Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 71

Víkurfréttir - 16.04.2020, Síða 71
Göngutúrar og podcast Karín Óla Eiríksdóttir hefur haft meiri tíma með sínu nánasta fólki og áhugamálunum sem hefur hún vananlega ekki. Hvernig hafa síðustu vikur verið hjá þér? Síðustu vikur hafa verið frekar rólegar. Ég er vön að hafa mikið að gera og vera á fullu í skóla, vinnu, björgunarsveitarstarf- inu og félagslífinu. Það hefur orðið mikil breyting á því þar sem að skólinn og vinnan eru lokuð, öll skipulögð starfsemi innan björgunarsveitarinnar hefur verið sett á pásu og frekar lítið um að vera í félagslífinu um þessar mundir. Að hvaða leyti hefur líf þitt breyst í samkomubanninu? Ég er í fjarnámi í skólanum og get því lært á þeim tíma sem að ég vil sem hentar mér mjög vel. Ég hef haft meiri tíma til að sinna mínu nánasta fólki og áhuga- málum sem ég gef mér vanalega ekki mikinn tíma í. Hvernig heldur þú að sum- arið verði? Ég held að þetta sumar eigi eftir að vera ólíkt því sem við erum vön, ekki jafn mikið af ferðalögum og útihátíðum. Ég stefni að því að vera dugleg að vinna og eyða tíma með fólkinu mínu. Svo heldur maður auðvitað í vonina og stefnir að því að mæta í dalinn í byrjun ágúst. Hvað hefur hjálpað þér að halda geðheilsu í gegnum þetta? Samverustundir, heima- æfingar og göngutúrar og skemmtilegir podcast- þættir eru það helsta sem hefur hjálpað mér. Erfitt að hitta ekki fjölskylduna Þóra Lind Halldórsdóttir finnst skrýtið að hafa ekki hitt fjölskyldu, vini og skólafélaga og þakklát fyrir að allir í fjölskyldunni séu heilbrigðir Hvernig hafa síðustu vikur verið hjá þér? Síðustu vikur hafa verið rólegar en svolítið krefj- andi og í mikilli óvissu. Það hefur ekki mikið breyst þegar það kemur að dag- legu lífi þar sem ég er að skrifa BS ritgerðina mína við Háskóla Íslands og ég var búin að vera mikið heima að vinna í henni fyrir samkomubannið. Síðan held ég áfram að mæta í vinnuna mína samhliða því. Það er hins vegar erfitt að hitta fjölskyldu og vini svona lítið og að vera ekki með fasta rútínu. Að hvaða leyti hefur líf þitt breyst í samkomubanninu? Skólinn minn lokaði svo námið mitt hefur breyst í fjarnám, crossfit-stöðin þar sem ég æfi er einnig lokuð og það er skrýtið að hitta ekki fjölskyldu, vini og skólafélaga. Síðan var erfitt að eyða ekki pásk- unum með fjölskyldunni eins og vaninn er. Þar að auki er ég að útskrifast núna í vor og fyrirkomu- lagið á lokaprófum, loka- ritgerðinni og útskriftinni mun líka breytast. Þetta eru hins vegar hlutir sem skipta ekki öllu máli og ég er mjög þakklát að allt fólkið mitt sé heilbrigt og hafi ekki lent í því að smit- ast. Hvernig heldur þú að sum- arið verði? Mér finnst sumarið vera mikil óvissa fyrir alla. Ég held það verði ennþá tak- markanir á mörgu sem er skiljanlegt. Öllu sem ég hafði skipulagt í sumar hefur verið frestað eða aflýst og einnig hefur sumarvinnan mín breyst vegna ástandsins. Það kemur vonandi í ljós fljótlega hvernig sumarið verður og þó að óvissan sé erfið veit ég að, hvern- ig sem þetta verður, þá er það gert í hag okkar allra. Ég mun vonandi ná að ferðast eitthvað innan- lands og ef veðrið verður eitthvað í líkingu við sum- arið 2019 þá get ég ekki kvartað. Hvað hefur hjálpað þér að halda heilsu í gegnum þetta? Það hefur hjálpað mér mjög mikið að halda rútínu, vakna alltaf á svipuðum tíma, taka heimaæfingar, heyra í fjölskyldu og vinum og svo finnst mér ótrúlega gott að fara út að labba en það er eitthvað sem ég vanmat mikið áður en þetta ástand skall á. Mér finnst mikilvægt að vera jákvæð en á sama tíma að leyfa sér líka bara að eiga slæman dag annað slagið í svona skrýtnu ástandi. Hvað segir unga fólkið á tímum COVID-19? Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg. VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár // 71

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.