Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Side 12

Víkurfréttir - 16.04.2020, Side 12
„Verðið að vanda ykkur“ Eftir allnokkra leit að áhugaverðum fyrirtækjum eða kauptækifærum í fyrirtækjum duttu þau niður á Alex-gistiheimilið og keyptu það síðan af Guðmundi Þ. Einarssyni og fjölskyldu. Sonur Guðmundar, Einar Þór, var síðan ráðinn til þeirra í hótelverkefnið enda með góða reynslu úr þeim geira í far- teskinu og stýrir viðskiptarþróun í Aðaltorgi ehf. „Við Rósa horfðum á móann hérna fyrir ofan Alex-bygg- inguna og fljótlega kom þessi Aðal- torgs hugmynd upp. Við settum upp viðskiptaáætlun og kynntum hana fyrir mörgum aðilum en náðum ekki miklum árangri til að byrja með. Aðilar sem við leituðum til höfðu ekki mikla trú á svæðinu okkar en við fengum svo góðan frumfjárfesti sem ég hef unnið mikið með og fyrir og hann kolféll fyrir hugmyndinni Nýtt Courtyard by Marriott-hótel hefur risið efst á Aðalgötu í Keflavík undanfarið eitt og hálft ár, við gatnamót Reykjanesbrautar þar sem Flugstöð Leifs Eiríkssonar blasir við. Það er einmitt Keflavíkurflug- völlur sem er stór þáttur í því að Ingvar og Rósa Ingvarsdóttir, móðursystir hans, ákváðu að láta slag standa undir merkjum fyrirtækisins Álftavík og fjár- festa með samfélagslegri áherslu. Út frá því gildis- mati fjárfesti félagið ásamt fleiri fjárfestum í Alex Guesthouse og þróaði þaðan samfélagsverkefnið Aðaltorg. Álftavík er fjárfestingar- og þróunarfélag og er leitt af Rósu sem er framkvæmdastjóri þess og núverandi fjármálastjóri Aðaltorgs ehf. Rósa hefur viðamikla reynslu úr verktakavinnu og starfaði hún hjá verktakafyrirtækinu Atafli í fimmtán ár, m.a. sem forstöðumaður fjármálasviðs félagsins. Ingvar, sem er menntaður sjávarútvegsfræðingur, hefur verið við- loðandi fisksölu til útlanda og starfaði í sjávarútvegs- geiranum um árabil. Eftir að Ingvar kom heim frá Þýskalandi ákváðu þau frændsystkinin að leiða saman hesta sína og leita tækifæra á Suðurnesjum sem þau vildu að væri ígildi samfélagsverkefnis. Úr varð að setja í gang uppbyggingu verslunar- og þjón- ustutorgs. Stefnan var sett á að byggja m.a. flug- vallarhótel í móanum skammt frá flugvellinum og fá tengingu við stóra alþjóðlega hótelkeðju. Markmiðið var ekki bara að byggja upp arðbært fyrirtæki heldur skyldi samfélagið í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum líka njóta ávinnings af því. Liðsfélagar í Aðaltorgi eru: Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Rósa Ingvarsdóttir, fjármálastjóri Einar Þór Guðmundsson, viðskiptaþróun Adam Calicki, verkfræðistjórnun Alexander Ragnarsson, umsjónarmaður fasteigna Páll Ketilsson pket@vf.is 12 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.