Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 35
Metþátttaka á sumarmóti Norrænu geðhjálparsamtakanna að Laugarvatni Metþátttaka var á sumarmóti NFSMH (Nordisk För- ening för Social och Mental Hálsa) sem hald- ið var að Laugarvatni í blíðskaparveðri vikuna 25. júní til 1. júlí. Var mótið sett á mánudeg- inum síðdegis og var það Sigursteinn Másson ný- kosinn formaður Geð- hjálpar sem setti það. Alls voru það 106 þátt- takendur frá öllum 7 aðildarlöndunum. Þau félög sem standa að NFSMH eru Geð- hjálp- íslandi, Sinnis- bati- Færeyjum, Mental Helse- Noregi, RFSMH- Svíþjóð, FSSC- Álands- eyjum, MTK.L- Finn- landi og Sind- Dan- mörku. Vorum við 12 íslend- ingarnir frá Geðhjálp á mótinu. Á dagskránni voru fræðslu- og skoð- unarferðir, blakkeppni, kvöldvökur og ekki síst félagsleg samvera. Þarna gafst fólki tækifæri til að bera saman bækur sínar, kynnast og skiptast á skoðunum. Fræðsluerindi komu frá Geðræktinni og voru það Héðinn Unnsteins- son og Elín Ebba Ás- mundsdóttir sem héldu þau og svo frá Rauða krossi íslands en Guð- björg Sveinsdóttir fræddi mótsgesti um Vin -at- hvarf RKÍ fyrir geðfatl- aða. Farið var í ferðir um Suðurland og helstu náttúru- perlurnar þar skoðaðar. Einnig var Sögusetrið að Hvolsvelli skoðað undir leiðsögn séra Gunnars Björnssonar og fór hann síðan með hópinn að Hlíðarenda. henni liðinni fræddi hann gesti um sögu staðarins. Blakkeppni var haldin og urðu það Danir sem unnu gullbikarinn í þetta sinn. Við íslendingar unnum okkar fyrsta leik en töpuðum svo fyrir Finnum og vorum því úr leik. Þó skal taka fram að tveir íslendinganna léku í danska liðinu til sigurs, en lána mátti milli landa. Kvöldvökur voru haldnar flest kvöldin og sáu fulltrúar hvers lands um eina kvöldvöku. Var mikið um söng en einnig upplestur eigin verka og ljóða. Aðstaðan á Hótel Eddu, Menntaskólanum að Laugarvatni, var öll hin besta, hótelstjórinn og starfsfólk einstaklega ljúft og vildi allt fyrir okkur gera. Maturinn mjög góður enda ineist- ari þar að verki. Haldinn var hátíðarkvöldverður með ræðuhöldum og síð- an var ball til klukkan 01:00. Þar þökkuðu er- lendu þátttakendurnir fyrir sig. Voru þeir upp til hópa mjög ánægðir með mótið og fegurð hinnar íslensku náttúru. Mótsstjóri var Björg Haraldsdóttir og hafði hún Ingibjörgu Gunn- laugsdóttur úr Geðhjálp sér til aðstoðar. Þökkum við þeim kærlega. Næsta mót verður haldið í ágúst 2002 á Jótlandi, Danmörku og er það Sind sem heldur það. Erum við staðráðin í að mæta þar og kannski, hver veit koma heim með gullbikarinn ! Fyrir hönd islenska hópsins, Kristján Jón og Rebekka Bjarnadóttir. Hópmynd NFSMH: Þátttakendur á sumarmóti NFSMH 2001 á Laugarvatni. Blak: íslenska blakliðið tilbúið í slaginn. Matur er mannsins megin: Bjarni R., Sigurður V., Sigurjón, Gísli og Ingibjörg. Ferð í Bláa lónið var einnig á dagskránni og áttu hinir norrænu gestir varla til orð yfir þeim stað. Einnig var Árbæjarsafn skoðað svo og farið að Skálholti þar sem sóknarpresturinn séra Egill Hall- grímsson hélt stutta helgistund. Að FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.