Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 52

Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Síða 52
Þetta eru býsna háar tölur þegar miðað er við að hér er ekki verið að tjá að ákveðinn atburður sé í framvindu heldur er um að ræða endurtekna at - burði og jafnvel vana. Það sem skiptir hér mestu máli er að rétt eins og þegar við höfum ástandssagnir með vera að fáum við það vísbendi að um tímabundið ástand sé að ræða. Aðrir atburðareiginleikar, þ.e. þróun og stjórn, eru hins vegar þegar innifaldir í því að borga tryggingar og fara til útlanda og áhersla á endurtekninguna felur því ekki í sér breytingar þar að lútandi. Það kemur í raun ekki á óvart að setningar sem lýsa endurteknum atburðum eða vana skuli hegða sér eins og ástandssagnir að þessu leyti enda hafa ýmsir haldið því fram að setningar sem lýsa vana séu nokkurs konar ástand þegar kemur að horfi (e. aspectually stative) eða deili að minnsti kosti fjölmörgum eiginleikum með ástandssetningum (sjá m.a. Leech 1971, Newton 1979, Mufwene 1984, Partee 1984, Chung og Timber - lake 1985, Krifka o.fl. 1995 og Carlson 2005).36 Það er því ljóst að ef um er að ræða endurtekna atburði eða vana sem að einhverju leyti er tímabundið er notkun vera að + nh. tæk að margra dómi. Theódóra Torfadóttir (2006) talar um slíkar setningar sem vana- merkingu framvinduhorfs og gefur eftirfarandi dæmi:37 (79)a. ??Simbi er að keyra steypubíl (að staðaldri). b. Simbi er að keyra steypubíl á meðan báturinn hans er í slipp. Í (79a) er um varanlegan vana að ræða og setningin er í það minnsta vafa- söm, en í (79b) er keyrslan tímabundin og setningin er tæk. Þótt enn hafi ekki verið gerð skipuleg leit í málheildum til þess að staðfesta að íþróttamálið og vanamerking framvinduhorfs sé eldra en notkun vera að með ástandssögnum hlýtur það að segja okkur töluvert að málfræðingar fóru að fjalla um vera að í íþróttamáli áður en farið var að ræða ástandssagnir með vera að og eins þykja fyrrnefndu dæmin almennt Kristín M. Jóhannsdóttir52 36 Sjá nánari umfjöllun um þetta hjá Kristínu M. Jóhannsdóttur (2011:137–139). 37 Theódóra notar vanamerkingu framvinduhorfs hér sem þýðingu á enska hugtak- inu progressive habitual og vísar meðal annars til Quirk o.fl.1985:199. Ég hef þó skilið pro- gressive habitual sem lýsingu á setningum eins og þeim í (i) og (ii): (i)  Í hvert sinn sem ég fer fram hjá húsinu þeirra er maðurinn að grilla. (ii)  Ekki hringja klukkan 7:30 — þá eru þau vanalega að borða. Í staðinn er dæmið í (79b) það sem ég kallaði í doktorsritgerð minni (Kristín M. Jóhanns - dóttir 2011) habitual progressive. Þýðingin hjá Theódóru, vanamerking framvinduhorfs, passar því í raun betur við habitual progressive en progressive habitual sem í staðinn mætti kannski kalla framvindumerkingu vanahorfs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.