Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 42

Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 42
– Örn Ævar Hjartarson, umsjónarkennari í Sand- gerðisskóla og fyrrverandi Íslandsmeistari í golfi, er svekktur að missa af Masternum og setur spurningarmerki við golfsumarið. Víkurfréttir lögðu fyrir hann nokkrar laufléttar spurningar. – Hvernig varðir þú páskunum? Páskarnir hjá fjölskyldunni minni hafa alltaf einkennst af rólegheitum og afslöppum. Á því varð engin breyting þetta árið. Við bökuðum bakkelsi úr myndböndum sem heimilisfræðikennarinn í Sandgerði, Rannveig Sigríður, hefur sett saman í samkomubanninu. Einnig horfðum við á allar Batman-myndirnar þessa páska en það hefur verið hefð að henda einhverjum myndaseríum í tækið. Og svo höfum við farið í dag- lega göngu á milli máltíða. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Ég fékk mér Djúpuegg frá Freyju og málshátturinn var: „Í upphafi skal endinn skoða,“ sem á mjög vel við starfið mitt í dag. – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Ég hef verið að koma mér inn í Microsoft Teams varðandi vinnuna mína en samkomubannið hefur ein- mitt neytt mann til að koma sér inn í og læra á þetta forrit sem hefur verið á dagskránni hjá mér í allan vetur. Annars eru samskiptin mín við vinahópana í gegnum Snapchat og Messenger en reyndar var Face- Time notað til að heyra í og sjá fjölskylduna í páskamáltíðinni. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Ég myndi hringja í foreldra mína bara til að spjalla í örskamma stund, en ég verð nú að viðurkenna að ég er mjög lítill símamaður og eru sam- tölin þar alltaf mjög stutt. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Það þarf að melta svona hluti en það er ýmislegt sem mun breytast hjá mér og fjölskyldunni varðandi sumarið þá aðallega varðandi ferða- lög. Þetta átti að vera ferðasumarið mikla þar sem golfferð, tónleikaferð og tveggja vikna ferð til Rómar sem klappstýra fyrir Danskompaní á Dance World Cup voru á dagskrá. En það verður víst lítið úr þessum ferða- lögum. Svo er auðvitað spurning um golfsumarið þar sem áhuginn er allur að koma aftur eftir að eiginkonan byrjaði í sportinu. Það eru auðvitað mjög margir sem hafa meiri áhyggjur af þessu en ég því ég er mjög lán- samur með allt mitt, hvort sem það er fjölskylda, vini, eða atvinnu. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Ég held að maður læri betur að meta það og þá sem maður hefur í kringum sig. Þegar maður hefur sitt fólk í kringum sig og þá skipta bara aðrir hlutir voðalega litlu máli. – Ertu liðtæk/ur í eldhúsinu? Ég hef alltaf haft gaman að elda góð- an mat og með æfingunni þá er ég bara orðinn nokkuð liðtækur í eld- húsinu. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Vel elduð nauta ribeye eða nauta- lund er alltaf ofarlega á listanum með góðu rauðvíni í góðum félgasskap. – Hvað var í páskamatinn? Lambalæri að hætti mömmu með brúnuðum kartöflum, baunum, rauðkáli, salati og þunnri rjómasósu er ómissandi á páskunum. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Það er alltaf skemmtilegast að elda þegar maður er búinn að liggja yfir uppskriftum og pæla í marga daga hvernig mat eigi að elda fyrir gott matarboð. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Ég og yngri dóttir mín, Ásta María, hentum í pönnukökur á föstudaginn langa því við áttum heilan lítra af mjólk sem rann út daginn áður. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Ég myndi kaupa í góða ítalska græn- metissúpu, pasta,grænmetiskraftur, gulrætur, paprika, laukur, hvítlaukur, sellerí, tómatar í dós og paste. Eða gott Jambalaya: Bónuspylsur, laukur, paprika, sellerí, hvítlaukur, hrísgrjón, paste, olía og sterkt krydd. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Ég og fjölskyldan mín erum búin að eyða mörgum gæðastundum saman, spjallað, spilað, púslað, horft á sjón- varpið og borðað góðan mat. Einnig hafa nánir fjölskyldumeðlimir losnað við veiruna. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Það hefur voðalega fátt vont gerst hjá mér og minni fjölskyldu. Þegar ég hugsa bara um rassgatið á sjálfum mér þá finnst mér ömurlegt að Masterinn sé ekki á dagskrá þessa vikuna því það er skemmtilegasta golfmótið að horfa á í sjónvarpinu. Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Hefur þú tekið upp á einhverju nýju í samkomubanninu? Það nýjasta hjá mér sem ég gerði ekki fyrir samkomubannið er netskrafl.is. Ég er orðinn alveg háður þessu og finnst fátt skemmtilegra en að skora á vini og vandamenn í skrafl á netinu. Er orðinn háður netskrafli í samkomu- banninu Netspj@ll 42 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.