Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 29

Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 29
leið í tveggja vikna sóttkví. Mamma var mætt upp á flugvöll til að taka á móti mér. Með tvo metra á milli okkar brast ég í grát yfir ástandinu og fannst mjög erfitt að geta ekki faðmað hana eftir mánaðar fjarveru. Sonur minn, Jökull, var staddur hjá pabba sínum og stjúpmömmu þegar ég lenti. Hann var alveg að fara að verða stóri bróðir. Við vissum að við gætum ekki notið návistar hvors annars næstu tvær vikurnar þar sem mér var ætlað að vera í sóttkví. Við vildum passa okkur extra vel sérstak- lega vegna þessa. Ég fór fyrir utan hjá honum því mig langaði svo að sjá hann. Hann stóð í dyragættinni og ég út á miðri götu. Ég bað hann að halda utan um sjálfan sig loka augunum og ímynda sér að ég væri að faðma hann. Ég gerði það sama. Einsömul í sveitina Ég fór einsömul í sveitina til að klára mína sóttkví. Ég er svo lánsöm að fjölskyldan á fallegu jörðina Öxl á Snæfellsnesi þar sem ég naut ein- verunnar í tvær vikur. Dagarnir ein- kenndust af símtölum, gönguferðum, sjósundi og brimbretti. Ég bjó til kennslumyndbönd um öndunar- æfingar og jóga sem ég deildi á Facebook. Ég undirbjó einnig opnun Jógahlöðunnar sem er staðsett á Öxl. Náminu frá Nepal var ólokið vegna aðstæðna en ákveðið var að klára síðustu fjóra dagana í gegnum netmiðla. Það var gott utanumhald þegar ég byrjaði sóttkvína og var þá í raun auðveldara að vera í góðri rútínu. Ég stundaði mína jógaiðkun mjög skipulega og hélt nokkurn veg- inn í dagskrána mína eins og hún var í Nepal. Nú svara ég kallinu með glöðu Ég er hjúkrunarfræðingur og vinn á slysa- og bráðamóttökunni á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Fram að þessum tíma og undanfarin þrjú, fjögur ár hef ég verið þar í hluta- starfi ásamt öðrum vinnum eins og flugfreyjustarfi hjá Icelandair og jógakennslu, bæði hér heima og erlendis. Nú svara ég kallinu með glöðu að vinna á HSS eins mikið og mín er þarfnast. Þá mun ég vera í sjálfskipaðri sóttkví fyrir utan mín- ar vaktir og ætla svo sannarlega að njóta þess að vera með syni mínum þessa örfáu daga milli sóttkvíar og fyrsta vinnudagsins sem er næst- komandi föstudag. Hann stóð í dyragættinni og ég út á miðri götu. Ég bað hann að halda utan um sjálfan sig loka augunum og ímynda sér að ég væri að faðma hann. Ég gerði það sama. Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 29

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.