Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 50

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Side 50
Þegar skoðað er hvers konar orð og liðir stílfærast í íslensku kemur fram athyglisverður munur á setningagerðum. Í tilvísunarsetningum er lh.þt. í meirihluta stílfærðra orða en í að-setningum er langstærsti hluti stílfærðu orðanna atviksorð. Miðað við að a.m.k. sum atviksorð hafi frekar ein- kenni hámarksvarpana en hausa þarf ekki að koma á óvart að framfærsla þeirra sé frekar leyfð í þeim setningum sem leyfa helst kjarnafærslu heilla liða á borð við NL. Annað sem vekur athygli er að mörg dæmi um stíl- færslu hafa einkenni fastra orðasambanda og í sumum slíkum tilvikum er óstílfært tilbrigði vafasamt eða jafnvel ótækt. Stílfærsla fær almennt betri dóma í tilvísunarsetningum en skýringar- setningum, bæði í íslensku og færeysku. Í báðum málum er leppinnskot tekið fram yfir stílfærslu í skýringarsetningum, en í færeysku, ólíkt ís - lensku, fær leppinnskot betri dóma en stílfærsla í atviksetningum og einnig í tilvísunarsetningum. Í flestum tilvikum er auðvelt að stílfæra sagnir í lýsingarhætti þátíðar í færeysku, eins og í íslensku, en stílfærslu á ögn - um og forsetningum virðast settar miklar skorður í færeysku, ólíkt ís - lensku. Ef litið er sérstaklega á mun milli aldurshópa benda tölurnar úr íslensku könnuninni til þess að kjarnafærsla og stílfærsla séu á undanhaldi í málinu. Þó verður að hafa í huga að þessi tilbrigði eru að öllum líkindum mun algengari í ritmáli eða formlegu máli en í venjulegu talmáli og hugs- anlega eiga eldri þátttakendurnir auðveldara með að samþykkja „hátíð - legt“ orðalag, jafnvel þótt spurt sé um talmál. Niðurstöðurnar úr viðtöl- unum styðja þá hugmynd að þessi tilbrigði séu talin ritmálsleg og ritunar- verkefni nemenda í 10. bekk benda til að sumir málnotendur á þeim aldri noti stílfærslu til að fyrna mál sitt. Þá er nokkur munur á milli aldurshópa varðandi dóma á leppinnskoti og frumlagseyðum sem lýsir sér í því að yngri þátttakendurnir sýna dræmari viðbrögð en þeir eldri við slíkum eyðum og samþykkja frekar að fylla upp í þær með leppnum. Gögnin sem hér eru kynnt skapa tvenns konar vandamál fyrir grein- ingu sem gerir ráð fyrir að stílfærð orð og liðir af hvaða tagi sem er gegni sama hlutverki og leppurinn, þ.e.a.s. að gáta hljóðkerfisþætti í frumlags- plássinu (Holmberg 2000). Annars vegar höfum við séð að frumlags- plássið getur staðið autt (valfrjáls stílfærsla og leppinnskot). Hins vegar kemur í ljós að í sumum tilvikum er hægt að beita stílfærslu og leppinn- skoti jöfnum höndum en í öðrum tilvikum ekki. Niðurstöðurnar benda til að möguleikar stílfærslu ráðist annars vegar af tegund aukasetningar- innar og eðli þess sem stílfært er og hins vegar af orðasafnslegum og mál- venjubundnum þáttum. Hömlur á vissum tegundum stílfærslu í færeysku og þá staðreynd að yngsti aldurshópurinn í íslensku tilbrigðarannsókn- Ásgrímur Angantýsson50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.