Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 39
Eins og fleiri viðmæl-
endur í þessu tölublaði
svaraði Jóhann Axel
nokkrum laufléttum
spurningum Víkurf-
rétta:
– Nafn og staða/atvinna:
Jóhann Axel Thorarensen, flugstjóri
hjá Icelandair ehf.
– Hvernig varðir þú páskunum?
Ég var að fljúga heim frá Kína á skír-
dag með lækninga- og hjúkrunar-
vörur. Annars hef ég notið páskanna
heima í faðmi fjölskyldunnar að
borða góðan mat og spila með
krökkunum. Einnig hef ég verið að
dytta að ýmsu hérna heima eins og
svo margir aðrir.
– Hvernig páskaegg fékkstu og
hver var málshátturinn?
Súkkulaðiegg frá Nóa Síríus nr. 5 og
málshátturinn var: „Sælla er að gefa
en þiggja.“
– Hvaða aðferðir ertu að nýta til
að eiga í samskiptum við fólk?
Aðallega hefðbundin símtöl en hef
notað Teams og Snapchat til að taka
hópsímtöl við vinina. Fórum m.a. í
Pub Quiz með vinahópnum á Teams
sem var algjör snilld og gott að geta
hitt fjölskyldu og vini á þennan hátt.
– Ef þú fengir bara að hringja eitt
símtal í dag, hver fengi það símtal
og hvers vegna?
95 ára gömul amma mín fengi það
símtal. Hún býr ein og er í sjálfskip-
aðri sóttkví og við megum því ekki
heimsækja hana.
– Hvernig ertu að upplifa nýjustu
tíðindi um að það muni jafnvel
taka margar vikur inn í sumarið að
aflétta hömlum vegna COVID-19?
Þetta eru ekki tíðindi sem maður var
að óska eftir en ef það er það sem
þarf til að tryggja að þessi óværa láti
undan þá tekur maður því. Þetta eru
því miður mjög slæmar fréttir fyrir
vinnuveitanda minn og ferðaþjón-
ustuna í heild sinni.
– Hvaða lærdóm getum við dregið
af heimsfaraldrinum?
Fólk þarf að standa saman og hugsa
vel um hvert annað. Tökum litlu
hlutunum eins og faðmlögum og
knúsum ekki sem sjálfsögðum hlut.
– Ertu liðtækur í eldhúsinu?
Ég á mína spretti.
– Hvað finnst þér virkilega gott
að borða?
Góða nautasteik með Bearnaise og
frönskum og góðu rauðvíni.
– Hvað var í páskamatinn?
Ali hamborgarhryggur með öllu til-
heyrandi, í eftirrétt vorum við með
Sherry-ís að hætti ömmu og Toble-
rone-ís að hætti mömmu.
– Hvað finnst þér skemmtilegast
að elda?
Allskyns grillmat á kolagrilli eins og
lambalæri og nauta Ribeye-steikur.
– Hvað var bakað síðast á þínu
heimili?
Dæturnar og eiginkonan hafa verið
mjög duglegar að baka í samko-
mubanninu, kræsingar eins og t.d.
bananabrauð, makkarónur, hafrak-
latta og ýmsar tertur.
– Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað
myndir þú kaupa í matinn?
Hægt er að versla á heimkaup.is
heilar máltíðir fyrir fjóra sem kosta
undir 2000 krónur. Ætli ég myndi
ekki nýta mér eitthvað þar eins og
marineraða kjúklingaleggi.
– Hvað hefur gott gerst í vikunni?
COVID-smitum fækkar jafnt og
þétt sem er mjög jákvætt. Einnig
verð ég að minnast á flugið til Kína
fyrir nokkrum dögum þegar ég og
vinnufélagar mínir sóttum sautján
tonn af lækningabúnaði. Búið er að
staðfesta að allur búnaðurinn stenst
þær kröfur sem gerðar eru sem er
virkilega frábært.
– Hvað hefur vont gerst í vikunni?
Dauðsföll vegna COVID-19.
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali?
Hver er spurningin og svarið við henni?
– Verður gott veður í sumar og hvað stefnir þú
á að gera í sumar?
Ég er bjartsýnismaður að eðlisfari og ég er viss um að veðrið verði gott
í sumar. Það var einn góður maður sem sagði eitt sinn við mig: „Það er
ekki neitt vont veður, bara léleg föt.“ Þannig að þetta er líka spurning um
hugarfar, að láta ekki veðrið fara í taugarnar á sér bara klæða sig eftir því
hvernig það er hverju sinni. Í sumar ætla ég að renna fyrir fisk, spila golf
og keyra um landið með fjölskyldunni með fellihýsið aftan í bílnum og
njóta alls þess sem Ísland býður upp á yfir sumartímann.
Er nýja heimilið þitt á
Ásbrú kannski hjá okkur?
Skoðaðu lausar leigueignir á heimavellir.is
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.
VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 39