Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 29
segir í kvæðinu: „...í skól- anum í skólanum er stund- um skemmtilegt að vera!” Þjónusta við fatlaða einstaklinga Ein af ástæðunum fyrir ákvörðun minni að leita náms erlendis var óánægja mín með skipulag og skort á þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga í H.í. Það má vel vera að það sama gildi um aðra fötl- unarflokka og kæmi mér það ekki á óvart en ég veit þó ekki mikið um þau mál og vil ekkert fullyrða þar um. Þar sem ég hef lagt stund á nám er þjónustan til fyr- irmyndar, enda hefur skól- inn úr mun meiri íjármun- um að spila en háskólar á íslandi. Ef ekki er hægt að fá bækur á snældum eða á rafrænu formi ræður skrif- stofan sem hefur með þessi mál að gera lesara úr hópi nemenda og í verstu tilfell- um fólk í masters námi til þess að hjálpa viðkomandi ákveðinn tímaijölda á viku. Einnig er samnemendum boðið að fá borgað fyrir að taka góðar glósur í fyrir- lestrum ef það hjálpar o.s.frv. Sumt af þessari þjónustu er til staðar í H.í. en aðalmunurinn felst þó í almennri þjónustu við nemendur. I byrjun hvers kúrs í bandarískum háskóla fá nemendur námsáætlun með öllum fyrirlestrum, dagsetningum og yfir hvaða efni verður farið í hverjum fyrirlestri. Þetta hjálpar einstaklega mikið til þegar skipuleggja þarf öflun námsefnis. T.d. væri hægt að sjá strax að farið verður í fall Rómarveldis í fyrirlestrum 20. og 22. nóvember og því liggur ekki eins mikið á að panta þá bók og bók um annað efni sem farið verður í í byrjun október. Einnig er hægt að skanna efni í þeirri röð sem farið verður í það og sleppa þeim köflum sem ekki er farið í eða eru ítarefni, ef þörf krefur. Þetta er þó bara byrjunin. Prófessorar vestanhafs eru í nær öllum tilfellum ráðnir í fullt starf og eru því til taks fyrir nemendur, þeir hafa almenna viðtals- tíma og auðvelt er að ná í þá í gegnum tölvupóst. Auk þess eru dæmatíma- kennarar fyrir hvert fag sem, auk dæmatímakennsl- unnar sjálfrar, hafa viðtals- tíma a.m.k. 2 klukkutíma á viku og eru þá til staðar til þess að leiðbeina nemend- um með heimadæmi sem illa gengur að leysa. Til viðbótar þessu eru sérstakir ráðgjafar til staðar að hjálpa til við ritgerðasmíði og leiðbeina fólki með rannsóknarverkefni og fleira. Þegar allir þessir þættir koma saman og þeir eru allir nýttir eru fatlaðir nemendur afar vel settir og hafa góða möguleika á að standa sig vel. Þeir þurfa kannski að leggja aðeins harðar að sér en hinn almenni nemandi en af minni reynslu að dæma er þetta vel gerlegt. Það myndi t.d. stórbæta há- skólanám hérlendis ef slíkar námsáætlanir væru búnar til, bæði fyrir al- menna nemendur og þó ekki síst fyrir fatlaða og aðra sem þurfa á einhverri aðstoð að halda. Hjálpartæki Bandarískir háskólar út- vega hjálpartæki upp að vissu marki. Þeir kaupa þau forrit sem nemendur þurfa á að halda og hafa auk þess flestir tæki sem geta nýst mörgum nemend- um svo sem blindraleturs- prentara, prentara sem býr til upphleyptar myndir o. s. frv. Þeir sjá hins vegar ekki um kaup á mjög dýrum hjálpartækjum eins og blindraskjáum. Stóru skól- arnir leysa þetta með því að kaupa einn blindralet- ursskjá og koma upp tölvu- veri með tölvum, skjáfor- ritum og prenturum þar sem blindir nemendur geta komið og stundað heima- nám sitt. Fyrir utan skólana er hægt að sækja um að- stoð frá ýmsum stofnunum og fylkisskrifstofum um málefni fatlaðra eins og gengur og gerist á íslandi en mig skortir þekkingu á þessu fyrirkomulagi. Skól- arnir leggja meira upp úr forritum og mannafla en dýrum hjálpartækjum. Þess er rétt að geta að Sjónstöð Islands útvegaði mér blindraletursskjá og litla tölvu sem ég nota til að skrifa glósur. Búseta og félagslíf Olíkt því sem gerist á íslandi býr mikill meiri- hluti nemenda á heimavist og þeir sem gera það ekki búa venjulega í næsta nágrenni við skólann. Jafn- vel fólk sem á íjölskyldu í sömu borg flytur í flestum tilfellum inn á heimavist og margir skólar skylda nemendur til að búa á heimavist fyrstu 2 árin. Þetta skapar hið besta fé- lagslíf og er venjulega í boði óteljandi fjöldi klúbba, hljómsveita, íþróttaliða, leiklistarfélaga og annars menningarlífs svo að ekki sé minnst á villt teiti á föstudags- og laugardagskvöldum sem ég mun af ýmsum ástæðum ekki fjalla um hér en læt nægja að segja að sjón sé sögu ríkari. Flestir nem- endur borða í matsölum og gert er ráð fyrir því. Þetta er að mörgu leyti hentugt þó maturinn sé langt frá því að vera fyrsta flokks. En á hinn bóginn hafa „business menn” áttað sig á þessari staðreynd og því Þar sem ég hef lagt stund á nám er þjónustan til fyrirmyndar, enda hefur skólinn úr mun meiri jjár- munum að spila en háskólar á Islandi. Ef ekki er hægt að fá bœkur á snœldum eða á rafrænu formi ræður skrifstofan sem hefur með þessi mál að gera lesara úr hópi nemanda og í verstu tilfellum fólk í masters námi tilþess að hjálpa viðkomandi ákveðinn tímajjölda á viku. Einnig er samnemendum boðið að fá borgað fyrir að taka góðar glósur í fyrirlestrum ef það hjálpar o.s.frv. Sumt af þessari þjónustu er til staðar í H.í. en aðalmunurinn felst þó í almennri þjónustu við nemendur. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.