Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 57

Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 57
– segir Oddný Guðbjörg Harðardóttir, alþingismaður, sem segir margt hægt að læra af heimsfaraldrinum. Oddný Guðbjörg Harðardóttir, alþingismaður, hefur verið með prjónana á lofti um páskana en einn- ig svarað fjölmiðlum um ástandið á Suðurnesjum. Þá skrifaði hún um pólitík á tímum COVID-19 og lífið eftir COVID-19. – Hvernig hefur þú verið að verja páskunum? Prjóna, lesa, ganga, borða og fara í pottinn. Uppskrift af einum góðum frídegi en þoli ekki marga svona dag eftir dag. Suma daga hafa fréttamenn brotið upp daginn og óskað eftir við- tölum um ástandið á Suðurnesjum og starfsmenn Samfylkingarinnar með vídeóupptökum um sama efni. Ein og ein grein skrifuð líka um pólitík á tímum COVID-19 og lífið eftir COVID. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Ég keypti mér páskaegg nr. 2 og fékk málshátt við hæfi: „Glöggt er auga á annars lýti.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Nota FaceTime og Messenger til að hafa samband við fjölskylduna en Zoom og Teams til að funda með þingflokki, þingnefndum og með þingflokksformönnum og -forseta. Í Norðurlandaráði notum við KUDO því það gefur möguleika á túlkun. Mjög gott fundatæki. Annars hafa allir fjarfundir gengið vel og ég held að t.d. alþjóðasamstarf eigi eftir að verða skilvirkara og ódýrara í fram- tíðinni með fleiri fjarfundum. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Það yrði myndsímtal á Björkina sem er hópur með stelpunum okkar Eiríks og tengdasonum. Barnabörnin fengju auðvitað að vera með. Eitt símtal en á alla sem ég elska mest í heiminum. – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Tek þessu með jafnaðargeði en með smá kvíðatilfinningu. Ég hef áhyggjur af því að landinn muni ekki hafa sjálfsaga til að halda þetta út og veiran nái sér aftur á strik. Það væri afar slæmt. Væri líkt og við hefðum rúllað stórum steini upp bratta brekku með mikilli fyrirhöfn en sleppt svo takinu rétt áður en mark- inu er náð bara til að horfa á hann rúlla niður brekkuna – og þurfa svo að taka til við að rúlla honum upp brekkuna aftur. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Það er svo margt. Eitt er að við sjáum svo skýrt úr hverju samfélög eru byggð. Samfélög eins og þau nor- rænu þar sem er sterkt heilbrigðis- og velferðarkerfi, samfélög sem hafa staðist ágjöf frjálshyggjunnar að mestu, þau koma best frá neyðar- ástandinu. Lönd eins og Bandaríkin með gott heilbrigðis- og velferðar- kerfi fyrir suma á meðan aðrir hafa ekki efni á velferðarþjónustu, þar sem markaðurinn ískaldur ræður för fara illa. Og svo eru hin sem eru útsett fyrir einræðisherrum og fasistum sem ganga að lýðræðinu dauðu í sumum löndum og nýta far- aldurinn til að hunsa mannréttindi. Svo höfum við lært að halda fína fjarfundi og hvernig við getum sýnt umhyggju og hlýju í gegnum tölvu og síma þegar að knús og kossar eru ekki í boði og sýnt náunganum hlýju með brosi og kurteisi með tveggja metra fjarlægð – Ertu liðtæk í eldhúsinu? Nei, það er ég ekki. Eiríkur, maður- inn minn, sér um að elda og er mjög góður í því. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Soðin ýsa, stöppuð með kartöflum og smjöri með slatta af tómatsósu gerir sig alltaf. Nýlega hef ég þó lært að meta spínatlasanja. – Hvað var í páskamatinn? Lambahryggur með ORA-baunum og rauðkáli. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Þá sjaldan ég fæ að komast að í eld- húsinu þá elda ég kjúklingarétti. En það gerist ekki oft enda er vinnu- dagurinn oftast langur og mér annað gefið en að elda góðan mat. Mér er minnistætt þegar Tómas Ingi, elsta barnabarnið mitt, hljóp upp stigann í Björkinni og kallaði: „Afi komdu niður strax. Amma ætlar að fara að elda.“ Bragð er að þá barnið finnur, þetta segir held ég nokkuð um mína eldamennsku. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Eiríkur bakaði pönnukökur á afmæl- isdeginum mínum sem var á skírdag, 9. apríl. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Pulsur, pulsubrauð og nammi fyrir afganginn. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Fleirum hefur batnað af COVID-19 en veikst. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Fleiri hafa látist vegna veirunnar – og leitað er að ungri konu sem hefur verið saknað síðan á skírdag. Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? – Hvað hefur þú prjónað margar peysur í samkomubanninu? Og hefur þú æft þig á píanóið? Ég er búin að prjóna eina peysu og er langt komin með aðra. Uppskriftin heitir Rúnni Júll með sítt að aftan og peysurnar eru einmitt á langafabörn Rúnna Júll og barnabörn mín. Og já, fyrst þú spyrð þá hef ég spilað nokkrum sinnum lagið Lítill fugl eftir Fúsa og Maístjörnuna, lag Jóns Ásgeirssonar við texta eftir Halldór Laxnes, lag sem við jafnaðarmenn syngjum alltaf á okkar góðu stundum. „Hef áhyggjur af því að landinn muni ekki hafa sjálfsaga til að halda þetta út“ Netspj@ll Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 57

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.