Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Qupperneq 111

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Qupperneq 111
stuðlað hv-orð á móti h- þótt hitt komi líka fyrir. Þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart því að blandaður framburður er vel þekktur á Íslandi eins og Björn Guðfinnsson (1946) var manna fyrstur til að lýsa í smáatriðum. Eins og Eysteinn bendir á gæti það þá verið mismunandi eftir orðum hvort menn hafa hv- eða kv-framburð í þeim. Breytilega stuðlun hv-orða þyrfti þá að skoða með það í huga.24 Nú myndi Haukur kannski segja að þessi tilbrigði í stuðlun væru ein- mitt það sem búast mætti við ef stuðlunin réðist að verulegu leyti af hefð sem menn gætu að einhverju leyti ráðið hvort þeir fylgdu (sjá t.d. umræðu hans 2013a:73–74). En ef þeir kjósa að fylgja henni ekki, eftir hverju fara þeir þá? Hlýtur það ekki að vera brageyrað? Og erum við þá ekki að segja að brageyrað sé til og hljóti að byggjast á hljóðkerfinu?25 Í öðru lagi segir Haukur (2013a:73): Hins vegar veit ég ekki til að neitt skáld hafi tekið upp á að stuðla <hl> aðeins við <hl>, <hj> aðeins við <hj> og svo framvegis. Hvers vegna breyt- ist ein hefð í takt við hljóðfræðilegar breytingar en önnur ekki? Þessi klausa er ekki alveg auðskilin svona án samhengis, en í því sem á undan fer gengur Haukur út frá því sem vísu að orð sem eru rituð með hl-, Stuðlar, hefðarreglur, hljóðkerfi 111 24 Ragnar Ingi Aðalsteinsson ræðir hv-stuðlun Jónasar Hallgrímssonar nokkuð (2010: 61–63). Þar segir hann að Jónas stuðli hv- „í örfá skipti“ á móti k- en annars á móti h-. Ragnar túlkar þetta þannig Jónas hafi í raun haft kv-framburð (uppalinn í Öxnadal snemma á 19. öld) en samt oftast stuðlað hv- á móti h- „til að fylgja hefðinni ... eða til að ganga ekki gegn málvitund þess hluta þjóðarinnar sem ekki hafði kv-framburð“. Mér sýnist aftur á móti alveg eins líklegt að Jónas hafi haft blandaðan hv-/kv-framburð og þá e.t.v. þannig að kv-framburðurinn hafi verið bundinn við tiltekin orð. Í því sambandi er athyglis - vert að einu dæmin sem Ragnar nefnir til stuðnings því að Jónas hafi haft kv-framburð innihalda orðmyndirnar hvur, hver og hvurt. Eysteinn Sigurðsson (1986:18–21) nefnir nokk ur fleiri dæmi um kv-stuðlun Jónasar (eða annan stuðlavitnisburð um kv-framburð) og þau innihalda flest orð eins og hver, hvergi, hvenær, hvort, hvað. Jónas gæti því hafa haft kv-framburð í þessum orðum (og öðrum álíka) en hv -framburð í hv-orðum af öðru tagi (t.d. hverfult, hvít sem Ragnar nefnir sem dæmi um hv-stuðlun Jónasar). 25 Ég þakka nafnlausum yfirlesara fyrir þessa ábendingu. — Hér má líka nefna að sé hefð og stafsetningu gefið eins mikið vægi og Haukur vill víða gera koma upp svipuð vandamál þegar litið er á þróun stuðlasetningar í orðum sem hefjast á sn- og sl- til dæmis, eins og sami yfirlesari bendir á. Slík orð stuðla stundum á móti orðum sem hefjast á st- (sbr. alþekktar línur eftir Matthías Jochumsson: Sturla kvað yfir styrjarhjarli/Snorri sjálfur á feigðarþorra og margt fleira) en ekki á móti orðum sem hefjast bara á s-. Þetta er stundum kallað sníkjuhljóðsstuðlun og er jafnan skýrt með því að þarna hafi [t] laumast inn á milli /s/ og /n, l/. Það er auðskilið ef miðað er við heyrandi brageyra en torskilið ef heyrnarlaus hefðarregla er veigamikið atriði í stuðlun. Sníkjuhljóðsstuðlun er rædd nokkuð ítarlega í doktorsriti Ragnars Inga Aðalsteinssonar (2010:191–194 og víðar).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.