Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 28
Reynsla mín af námi við bandarískan háskóla Birkir Rúnar Gunnarsson fæcldist árið 1977. Hann stundaói nám i Laugarnes- og Alftamýrarskóla og iauk þaðan samrœmdum prófum áirið 1993. Þá um haustiö hóf liann nám í Verslunarskólanum og útskrif- aðistþaðan vorið 1997. Hann stundaði nám í tölvunarfrœði við Háskóla íslands veturinn 1997 - 1998. Haustið eftir lióf hann nám við Yale háskóla, New Haven, Connecticut, u.þ.h. klukkutíma akstur frá New York. Hann hyggst Ijúka námi í tölvunarfrœði og hagfrœði nœsta vor. Sumarió 2000 vann Itaitn hjá Kaupþingi en ísumar hefur Itann starfað hjá Microsoft-fyrirtœkinu í Bandaríkjunum. Þegar framkvæmda- Btjóri Öryrkjabanda- lags íslands bað mig um að skrifa grein um reynslu mína af námi í Bandaríkjunum fannst mér það hið minnsta mál. Hins vegar þegar ég áttaði mig á því að ég hafði einungis um 5 til 6 blaðsíður til þess að skrifa greinina kom babb í bátinn. Eg gæti skrifað 300 blaðsíðna bók um síðustu 3 árin, þar sem ótrúlega margt hefur gerst á þeim tíma. Sem betur fer áttaði ég mig þó á því að mest af því er persónulegs eðlis og ég þarf að ná a.m.k. 65 ára aldri áður en ég fer að velta ævisagna- gerð fyrir mér. Því hef ég ákveðið að skrifa greinina fyrir fólk sem hefur áhuga á námi á háskólastigi og er að hugsa um nám í Banda- ríkjunum sem einn valkost en einnig ætla ég að bæta við nokkrum ráðum sem gætu reynst vel í hvaða háskóla sem er. Til að gera greinina aðgengilegri fyrir þá oíurhuga sem leggja út í lesturinn hef ég skipt henni upp í nokkra undirflokka sem fjalla um afmarkaðan hluta háskólalífsins, s.s. námið, félagslíf, atvinnu- möguleika, almenn ráð og afleiðingar þess að leita út fyrir landsteinana. Birkir Rúnar Gunnarsson Hvað er handarískur háskóli? Þó svo ég vilji alls ekki hefja tungumálakennslu, allra síst undir fölsku flaggi, verð ég að setja fram nokkrar skilgreining- ar á bandaríska námskerf- inu. Það sem Bandaríkja- menn kalla high-school er skóli sem fellur að hluta til undir grunnskóla og að hluta til undir framhalds- skóla innan íslenska kerf- isins. Hins vegar er það sem þeir kalla college, skóli, sem á íslandi myndi samsvara síðasta árinu í framhaldsskóla auk há- skólanáms upp að BS eða BA gráðu hérlendis. Þetta er svo gert enn flóknara með hugtakinu university en það er víðtækara hugtak yfir college og er notað um stofnanir þar sem fólk getur lagt stund á masters- og doktorsnám, þ.e.a.s. nám umfram BS eða BA gráðu. Þó eru reglurnar einfaldar. Til þess að kom- ast í háskóla þar þarf stúd- entspróf frá íslenskum framhaldsskóla. Það fer svo eftir skólum hvort hluti framhaldsskólanámsins sé metinn eða ekki en algeng- ast er þó að námið sé ekki metið vegna þess hversu erfitt er að samræma ein- kunnirnar því kerfi sem notað er í Bandaríkjunum. Námið Háskólakerfi þeirra Bandaríkjamanna svipar að mörgu leyti til íjölbrauta- kerfisins á Islandi. Til þess að hljóta BS gráðu þarf að ljúka ákveðnum íjölda grunneininga auk þess sem ákveðinn lágmarksijöldi valeininga þarf að vera til staðar. T.d. þarf að taka 8 grunnkúrsa í Yale háskól- anum til þess að ljúka kjarnanum fyrir BS gráðu en þar að auki þarf að taka 4 kúrsa til þess að geta fengið gráðuna. En þar með er ekki öll sagan sögð. Það þarf nefnilega að ljúka ákveðnum heildarfjölda eininga til þess að geta út- skrifast úr skólanum (svip- að og 140 eininga kvótinn hérlendis). Venjulega þarf 90 einingar til þess að geta útskrifast úr bandarískum skólum en hver kúrs gefur 2 til 4 einingar eftir erfið- leikastigi og öðrum þátt- um. Þetta er mjög ólíkt Háskóla Islands þar sem nemendur eyða mestum hluta 3ja ára náms í nám á mjög afmörkuðu sviði og útskýrir einnig af hverju það tekur 4 ár að fá sam- svarandi gráðu vestanhafs. Þetta fyrirkomulag hefur nokkra umtalsverða kosti í for með sér: 1. Nemandinn fær tæki- færi til þess að læra fög sem hann hefur alltaf lang- að til þess að taka en aldrei haft tíma til, t.d. forn- leifafræði, arabísku eða vínsmökkun. 2. Ef nemandinn kemst nú e.t.v. að því eftir 2 ár að tölvufræði sé ekki rétta námið fyrir hann er alls ekki of seint að skipta yfir í eitthvað allt annað. 3. Það er auðvelt að ná sér í BS eða BA gráðu í a.m.k. tveimur mismun- andi fogum sem getur verið mjög gott þegar atvinnu-og launamál eru annars vegar. T.d. ákvað ég að taka gráð- ur bæði í tölvunarfræði og hagfræði með áherslu á hlutabréfaviðskipti sem gefur mjög góða atvinnu- möguleika, en einnig væri sniðugt að fá gráður í bók- menntum og ákveðnu tungumáli, t.d. japönsku til þess að geta sérhæft sig. Fyrir suma er þetta þó ekki gott fyrirkomulag, sérstaklega fyrir þá sem vita hvað þeir vilja og hafa engan áhuga á að læra neitt annað. Þó má benda á að boðið er upp á tugi val- kúrsa í hverju grunnfagi svo að viðkomandi getur notað þá til að sérhæfa sig innan síns fags í stað þess að taka kúrsa utan þess. Þess skal þó getið að ákveðinn íjöldi eininga skal takast utan grunnfags - en eigi skulum við nánar út í það fara. Að stærstum hluta finnst mér þetta stórsniðugt kerfi og sé alls ekki eftir því aukaári sem ég þarf að eyða í námið því eins og 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.