Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 72

Víkurfréttir - 16.04.2020, Page 72
– Hvernig varðir þú páskunum? Í endurbætur á húsnæði sem dóttir og tengdasonur voru að kaupa, einn- ig í tiltekt og vorverkin heima við. – Hvernig páskaegg fékkstu og hver var málshátturinn? Nr. 7 frá Nóa og málsháttur var: „Áfram lifir eikin þó laufin falla.“ – Hvaða aðferðir ertu að nýta til að eiga í samskiptum við fólk? Hef þurft að breyta aðeins sam- skiptamáta svona vinnulega séð en núorðið fara samskipti meira fram með símtölum, tölvupóstum, Mes- senger og FaceTime. – Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? Erfitt að svara þessu en líklega færi það svolítið eftir ástæðu þess að geta bara hringt eitt símtal. Gefum okkur það að þetta símtal væri líkt og í bíómyndum þá væri það Sandra Sif, dóttir mín, sem fengi það sím- tal þar sem hún er í lögreglunni og þekkir til þar. :-) – Hvernig ertu að upplifa nýjustu tíðindi um að það muni jafnvel taka margar vikur inn í sumarið að aflétta hömlum vegna COVID-19? Leggjast ekki vel í mig, bæði atvinnu- lega séð sem og persónulega. En hef samt ákveðið að vera bjartsýnn á þetta allt saman, er ekki að leggjast í þunglyndi yfir þessu. – Hvaða lærdóm getum við dregið af heimsfaraldrinum? Geyma ekki öll eggin í sömu körf- unni samanber hversu stór ferða- mannaiðnaðurinn hefur verið hér á landi, þurfum „eitthvað annað“ með. Einnig verður vonandi vitundar- vakning hjá fólki varðandi smit- leiðir, t.d. ekki hnerra í hálsmálið á næsta manni í Bónus-röðinni. Einn- ig mætti nefna breyttar aðferðir við vinnu, t.d. eru í dag fjarfundir bara eðlilegustu hlutir, nú er hægt að ganga frá ýmsum hlutum rafrænt sem ekki var hægt áður. Annað að hér áður óku menn hundruði kíló- metra eða ferðuðust með flugi á fundi sem tóku kannski minna en eina klukkustund. Einnig opnast frekari möguleikar fyrir margar starfsstéttir að „vinna heima“ í stað þess að sækja alltaf vinnu útí bæ. – Ertu liðtækur í eldhúsinu? Er mjög góður í því að setja í upp- þvottavél og taka úr henni. Eigin- konan, Sigrún Halldórsdóttir, sér yfirleitt um matseldina. Ég get þó alveg bjargað mér við matseld þó mínir hæfileikar njóti sín betur á öðrum sviðum. – Hvað finnst þér virkilega gott að borða? Kótilettur í raspi með öllu tilheyr- andi en bara heimamatreitt, ekki það hollasta sem hægt er að finna en gott í hófi. Annars finnst mér fiskur besti maturinn svona almennt. – Hvað var í páskamatinn? Grillað lambafille fyrir tvö. Frekar fámennt aldrei þessu vant í páska- matinn á mínu heimili. – Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? Er ekki mikill matreiðslumaður en það er alltaf gaman að standa við grillið með fjölskyldu og vinum og þá sérstaklega í útilegum. – Hvað var bakað síðast á þínu heimili? Terta sem Díana Dröfn, dóttir mín, bakaði af engu tilefni ef ég man rétt. – Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? Færi á Villa bar og fengi mér kjúkl- ingaborgara með káli og sósu og eina pylsu á meðan ég væri að bíða eftir borgara. – Hvað hefur gott gerst í vikunni? Ánægjulegast að sjá fram á að geta boðið öllum mínum starfsmönnum áframhaldandi fulla vinnu, svona miðað við stöðuna í dag. – Hvað hefur vont gerst í vikunni? Ekkert sem tekur því að dvelja við. Geyma ekki öll eggin í sömu körfunni Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? Hver er spurningin og svarið við henni? Hafa orðið miklar breytingar á fyrirhuguðum ferðaplönum fyrir sumarið? Líkt og öll önnur sumur var ætlunin að ferðast mikið innan- lands, held að þar verði ekki mikil breyting á og kannski það verði pláss á vegum og tjaldsvæðum. Það voru tvær utanlandsferðir á döfinni, ein til Ítalíu með kirkjukór Kefla- víkurkirkju og svo ein til Prag með öllum starfsmönnum og mökum, að öllum líkindum verður þeim frestað. N etspj@ ll Benedikt Jónsson, framkvæ mdastjóri og pípulagningam eistari hjá Benna Pípara ehf., segir að lærdómurinn sem megi draga af heimsfa raldrinum sé að vera ekki með öll eggin í sömu körfun ni, samanber hversu stór fe rðamannaiðnaðurinn hefur verið hér á landi. 72 // VíKurFrÉttir á SuÐurNESJum í 40 ár Fimmtudagur 16. apríl 2020 // 16. tbl. // 41. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.