 10 ein- staklinga. (Rétt í framhjáhlaupi að geta þess að sambýlin eru byggð á vegurn Framkvæmdasýslu ríkisins og lúta þar ströngu aðhaldi!). Ljóst er að óhjákvæmilegt viðhald verður milli 40 og 50 milljónir og er þó Hvatt til dáða. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.