Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 15
stórum erlendum samtökum, Norr- ænu endurhæfingarsamtökunum (Nordisk Förening för Rehabiliter- ing) og Alþjóða endurhæfingarsam- tökunum (Rehabilitation Internation- al). Ég var ritari NFR þegar ísland hafði forystuna og sótti fundi og ráð- stefnur út af því og ennfremur voru haldnir fundir og ráðstefnur hér- lendis. Þá var ég fulltrúi íslands í Evrópudeild RI frá 1989 til 1998. Tók við því starfi af Sigríði systur minni en hún tók við því við fráfall Guðmundar Löve. Árið 1975 fund- uðu þessir fulltrúar hér á Islandi og aftur 1995 að mig minnir. Fundirnir voru haldnir til skiptis í löndunum og ég verð að segja það að þessir koll- egar mínir frá hinum ýmsu löndum eru skemmtilegustu útlendingar sem ég hef verið samtíða. Sumir höfðu verið alveg frá upphafi kynna minna af þessu starfi en svo komu nýir í skörðin þegar skipt var um. Fund- urinn sem ég sá um 1995 var í maí og við fórum í ferðalag austur yfir ijall. Að sjálfsögðu rigndi og þokan hékk í fallegu fjöllunum okkar niður í miðj- ar hlíðar og það voru snjóskaflar á Mosfellsheiði. Ég sagði við þessa ágætu vini mina að ég vildi óska þess að það væri júlí og allt væri orðið grænt og yndislegt en þá sagði einn útlendingurinn: “En þá hefðum við ekki séð snjóinn”! Svona er þetta. Fólk er ekki endi- lega að koma til að vera í veðurblíðu heldur til þess að sjá sérkenni þessa Hólma sem hangir hér norður í Dumbshafi! Aðventuhátíð fatlaðra Við tókum upp þann sið hjá Ör- yrkjabandalaginu að gefa jólatré til byggðarlaga sem höfðu unnið vel að málefnum fatlaðra. Framkvæmda- stjórn mætti á staðinn, það voru flutt stutt ávörp og kveikt á trénu. Við kölluðum þennan gjörning “Kveikj- um ljós”. Þetta var svona jákvætt átak sem byrjaði eftir leiðindaumræðurnar um sambýli einhverfra á Seltjarnarnes- inu. Þetta voru skemmtilegar ferðir og við bundumst traustari böndum við samstarfsfólk okkar í hinum ýmsu byggðarlögum. Samstarf við fjölmargt ágœtisfólk Ekki get ég hætt svo við endur- minningar mínar að ég minnist ekki þeirra mörgu ágætu karla og kvenna sem ég hef starfað með. Framan af árum var skipt um formann Öryrkja- bandalagsins á tveggja ára fresti. Það hafði þann ókost að þegar formaður var kominn vel inn í málin hætti hann og annar tók við. Síðan var lögum bandalagsins breytt þannig að for- maður gat setið lengur. Allir þeir for- menn sem ég vann með voru úrvals- fólk svo og þeir ijölmörgu stjórnar- menn sem ég vann með. Það var svo margt fróðlegt og skemmtilegt sem við gerðum; sumt heppnaðist vel, annað ekki eins og gengur. M.a. var samin stefnuskrá fyrir bandalagið. Það var einstaklega skemmtileg vinna. Óteljandi lagafrumvörp feng- um við til umsagnar og margir fundir bæði smáir og stórir voru haldnir um hin ýmsu mál. Við mættum til ýmissa þingnefnda og við héldum baráttu- og mótmælafundi þegar það átti við. Ég minnist ferða niður í Alþingi með Ástu Þorsteinsdóttur, formanni Þroskahjálpar, þar sem við stund- uðum svokallaðan “lobbyisma”, töl- uðum við þingmenn og reyndum að fá orðið “fatlaður” tekið upp í upp- talningu í stjórnarskránni. Við höfð- um ekki erindi sem erfiði en þetta var lærdómsríkt. Árið 1991 misstum við okkar ágæta foringja frá upphafi vega, Odd Ólafs- son. Með honum fór sá maður sem mest og best studdi öryrkja alla tíð, sá maður sem við öll áttum að yfir- manni og vini. Hlerað í hornum Dóttirin við móðurina: “Ég hefi verið að rífast við kærastann minn í dag. Hann vill ekkert gefa eftir og heldur fast við sitt. Hvort okkar finnst þér að eigi að láta undan?” Móðirin: “Þú, þangað til þið giftist, en hann eftir það”. Það var úti í henni Ameríku og fast- eignasalinn sagði konunni að hann væri með tvö hús til sölu á landa- mærum Bandaríkjanna og Kanada, aðeins nokkrir metrar á milli, annað í Kanada, hitt í Bandaríkjunum. Spurningin hvort þau vildu heldur hjónin. Þá sagði maðurinn: “Það er nú fljótsagt. Auðvitað tek ég húsið í Bandaríkjunum, það er svo miklu kaldara í Kanada”. Það er mikil gæfa að eiga gott sam- starfsfólk. Þeirrar gæfu hef ég notið í ríkum mæli. Andinn hjá okkur á skrifstofunni var að mínum dómi al- veg einstakur. Við hlógum og grétum saman og tókum þátt í lífi hvers ann- ars. Á svona vinnustað verður maður líka að geta séð spaugilegu hliðarnar og það gátum við án þess nokkru sinni að særa eða lítillækka aðra. Ég hafði ákveðið að þegar ég léti af störfum skyldi það vera a) að vorlagi, b) áður en ég yrði 70 ára og c) áður en allir segðu “ætlar hún aldrei að hætta”! Ég stóð við þetta allt saman og lét af störfum vorið 1998. Ég hélt áfram að lesa Fréttabréfið með Helga Seljan inn á snældur fyrir blinda en það höfum við gert frá upphafi út- komu blaðsins og ég er í stjórn Sjóðs Odds Ólafssonar svo að ég er ekki al- veg skilin við garðana í gröf. Ég tel mig lánsama manneskju að hafa unnið öll þessi ár í þessum málaflokki og þolað þar súrt og sætt með öllum hinum sem starfa þar líka. Það verður alltaf til fólk sem þarf að hlúa að. Ég vil enda þessar endur- minningar mínar með ljóðlínum sem ég hóf með grein sem ég ritaði í Morgunblaðið á ári fatlaðra: Réttu mér hönd þína. Eg held við eigitm samleið. Ekki aðeins þetta ár heldur svo mörg önnur sem munu hverfa í rás tímans. Ásgerður Ingimarsdóttir. Það var hálfum mánuði eftir jarðar- förina að Lars kom til ekkjunnar Stínu og spurði hana hvort þau ættu nú bara ekki að rugla saman reytum sínum. Þá sagði Stína vandræðaleg: “Ekkert hefði verið mér kærara, Lars minn, en af hverju nefndirðu þetta ekki fyrr. Ég lofaði honum Marteini líkkistusmið að giftast honum þegar hann var að taka málið af honum Jóni mínum”. Björn gamli klækjarefur kom fyrir rétt hjá sýslumanni en hreppstjóri hans var réttarvitni. Þegar Björn er kallaður fyrir rýkur hreppstjóri á fætur og segir: “Ég vil láta hann Björn greina dálítið greiðlega frá málavöxtum svo honum gefist síður tími til að ljúga í eyðurnar”. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.