Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 14

Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 14
Þegar Ingvar er spurður út í hótel- keðjuna sem þau eru í samstarfi við segir hann að Marriott sé fyrirtæki af annarri gerð, þar ríki mikill agi og strangar kröfur séu gerðar. „Það er gaman að standast þær, standast þennan vörumerkjastaðal Marriott sem er gegnumgangandi í hótel- rekstri keðjunnar og sést best á þjónustu þess og gæðum. Þeir hafa komið á óvart með innkomu sinni og eru mjög nánir verkefninu sem er frábært.“ Hagstæð byggingaraðferð „Við erum með frábæran hóp hlut- hafa sem, ásamt Landsbankanum, hafa staðið þétt við bakið á okkur og hafa mikla trú á verkefninu. Þetta er þróunarverkefni og við byggjum með nýrri einingarlausnaaðferð. Herbergin komu í 78 stáleiningum með skipi til Helguvíkur síðasta sumar frá Kína eftir 20 þúsund km. langt ferðalag og var skipað upp á mettíma. Byggingin er stálgrindarhús byggt með nýrri tækni, byggingaraðferðin er hagstæðari en sú hefðbundna og tekur skemmri tíma í framkvæmd. „Við erum búin að vera um eitt og hálft ár að þessu og ótrúlega áhuga- vert að sjá bygginguna rísa á þremur dögum. Við vorum auðvitað búin að undirbúa vandlega reisinguna áður en herbergin komu á svæðið. Ein- ingunum var síðan raðað upp á milli þriggja turna sem búið var að byggja. Það var magnað. Við erum byggja hér upp móann og erum að hefja nýja vegferð í flugvallarborginni.“ Frábær samheldni Samstarfsaðilar, verktakar og starfs- fólk, ásamt fleiri aðilum, hafa staðið saman í þessu skemmtilega verkefni í um eitt og hálft ár. Ingvar segir að margt hafi komið upp í verkefninu sem sé hvergi nærri lokið. Hann lofar bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ fyrir frábært samstarf og skilning. „Þar sem þetta er samfélagsverkefni Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta 14 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.