Íslenskt mál og almenn málfræði - 2015, Page 186
Fjöldi flokka er ekki föst stærð og eins og ég bendi á í bókinni gera ekki allir ráð
fyrir sömu flokkum og undirflokkum (sjá einnig svar við 4. spurningu). Ég geri
ráð fyrir tilteknum flokkum og máta við þá þær breytingar sem verða á vegi
mínum af því að mér finnst það oft hjálpa mér að ná áttum. Það er ekki þannig
að ég telji að ferlin að baki þessum flokkum séu svo skýrt afmörkuð. (Þetta er í
samræmi við það viðhorf sem ég hef til tungumálsins almennt; arkítektúr manns-
hugans er flókinn eða a.m.k. ekki eins einfaldur og margir vilja vera láta.) Ég hef
rekist á breytingar sem eru augljóslega áhrifsbreytingar en ég á þó mjög erfitt
með að setja í nokkurn af þeim flokkum sem ég geri ráð fyrir. Eftir því sem ég
skoða fleiri breytingar þeim mun flóknara fyrirbæri finnst mér áhrifsbreytingar
vera, eins einkennilega og það nú hljómar, og mér finnst erfitt að alhæfa nokkuð
um þær.
Sumar breytingar er erfitt að greina. Aðrar er auðveldara að greina, þótt
stund um þurfi að hnika til skilgreiningum hugtaka. Svo eru breytingar sem er
auðvelt að greina, og jafnvel á fleiri en einn hátt. Ein slík er gaf → gafði sem
stundum heyrist í máli barna. Ef barn notar þátíðarmyndina gafði (og hefur
aldrei heyrt hana áður) liggur beint við að segja að hér væri um dæmigerða
áhrifsbreytingu að ræða, fyrirmyndin er hefur – hafði. En það mætti líka gera ráð
fyrir ódæmigerðri áhrifsbreytingu (aukningu); við þátíðarmyndina gaf bætir
barnið við algengri þátíðarendingu, -ði. Þótt dæmigerðar áhrifsbreytingar séu
algengari en aukning, og þar með sennilegri, er ekki hægt að útiloka aukningu.
Þótt barnið þekki líklega mynstrið hefur – hafði er ekki víst að það hafi myndað
gafði á grundvelli þeirrar vitneskju. Ef til vill byrjaði það að segja myndina gaf
(sem það hafði heyrt áður), fannst eitthvað vanta og skellti aftan á hana kunnug-
legri endingu. Og kannski var tvennt að verki í einu. Barnið byrjar á kunnuglegri
mynd, vill bæta við hana og styrkist í þeirri trú að það sé á réttri leið af því að
það tengir sögnina í sömu andrá við mynstrið hefur – hafði. Svo má líka hugsa
sér að þetta sé misjafnt milli einstaklinga. Sum börn búi til gafði á grundvelli
mynsturs en önnur með því að bæta við áður þekkta mynd. Í þessu ímyndaða til-
viki finnst mér hentugt að geta gripið til flokka til að átta mig á möguleikum.
En flokkunin segir mér ekki hvað gerðist.
4. spurning
Það virðist ekki víða fjallað um það sem kallað er rhyming formation og umfjöll-
unin í handbók Hock og Joseph (1996) er ekki mjög ítarleg. Ég leitaði talsvert að
meiri umfjöllun en hafði ekkert upp úr krafsinu. Þeirra dæmi snúast ekki aðeins
um rím heldur einnig stuðlun. Ég túlkaði því hugtakið þannig að það gæti náð yfir
fleira en rím. Á bls. 39–40 í bókinni segi ég: „Þau tilvik í bókinni sem talið er
hugsanlegt að skýra megi með vísan til rímmyndunar … hafa ekki að geyma
venjulegt rím (né stuðlun); t.d. rímar hvoru- augljóslega ekki við -tveggju. En þau
Katrín Axelsdóttir186