Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Side 70

Víkurfréttir - 16.04.2020, Side 70
Veirutími nýttur í lærdóm Súsanna Margrét Gunnarsdóttir hefur notað veirutímann vel í lærdóm og er bjartsýn á gott sumar Hvernig hafa síðustu vikur verið hjá þér? Mjög svo rólegar en auð- vitað stress varðandi þessa veiru. En á meðan ég #HlýðiVíði þá vona ég nú að allt fari á besta veg miðað við aðstæður. Að hvaða leyti hefur líf þitt breyst í samkomubanninu? Það hefur auðvitað alveg breyst eitthvað en maður reynir bara að aðlaga sig að þessu öllu saman. Ég er þjálfari hérna í Reykja- nesbæ og öllum líkams- ræktarstöðvum hefur auð- vitað verið lokað svo ég hef verið að nota þennan auka tíma í lærdóm og hef einnig verið að baka í meira mæli eins og öll þjóðin víst. Hvernig heldur þú að sum- arið verði? Vonandi bara frábært. Við getum undirbúið okkur fyrir það versta en er ekki alltaf best að vonast eftir því besta? Hvað hefur hjálpað þér að halda heilsu í gegnum þetta? Hreyfing! Hún er merkilega mikilvæg, bæði fyrir líkam- legu og andlegu hliðina og það að halda einhvers konar rútínu. Slæm áhrif á sumarvinnuna Árni Þór Guðjónsson hefur verið í fjarkennslu í Verslunarskólanum og einnig notið þess að vera heima með fjölskyldunni á veirutímum Hvernig hafa síðustu vikur verið hjá þér? Alveg síðan samkomub- annið byrjaði hef ég verið heima í fjarkennslunni og í páskaviku naut ég páska- frísins. Að hvaða leyti hefur líf þitt breyst í samkomubanninu? Árið mitt byrjaði þann- ig að ég var næstum allan janúar og febrúar í bænum á æfingum fyrir söngleik Verzló. Þar af leiðandi hitti ég ekki fjölskylduna mína nema kannski einu sinni, tvisvar, í viku. En samko- mubannið virðist vera að jafna það út þar sem ég er búinn að vera með þeim heima 24/7 síðustu vikur sem er bara geggjað! Hvernig heldur þú að sum- arið verði? Ég hef einhvern veginn enga hugmynd við hverju ég á að búast en þetta hefur auðvitað slæm áhrif á sumarvinnuna mína sem er að mestu leyti að gera b r ú ð k a u p s m y n d b ö n d vegna þess að margir eru að fresta brúðkaupunum sínum. Hvað hefur hjálpað þér að halda heilsu í gegnum þetta? Tónlist og aukin útivera hefur hjálpað mér mikið. Hvað segir unga fólkið á tímum COVID-19? 70 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.