Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 27

Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 27
Ekki á listanum og meinað að fara með Snemma næsta morgun héldum við af stað. Skammt frá hótelinu var stoppistöð þar sem allir áttu að vera sóttir með rútum til að fara á flug- völlinn. Það var margt um mann- inn og fólk á vegum Þýskalands og Frakklands sáu um að hleypa ferð- löngum inn í rúturnar. Þegar röðin var komin að okkur kom í ljós að ég var ekki á listanum og því meinað að fara með. Þrátt fyrir það hélt ég ró minni og þar sem flugið á vegum Frakklands var örlítið seinna voru þau sótt á eftir Þjóðverjum. Ég, ásamt franska parinu, rölti til baka á hótelið þar sem við áttum smá tíma. Ég ætlaði að reyna að heyra í sendiráðinu í Kathmandu til að athuga stöðuna. Ég fékk þær upp- lýsingar að ekki gengi vel að koma mér á listann fyrir flugið. Við röltum aftur á stoppistöðina og tókum eftir að flestallir voru komnir í rúturnar. Ég ákvað því að tala við þann sem virtist vera yfir aðgerðum. Nær- vera hans var mjög yfirveguð og ég fékk strax góða tilfinningu. Ég sagði honum frá stöðunni sem ég væri í og bað hann um hvort það væri möguleiki að fá að fljóta með upp á flugvöll og reyna að komast með fluginu. Flugið var þegar fullt eins og við vissum en hann var svo yndislegur og gaf mér leyfi að fara með upp á flugvöll. Þvílíkur léttir og miklir fögnuðir frá hópnum mínum þegar ég loksins mætti. Þarna beið ég og vonaði það besta Enn var ég ekki komin á lista fyrir flugið. Ég fékk þó að skrá mig á ein- hverskonar biðlista. Mér var gert það ljóst að fjölskyldur með börn, eldra fólk, Þjóðverjar og Frakkar væru í forgangi. Tíminn leið hægt og nafna- kall fyrir flugið hófst. Þarna stóðum við og krossuðum putta um að ég kæmist með. Nöfn allra í hópnum mínum höfðu verið lesin upp og fengu þau boð að innrita sig fyrir flugið sem styttist ólmum í. Þrátt fyrir að líkurnar væru litlar að ég kæmist með þá vorum við öll mjög vongóð og ákváðum að kveðjast ekki þá í annað sinn. Nafnakallið hélt áfram. Þarna beið ég og vonaði það besta. Maðurinn sem hafði verið svo elskulegur og leyft mér að fara í rútuna gekk til mín. Hann spurðist fyrir um blaðið sem ég hafði fyllt út og þurfti að hafa tilbúið ef ég skyldi komast með fluginu. Hann bað mig um blaðið og sagði að það væri miklar líkur að ég kæmist með. Hann fór með blaðið Ævintýraför frá Nepal til Íslands Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 27

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.