Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 16

Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 16
lögðum við mikla áherslu á að fá til liðs við okkur fyrir- tæki og starfsfólk á Suðurnesjum og það hefur gengið mjög vel. Undir styrkri stjórn ÍAV þjónustu hafa hér verið 60 til 100 iðnaðarmenn við störf undanfarna mán- uði. Samheldnin hefur verið mögnuð. Það hafa allir haft trú á verkefninu og tekið lausnamiðað á þeim áskorunum sem upp hafa komið. Stemmningin og andinn á svæðinu og í verkefninu hefur verið meiriháttar. Þetta er Suður- nesjaverkefni af bestu gerð,“ segir Ingvar. Mikilvæg tenging með Marriott Aðspurður um hvort framboð af hótelgistingu á Suður- nesjum sé komið í hámark segir Ingvar svo ekki vera. Hann hefur trú á því að hvert hótel sem byggt er stækki kökuna. „Ég hef mikla trú á því að þegar allt verður komið á fullt skrið verði tækifæri fyrir enn fleiri hótel. Markaðurinn er hvergi nærri mettur. Við munum til dæmis í tengingu við Marriott fá gesti sem við hefðum ekki annars fengið. Marriott er stærsta hótelkeðja í heim- inum og þeirra velvildarkerfi er stærsta í heiminum með 140 milljónir manna meðlima undir merkjum Marriott Bonvoy. Það er gríðarleg landkynning að tengjast því og stórkostlegt tækifæri fyrir okkur og landið.“ Ingvar segir að ekkert í nýja hótelinu sé þeim óvið- komandi. „Það hefur oft verið erfitt að uppfylla þeirra kröfur en Marriott er með skoðanir á smáum sem stórum hlutum sem kallar á mikinn aga. Í fullu trausti höfum við farið eftir þessu og uppfyllt þeirra ströngu kröfur. Forráðamenn Marriott eru mjög sáttir með okkur.“ 16 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.