Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.2001, Blaðsíða 54
BUSETA
Samstarf við íbúa og aðstandendur
hjá Styrktarfélagi vangefinna
Þetta eru 4 af 5 íbúum sem búa í sambýlinu í Lálandi.
Þarfir þeirra sem búa á sam-
býlum eru oft ólíkar. Þeir búa
stundum of margir saman og
hafa ekki val um með hverjum þeir
búa. Erfitt getur verið að taka fullt
tillit til þarfa hvers og eins. Reglur,
boð og bönn taka mið af þeim hópi
sem býr saman. Heimilin verða þess
vegna oft stofnanamiðuð. Til að
sporna við þessu þarf innra starfið á
sambýlunum að vera í stöðugri endur-
skoðun. Þannig lærum við af mis-
tökum og föllum vonandi sjaldnar í þá
gryiju að taka ekki nægilegt tillit til
einstaklingsbundinna þarfa íbúanna
eða óska aðstandenda þeirra.
Það getur verið vandasamt að velja
búsetu fyrir fatlaðan einstakling, sér-
staklega þegar hann getur ekki tjáð
sig sjálfur. Við vitum ekki alltaf hvað
er best. Oft fara hugmyndir foreldra,
starfsfólks og einstaklingsins ekki
saman um hvað sé heppilegast. Ein-
staklingurinn sjálfur vill kannski búa í
séríbúð á meðan foreldrarnir óska eft-
ir því að hann flytji á hefðbundið 4-6
manna sambýli eða öfugt. Foreldrar
óttast stundum að börn þeirra ein-
angrist félagslega ef þau flytja í sér-
íbúðir eða fái ekki viðeigandi þjón-
ustu. Hinn fatlaði áttar sig stundum
ekki á ábyrgðinni sem felst í því að
búa einn eða hvað samstarfið við
starfsfólk útheimtir af honum.
Við erum ólík í umgengni, venjum
og verðmætamati. Við leggjum mis-
mikið upp úr því að rækta samband
við ættingja og vini, höfum ólíkan
matarsmekk, ólíkan fatastíl og förum
misvel með peninga svo að eitthvað
sé nefnt. Þegar fatlaður einstaklingur
flytur á sambýli taka nýir aðilar -
starfsfólk sambýlisins - við af því
sem foreldrar eða aðstandendur sáu
áður um. Viðmið foreldra og starfs-
fólks eru stundum ólík í þessum efn-
um og þegar svo er getur skapast
óánægja. Þess vegna skiptir náið sam-
starf höfuðmáli. Hreinskilni verður að
ríkja í samskiptum forstöðufólks,
ráðgjafa og aðstandenda. Traust skipt-
ir hér miklu máli og það tekur oft
ákveðinn tíma að finna hinn gullna
meðalveg. Foreldrar eru helstu
öryggis- og stuðningsaðilar barna
sinna og verða það áfram fram á full-
orðinsárin. Fjölskyldan er stór þáttur í
lífi okkar flestra og það breytist ekki
þó að fólk fullorðnist og flytji að
heiman. Hlutverkin breytast hins veg-
ar og ekki má gleyma að virða skoð-
anir íbúans sjálfs og að hann geti sett
afskiptum annarra takmörk.
Starfsfólk Styrktarfélags vangef-
inna hefur mikla reynslu og á mörg-
um sambýlum félagsins er starfs-
mannahald stöðugt. Undanfarin ár
hefur félagið boðið upp á fræðslu,
ráðgjöf og handleiðslu fyrir starfsfólk
og þannig reynt að hvetja það til að
vera vakandi fyrir þörfum íbúanna.
r
Ivor var ákveðið að skoða betur
aðstæður á heimilum Styrktar-
félagsins, ekki síst hvernig íbúum á
sambýlum þess líður og hversu miklu
þeim finnst þeir ráða um líf sitt þegar
upp er staðið. Þessi vinna er hafin
með viðtölum við íbúa og aðstand-
endur þeirra. Mat er lagt á það í
hverju tilviki hvort betra sé að ræða
við aðila saman eða hvora í sínu lagi.
Á þessum fundum gefst öllum tæki-
færi til að tjá sig um þjónustuna -
bæði hvað sé í góðu lagi og hvað megi
betur fara. Komið hefur í ljós að það
eru alltaf einhverjir þættir sem þarf að
huga að. Stundum vilja íbúarnir flytja
eða foreldrarnir óska eftir
breytingum. Oft þarf að huga að
vinnutilboðum, tómstundum, umönn-
un, peningamálum, sumarleyfum eða
samskiptunum við fjölskyldu og vini
svo að fátt eitt sé nefnt. Þetta sýnir
hversu mikilvægt það er að vera í
samskiptum við aðstandendur. Mikil-
vægt er að fylgt sé eftir þeim ábend-
ingum og ákvörðunum sem fram
koma í viðtalinu. Þá reynir á upplýs-
ingaflæðið innan Styrktarfélagsins og
viljann til að framkvæma. Starfs-
manni sem líður vel í vinnunni geng-
ur betur en ella að halda uppi góðum
heimilisbrag og samstarfi við íbúa og
aðstandendur.
Þessi viðtöl eru stutt komin. Mik-
ilvægt er hins vegar að þeim verði
haldið áfram og þau verði að föstum
lið í starfsemi Styrktarfélagsins. Ætl-
unin er að viðtöl af þessu tagi fari í
framtíðinni fram á hverju ári. Það ætti
að hjálpa okkur að fá gleggri mynd af
því hvernig við getum betur komið til
móts við þarfir íbúanna og aðstand-
enda þeirra.
Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri
María Jónsdóttir, félagsráðgjafi.
54