Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 12
Mánuðurinn sem varð að 28 árum Húsnæðismál og mannleg samskipti Geturðu ekki unnið hjá Ör- yrkjabandalaginu í einn mánuð svo hann Guð- mundur Löve komist í sumarfrí? Þessi orð sagði mín ágæta systir Sig- ríður við mig sumarið 1970 en hún sat í stjórn Öryrkjabandalagsins um árabil. Og ég sló til. Eg var annars í vinnu hjá Kvenfélagasambandi ís- lands tvo eftirmiðdaga í viku en þar var lokað júlímánuð svo að ég var á lausu fyrir utan heimilisstörfin! Eg mætti svo galvösk og Guð- mundur það einstaka ljúfmenni setti mig inn í störfin og svo fór hann í frí. Þetta gekk ágætlega. Ég man að Oddur Ólafsson kom einn dag á skrif- stofuna til þess að heilsa upp á mig og það fór afskaplega vel á með okkur. Hann sendi mig inn í Hátún að innheimta húsaleiguna og það voru mín fyrstu kynni af íbúum húsa Ör- yrkjabandalagsins sem ég átti eftir að eiga svo lengi samleið með. En það vissi ég ekki þá. Ég var minn mánuð og fór aftur á hinn vinnustaðinn og í ágúst var ég að vinna við norrænt húsmæðraorlof sem var á vegum KÍ. Það var haldið að Laugarvatni cg á leiðinni þangað skoðuðum við m.a. Reykjalund. Þar var Oddur, dró mig út í horn og spurði hvort ég gæti nú ekki komið aftur til þeirra og hjálpað til við undirbúning norrænnar endurhæfing- arráðstefnu sem halda átti á vegum ÖBÍ í september. Og aftur játaðist ég þeim Öryrkjabandalagsmönnum og vann við undirbúning ráðstefnunnar. Ég var nú eiginlega búin að fá upp í háls af norrænni samvinnu þegar þessu tvennu lauk en samt var það mjög gaman. Þegar frá leið fóru þeir Guðmundur og Oddur að bera víurnar í hvort ég væri ekki til í að koma alveg til Ör- yrkjabandalagsins og hætta hjá KÍ. Ég lagðist undir feld og hugsaði ráð mitt. Sannleikurinn var sá að mig langaði meira að vinna hjá ÖBÍ þótt hitt væri ágætt svo ég vann um tíma á báðum stöðum en frá áramótum Ásgerður Ingimarsdóttir 1970/71 hætti ég hjá KÍ og varð fast- ráðin hjá ÖBÍ, í fyrstu í 50% vinnu þar sem ég var með töluvert stórt heimili. Skrifstofa Öryrkjabandalagsins var fyrst til húsa á Bræðraborgarstignum hjá SÍBS en flutti um áramótin 70/71 inn í Hátún 10. Að vera á skrifstof- unni hjá ÖBÍ var engin hefðbundin skrifstofuvinna, það var svo margt sem þurfti að gera sem alls ekki tald- ist til slíkrar vinnu. Má þar fyrst nefna fyrirgreiðslu og samskipti við íbúa húsanna sem urðu þrjú í Há- túninu eins og kunnugt er. Fyrir utan að innheimta húsaleiguna þurfti að sinna svo mörgu öðru. Mannlegu samskiptin voru því margvísleg og íbúarnir að sjálfsögðu eins mismun- andi eins og þeir voru margir. Hús- verðir voru í hverju húsi en samt þurftum við oft að hafa afskipti af ýmsu þegar við vorum á staðnum. Ég minnist t.d. að oft þurfti ég að stilla til friðar á einni hæð þar sem bjuggu margir sérstakir karakterar sem samdi ekki alltof vel. Þá var ágætt að koma með dálitlum pilsaþyt en umfram allt að halda rósemi sinni og dæma ekki án þess að hafa aflað sér vitneskju frá öllum hliðum. En þau voru öll vinir mínir og þetta fólk var í raun hjálp- samt hvað við annað ef einhver lenti í verulegum raunum. En það er svo margt sem stundum vefst fyrir lítilmagnanum, jafnvel það að pakka fáeinum hlutum ofan í tösku til þess að geta farið í jólafrí. En þá pakkaði maður bara í töskuna og bað einhvern góðviljaðan að aðstoða við að hringja á leigubíl og ýta viðkom- andi af stað ef það var á þeim tima sem við vorum ekki á skrifstofunni. Það var mikil vinna kringum það þegar verið var að flytja inn í húsin alveg ný og rnargur sat á koffortinu sínu nærri því úti á götu þangað til íbúðin var tilbúin. Og ýmsir fluttu inn áður en t.d. gangarnir voru tilbúnir vegna húsnæðisvandræða. En það var afskaplega gaman að sýna fólki íbúðirnar nýjar og fínar. Og margt af þessu fólki hafði ábyggilega aldrei séð svona nýjar ibúðir hvað þá búið á slíkum stað. En að sjálfsögðu voru líka margir sem komu úr þokkalegu húsnæði. Hátún 10A var tekið í notkun 1972 og þangað flutti töluvert af gömlum berklasjúklingum sem sumir hverjir komu beint frá Reykjalundi þar sem þeir höfðu dvalist jafnvel árum saman. Þetta var upp til hópa afskaplega gott fólk og þægilegt í umgengni. Og margir voru himin- glaðir yfir að komast í eigin íbúð eftir að hafa dvalist svo lengi á stofnun þótt það væri á jafnágætri stofnun og Reykjalundi. Ég held ég verði að koma því að hér að þeir gömlu berklasjúklingar sem ég kynntist í gegnum starf mitt hjá ÖBÍ voru alveg einstakar manneskjur. Jákvæðar, glaðar og skemmtilegar og manni leið vel í návist þeirra. Margir höfðu gengið í gegnum mikil og alvarleg veikindi en virtust hafa komið út úr þeim sem heilsteyptir persónuleikar sem gáfu mikið af sér til annarra. Hátún 10B var tekið i notkun 1975. Það hafði gengið erfiðlega að fjár- magna byggingu þess húss og var brugðið á það ráð að fá Reykjavíkur- borg til þess að leggja fé í það gegn ráðstöfunarrétti á 24 íbúðum fyrir aldraða öryrkja. Síðan fékk Land- 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.