Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 54
Ingvar Gissurarson hefur, ásamt eiginkonu sinni, Margréti Hallgríms-
dóttur, verið búsettur um tíma í strandbænum Jávea á Costa Blanca á
Spáni en það er um 27000 manna bær u.þ.b. 35 km norðaustur af Beni-
dorm.
„Eftir langvarandi húsnæðisóöryggi,
ótíð og dýrtíð á Íslandi þá var niður-
staðan að reyna að gera það besta
úr stöðunni, láta gamlan draum
rætast og prófa að búa erlendis. Hér
njótum við góðs veðurfars, dásam-
legs umhverfis og viðráðanlegs
verðlags sem hjálpar til við að við-
halda líkama og sál,“ segir Ingvar
um ástæður þess að hann settist að
á Spáni.
– Hvernig ert þú að upplifa
ástandið í kringum COVID-19?
Þetta er svolítið súrrealískt ástand.
Skrítið en lærdómsríkt að búa við
útgöngubann sem er líklega það
strangasta í Evrópu um þessar
mundir. Vissulega íþyngjandi, sér-
staklega fyrir Íslending sem hefur
búið við óskert ferðafrelsi alla tíð,
en maður var fljótur að aðlagast og
tekur þessu með jafnaðargeði. Eins
er athyglisvert að upplifa samstöðu
bæjarbúa en rúmlega helmingur
þeirra er af erlendu bergi brotinn
og frá rúmlega 80 löndum. Hér ríkir
almenn jákvæðni og staðfesta við
að fylgja reglum og klára þetta með
sóma. Flestir fara út á svalir klukkan
átta á kvöldin, klappa og hafa hátt.
Þakka þannig þeim sem standa í
framlínunni og peppa hvert annað
upp. Einnig fara hér stöku sinnum á
sama tíma um í hópum neyðaröku-
tæki með ljósum og sírenum sem allt
er til að byggja upp baráttuþrek og
undirstrika að við erum öll í þessu
saman.
– Hefurðu áhyggjur?
Er vissulega vel meðvitaður um
mögulega hættu af COVID-19 en
reyni að taka jákvæðnina og bjart-
sýnina á þetta og leyfi mér ekki að
hafa miklar áhyggjur af faraldr-
inum sem slíkum hvað mig og mína
varðar, enda tel ég okkur öll í nokkuð
öruggu skjóli og hef trú á að þetta
gangi fljótlega yfir en afleiðingarnar í
framhaldinu eru sannarlega áhyggju-
efni.
Hér í Valencia-héraði hefur okkar
svæði sloppið einna best frá faraldr-
inum með tiltölulega fá greind smit
og spítalinn hér hefur ekki verið
undir miklu álagi í samanburði við
önnur svæði.
En ástandið er vissulega áhyggju-
efni fyrir marga sem sitja eftir tekju-
litlir og jafnvel tekjulausir og ekki
útséð um hvernig fjölda fyrirtækja
og einstaklinga reiðir af í framhald-
inu.
– Hvaða áhrif hefur faraldurinn
á þitt daglega líf? Hvernig eru
dagarnir hjá þér núna? Hefur þú
gert miklar breytingar í daglegu
lífi?
Dagarnir eru vissulega einhæfir og
það að fara út með ruslið er orðið til-
hlökkunarefni. Maður fer ekki út úr
húsi nema hafa lögmæta ástæðu til
og getur átt von á að vera stöðvaður
af lögreglu hvenær sem er og þurfa
að gera grein fyrir ferðum sínum.
Verslunarferð þýðir undantekn-
ingarlítið að maður ekur fram á vega-
tálma lögreglu og þarf þar að gera
grein fyrir sínum ferðum og sýna
fram á búsetu nálægt versluninni en
einungis má fara í næsta stórmarkað
til að versla helstu nauðsynjar.
Sem betur fer erum við með hund
og að fara með hann út í stuttar
gönguferðir til að sinna nauðsyn-
legum þörfum er ein af fáum undan-
tekningum frá útgöngubanninu
þannig að við hjónin skiptumst á að
kíkja aðeins út fyrir girðinguna.
– Hefur þú þurft að gera miklar
breytingar varðandi vinnu eða
daglegt líf?
Hef ekki getað stundað fasta vinnu
vegna heilsufarsaðstæðna um árabil
þannig að þar er engin breyting á, en
vissulega hefur þetta áhrif, og það
sem ég finn helst fyrir er að geta ekki
farið í lengri göngur og nauðsynlega
hreyfingu sem hefur verið lykilatriði
til að halda biluðu baki í sæmilegu
ástandi.
Annars hefur þetta aðallega áhrif
á félagslega þáttinn. Maður sinnir
ekki áhugamálum utan heimilis,
hittir ekki vini og kunningja, fer út
að borða eða á kaffihús sem reyndar
eru smámunir og létt í vasa í saman-
burði við þau áhrif sem þetta hefur
og mun hafa á líf og framtíð margra
annara.
– Hvenær fórstu að taka COVID-19
alvarlega? Hvað varð til þess?
Held að maður hafi farið að gera sér
grein fyrir því fyrripartinn í mars
að „flensan“ eins og maður kallaði
þetta væri líklega eitthvað alvarlegri
en maður gerði sér grein fyrir fram
að því. Svo þróuðust málin hratt hér
um miðjan mars og fyrr en varði var
skollið á útgöngubann og ekkert
annað í stöðunni en að taka þetta
alvarlega.
– Hvernig ert þú að fara varlega
í þessu ástandi?
Reyni að fara eftir reglum og leið-
beiningum eins og kostur er og þá
fyrst og fremst með tilliti til annara í
kringum mig. En vissulega er maður
„Himinn og haf á milli strangra
reglna hér og þeirra aðgerða sem
maður fylgist með heima á Íslandi“
Ingvar Gissurarson býr skammt frá Benidorm á Spáni
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
54 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár
Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.