Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 32

Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 32
R addir Reykjaness heyrast nú í nýju og einlægu hlaðvarpi þar sem áhugavert fólk segir mannlegar sögur sem allir ættu að tengja við. Markmið hlað-varpsins sem rekið er undir merkjum ímyndarátaksins Reykjanes – góðar sögur er að kynna Reykjanes og segja góðar sögur af svæðinu. Það eru þau Dagný Maggýjar og Eyþór Sæmundsson sem standa á bak við hlaðvarpið en þau hafa bæði reynslu af fjölmiðlum og til gamans má geta að bæði hafa þau starfað á Víkurfréttum um skeið. „Okkur langaði að kynna fólkið sem býr og starfar hér á svæðinu til þess að sýna fjölbreytileikann í mannlífinu en hlaðvarp gefur tæki- færi á öðruvísi miðlun og oft nánari enda hlaðvarpsviðtal oft persónulegt, bara maður á mann og míkrafónn,“ segir Dagný Maggýjar en fyrsta sería hlaðvarpsins mun innihalda tuttugu viðtöl við fólk á Reykjanesi. „Viðtölin hafa komið skemmtilega á óvart þar sem viðmælendur hafa treyst okkur fyrir sinni sögu hvort sem hún er af áföllum og sorg eða baráttu og sigri. Sem dæmi má nefna að Sigga Dögg sem helst er þekkt fyrir beinskeitta kynfræðslu segir frá erfiðum uppvaxtarárum í Kefla- vík þar sem hún var kölluð drusla, Óli Óla körfuboltamaður segir frá barninu sem loksins kom og Helgi Guðfinnsson segir frá draumi um atvinnumennsku sem breyttist í mar- tröð. Þetta eru því afar persónulegar og áhugaverðar sögur sem fólk hefur ekki heyrt áður.“ Eyþór tekur undir þetta en hann hefur burðast með hlaðvarp í mag- anum um nokkurt skeið. „Ég hef hlustað á hlaðvörp frá því að grínistinn Ricky Gervais og félag- ar fóru í loftið um 2005. Góður iPod Classic-hlunkur gerði þá málningar- vinnu að hinni mestu skemmtun. Mér finnst eins og það hafi orðið ein- hver straumhvörf í hlaðvarpsheim- inum eftir að glæpavarpið Serial fór í loftið árið 2014. Eftir það hef ég a.m.k. ánetjast þessum miðli og hefur langað að gera mitt eigið hlað- varp í langan tíma. Þá lá beinast við að fjalla um viðfangsefni sem maður þekkir, heimahagana sem ég hef kynnst í gegnum fjölmiðla undan- farinn áratug eða svo.“ Þættirnir eru teknir upp í hljóð- verinu LubbaPeace sem sér um hljóðvinnslu og klippingu en áhersla er lögð á sem mestu gæði þáttanna. Af því tilefni var leitað til tónlistar- manna um gerð kynningarstefs og var það hinn þekkti tónlistarmaður Hermigervill sem kom með nýja útsetningu á einkennislagi Suður- nesja, Suðurnesjamenn. „Ætlunin er ekki einungis að ræða við þekkt fólk af svæðinu, heldur líka fólkið sem á sér áhugaverða sögu Hlaðvarpið Góðar sögur komið í loftið 32 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.