Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 169

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2014, Page 169
felldu mállýskusvæði þar sem fólk á auðvelt með að skilja næstu nágranna sína jafnvel þótt það gildi ekki um þá sem búa hver á sínum jaðri svæðisins, vega ýmsir ytri þættir þungt við að ákvarða mörk milli tungumála og þau fylgja ekki endilega eðlilegum mállýskumörkum (isoglosses). Í síðara tilvikinu er talað um „Ausbau“ og í greininni eru rakin mörg og ólík dæmi um að mörk milli tungumála við slíkar aðstæður séu veik og því oft breytingum undirorpin. Þannig geti mállýskur fengið stöðu tungumáls vegna landfræðilegrar fjarlægðar (t.d. Afrikaans sem að uppruna er hollensk mállýska) og/eða breyttra ytri aðstæðna (t.d. norska eftir að Noregur fékk sjálfstæði), tiltekin mállýska getur „flust“ milli tungumála án þess að hún breytist mikið sjálf (t.d. skánska frá dönsku til sænsku) og mál geta smám saman tapað stöðu sinni sem slík þannig að farið sé að líta á þau sem mállýskur annars máls eða staðbundin málbrigði (t.d. lágþýska og katalónska á frankó tíman - um). Þetta er forvitnilegt yfirlit yfir þær flóknu og margbreytilegu aðstæður sem skapast í tengslum máls og samfélags. Greinarnar í öðrum hluta fjalla um málvistfræði frá evrópsku sjónarhorni. Þar er gerð grein fyrir aðstæðum á þremur ólíkum málsvæðum eða tímabilum. Sú fyrsta fjallar um sambúð tungumála á Íberíuskaganum (höf.: Joan A. Argenter), þ.e.a.s. á Spáni og í Portúgal. Þar eru nú fimm tungumál sem njóta opinberrar viðurkenningar sem slík. Tvö þeirra, spænska og portúgalska, eru opinber mál hvort í sínu ríki og hin þrjú – katalónska, galisíska og baskneska – eru opinber- lega viðurkennd á afmörkuðum svæðum innan Spánar. Fjögur fyrrnefndu málin eru náskyld rómönsk mál sem eiga sér mislanga hefð sem ritmál og eru því dæmi- gerð „Ausbau“-mál svo vísað sé til greinar Trudgills en katalónska er einmitt eitt þeirra mála sem hann fjallar um. Baskneska er aftur á móti alls óskyld nágranna- málunum og vegna þess hversu hún er ólík þeim m.t.t. málkerfis og orðaforða er staða hennar sem sérstaks máls óumdeild enda er hún klassískt dæmi um mál - mörk í krafti formlegrar fjarlægðar (Abstand) frá nærliggjandi málum. Höfundur gerir grein fyrir málaðstæðum á svæðinu, einkum innbyrðis tengslum og stöðu málanna, setur þær í sögulegt samhengi og skoðar þær í ljósi kenninga Haugens. Í næstu grein fjallar Gro-Renée Rambø um þróun norrænu meginlandsmálanna á síðmiðöldum og samband þeirra við lágþýsku með hliðsjón af sögulegri félags- málfræði eða málvistfræði. Sem kunnugt er urðu róttækar breytingar á orðaforða og málkerfi þessara mála á umræddu tímabili og þær hafa oftast verið raktar til mikilla áhrifa frá lágþýsku. Rannsóknir á lágþýskum áhrifum á norræn mál eiga sér langa sögu og á síðari árum hefur áhugi á að kanna þetta skeiði í sögu málanna verið endurvakinn. Þar hafa málfræðingar beitt nýjum aðferðum og nýrri þekk- ingu á sambúð mála eða mállýskna almennt til þess að varpa skýrara ljósi á mál - þróunina og auka skilning á henni. Áhersla höfundar er á ytri aðstæður málþró- unarinnar og hún horfir einkum til málnotenda, bæði einstaklinga og hópa, og til innri og ytri fjölbreytileika á svæðinu. Niðurstöður hennar eigin rannsókna hafa sýnt að fjöldi Þjóðverja og staða þeirra gagnvart nærsamfélaginu hafi verið tals- vert breytileg frá einum stað til annars. Þjóðverjar voru t.d. hlutfallslega margir í Ritfregnir 169
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.