Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 50
Þegar skoðað er hvers konar orð og liðir stílfærast í íslensku kemur fram
athyglisverður munur á setningagerðum. Í tilvísunarsetningum er lh.þt. í
meirihluta stílfærðra orða en í að-setningum er langstærsti hluti stílfærðu
orðanna atviksorð. Miðað við að a.m.k. sum atviksorð hafi frekar ein-
kenni hámarksvarpana en hausa þarf ekki að koma á óvart að framfærsla
þeirra sé frekar leyfð í þeim setningum sem leyfa helst kjarnafærslu heilla
liða á borð við NL. Annað sem vekur athygli er að mörg dæmi um stíl-
færslu hafa einkenni fastra orðasambanda og í sumum slíkum tilvikum er
óstílfært tilbrigði vafasamt eða jafnvel ótækt.
Stílfærsla fær almennt betri dóma í tilvísunarsetningum en skýringar-
setningum, bæði í íslensku og færeysku. Í báðum málum er leppinnskot
tekið fram yfir stílfærslu í skýringarsetningum, en í færeysku, ólíkt ís -
lensku, fær leppinnskot betri dóma en stílfærsla í atviksetningum og
einnig í tilvísunarsetningum. Í flestum tilvikum er auðvelt að stílfæra sagnir
í lýsingarhætti þátíðar í færeysku, eins og í íslensku, en stílfærslu á ögn -
um og forsetningum virðast settar miklar skorður í færeysku, ólíkt ís -
lensku. Ef litið er sérstaklega á mun milli aldurshópa benda tölurnar úr
íslensku könnuninni til þess að kjarnafærsla og stílfærsla séu á undanhaldi
í málinu. Þó verður að hafa í huga að þessi tilbrigði eru að öllum líkindum
mun algengari í ritmáli eða formlegu máli en í venjulegu talmáli og hugs-
anlega eiga eldri þátttakendurnir auðveldara með að samþykkja „hátíð -
legt“ orðalag, jafnvel þótt spurt sé um talmál. Niðurstöðurnar úr viðtöl-
unum styðja þá hugmynd að þessi tilbrigði séu talin ritmálsleg og ritunar-
verkefni nemenda í 10. bekk benda til að sumir málnotendur á þeim aldri
noti stílfærslu til að fyrna mál sitt. Þá er nokkur munur á milli aldurshópa
varðandi dóma á leppinnskoti og frumlagseyðum sem lýsir sér í því að
yngri þátttakendurnir sýna dræmari viðbrögð en þeir eldri við slíkum
eyðum og samþykkja frekar að fylla upp í þær með leppnum.
Gögnin sem hér eru kynnt skapa tvenns konar vandamál fyrir grein-
ingu sem gerir ráð fyrir að stílfærð orð og liðir af hvaða tagi sem er gegni
sama hlutverki og leppurinn, þ.e.a.s. að gáta hljóðkerfisþætti í frumlags-
plássinu (Holmberg 2000). Annars vegar höfum við séð að frumlags-
plássið getur staðið autt (valfrjáls stílfærsla og leppinnskot). Hins vegar
kemur í ljós að í sumum tilvikum er hægt að beita stílfærslu og leppinn-
skoti jöfnum höndum en í öðrum tilvikum ekki. Niðurstöðurnar benda
til að möguleikar stílfærslu ráðist annars vegar af tegund aukasetningar-
innar og eðli þess sem stílfært er og hins vegar af orðasafnslegum og mál-
venjubundnum þáttum. Hömlur á vissum tegundum stílfærslu í færeysku
og þá staðreynd að yngsti aldurshópurinn í íslensku tilbrigðarannsókn-
Ásgrímur Angantýsson50