Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 69

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 69
KIRKJAN OG AÐGENGI FATLAÐRA Erindi flutt á málstofu á kirkjudögum á Jónsmessu 24. júní 2001 •• Oryrkjabandalag Islands og ís- lenska þjóðkirkjan hafa átt farsælt samstarf um margra ára skeið. Kirkjan hefur löngum stutt baráttu fatlaðra fyrir auknum mann- réttindum í íslensku þjóðfélagi. Öryrkjabandalagið metur þennan stuðning og væntir þess að hann verði báðum aðilum til gagns. Hvaö er aðgengi? Að undanförnu hafa menn gert sér grein fyrir því að aðgengi er margs konar: aðgengi hreyfihamlaðra að byggingum með því að ryðja úr vegi hindrunum annaðhvort með því að breyta þeim eða með nýjustu tækni; litasamsetning utan dyra og innan til þess að auðvelda sjónskertu fólki umferð um byggingar; greinilegar merkingar, litaandstæður til þess að afmarka þrep, hljóðmerki við dyr o.s.frv.; þá má nefna gott hljóðum- hverfi og hljóðmöskva fyrir heyrnar- skert fólk, táknmálstúlkun fyrir heyrnarlausa og texta á auðskildu máli fyrir þroskaheft fólk og heyrnar- laust. Þegar byggingar eru reistar er lang- oftast tekið tillit til þarfa hreyfi- hamlaðra og á þetta einnig við um kirkjur landsins. Menn hyllast þó enn til að hafa þrep vegna útlits og fornra hefða í stað þess að hafa skábrautir. Þegar verið var að leggja lokahönd á Hallgrímskirkju fyrir tæpum 20 árum varð nokkur umræða um aðgengi fatlaðra. Var þess þá eindregið óskað að kór kirkjunnar yrði gerður að- gengilegur. Ekki var orðið við því þá og þótti mörgum fötluðum einstakl- ingnum sér misboðið þegar þeir urðu að ganga til altaris fyrir neðan hið eiginlega altari. Nú skilst mér að ráð- in hafi verið bót á þessu. Hégóminn ífyrirrúmi Ennþá eru þó reistar byggingar sem eru gersamlega óaðgengilegar fólki sem er hreyfihamlað. Fyrir nokkru var ákveðið að reisa stafkirkju að norskri fyrirmynd úti í Vestmanna- eyjum. Efast ég um að hægt sé að ræða þar um fornminjar, hvað þá endurgerðar fornminjar. Þannig er gengið frá kirkjunni að upp nokkur þrep er að ganga að henni og í dyrum er tæplega hnéhár þröskuldur. Þegar ég spurði um þennan þröskuld var mér tjáð að þannig væri þetta í norsku stafkirkjunum og Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt, tjáði mér að hér væri um svo kallaða aursyllu að ræða sem væri hluti burðarvirkis hússins. En ég efast um að á norskum stafkirkjum frá því á miðöldum séu vatnsrennur og annar nútíma út- búnaður til þess að verja þær vatns- skemmdum. Slíkum búnaði hefur þá verið komið fyrir á síðustu öld. Fyrir mér verður þessi stafkirkja hálfgert skrípi, skrautverk ætlað sumum en ekki öllum, skrautgripur reistur í nafni trúarinnar en þjónar hlutverki hégómans, vottur um fagurt hand- bragð sem hefði getað glatt flest alla ef réttur hugur hefði fylgt. Aögengi að oröinu Þegar flett er upp orðinu aðgengi í orðabók Háskólans sem er nú að- gengileg á netinu, kemur í ljós að elsta prentaða dæmið sem finnst um orðið í heimildum orðabókarinnar er frá árinu 1983 þegar ritað var um að- gengi í tímaritið Sveitarstjórnamál. í nútíma samfélagi nær aðgengi engu síður til upplýsinga en bygginga og umhverfis. Orðið og boðskapurinn verður æ mikilvægari þáttur í lífi okkar. Hver og einn reynir að koma sínum boðskap á framfæri og neytir til þess allra bragða. Þannig er nú í æ ríkara mæli beitt alls kyns rnynd- miðlum til þess að fanga athygli neyt- andans. Ég minnist þess að í æsku minni var dreift ýmiss konar biblíumyndum og þótti okkur tals- verður fengur að þeim. Fagnaðar- erindið er einnig boðað í söngvum og er það vel. Með nútíma tækni getur kirkjan komið boðskap sínum á framfæri við nær hvern sem er. Ekki er óeðlilegt að miða framsetningu boðskaparins við mismunandi hópa eftir því sem við á. Hinir íhaldssömu fagurkerar sem lengstum hafa ráðið miklu innan kirkjunnar, kunna að vilja viðhalda ýmsu því sem fagurt er og gott, eins og Vilhjálmur Þ. Gíslason orðaði það og flestir geta með ýmsum hætti not- ið þess. Kirkjan verður einnig að gera ráð fýrir þeim sem ekki geta tileinkað sér boðskapinn vegna ýmiss konar aðstæðna. Allt efni, sem kirkjan gefur út, ætti þannig að vera aðgengilegt á tölvutæku formi þannig að hægt væri að meðhöndla textann eftir þörfum hvers og eins. Nú er Biblían komin á netið og þannig er hægt að gera hana aðgengilega þeim sem á annað borð geta lesið. Kirkjan þarf einnig að hafa þarfir ýmissa hópa í huga þegar fræðsluefni er gefið út, já, jafnvel þarfir einstaklinganna. í litlu samfé- Iagi eins og því íslenska skiptir hver maður meira máli en víðast hvar annars staðar. Einn maður með til- tekna fötlun á rétt á þjónustu engu síður en stór hópur fólks. Hér á landi er fámennur hópur blinds og heyrnar- lauss fólks sem verður að reiða sig á blindraletur eða lestur úr lófa. Sumir þessara einstaklinga þrá að heyra boðskap kirkjunnar. Mér varð hugsað til þess um daginn, þegar ég sendi fé- lagsmönnum Blindrafélagsins tölvu- póst með dagskrá kirkjudaganna, að væntanlega fengi sú kona, sem þráir Guðs orð hvað innilegast af þessum hópi, notið lítils af því sem þessi merkilega hátíð felur í sér. Hún nýtur hvorki sjónar né heyrnar. Snertingin er hennar skynjun. Hvers konar aðgengi verði í fyrirrúmi innan kirkjunnar Kirkjan þarf að marka sér sérstaka aðgengisstefnu. Hún getur nr. a. falist í eftirtöldum atriðum: FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.