Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2020, Qupperneq 76

Víkurfréttir - 16.04.2020, Qupperneq 76
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir S t æ r s t a f r é t t a - o g a u g l ý s i n g a b l a ð i ð á S u ð u r n e s j u m Mundi Á enginn startkapla fyrir kísilver? ... sagði enginn. Svona sendið þið Víkurfréttum efni: Farið í vafrann og sláið inn wetransfer.com Smellið á „Take me to Free“ (ókeypis útgáfa) Ýtið á „Add your files“ og veljið myndskeiðin sem þið ætlið að senda okkur. Í reitinn „Email to“ sláið þið inn: vf@vf.is Í reitinn „Your email“ sláið þið inn netfangið sem þið sendið frá. Í „Message“ á að skrifa upplýsingar um efnið og símanúmer sendanda. Ýtið svo á „Transfer“. Hefur þú sögu að segja okkur? Munið bara að snúa símanum lárétt en ekki lóðrétt þegar þið takið upp myndskeið! Nú eru sögulegir tímar og Víkurfréttir vilja endilega fá myndefni frá Suðurnesjafólki þar sem það lýsir lífi sínu á tímum COVID-19. Segið okkur skemmtilegar sögur eða sýnið okkur frá því sem þið eruð að fást við þessa dagana. Þið getið notað snjallsíma eða myndavélar til að taka upp efnið. Hafið snjalltækið lárétt. Skjárinn á að snúa eins og sjónvarpið, ekki upp á rönd :-) Sækjum okkur heim Ég er ekki að flytja neinar fréttir þegar ég bendi á að það stefni í það að við séum ekki að fara neitt í sumar. Frekar súr en bláköld staðreynd því miður – en sumarfrí í útlöndum er eitthvað sem við þurfum að geyma til betri tíma. Vonandi verða veðurguðirnir okkur extra hliðhollir og við munum hugsa hlýlega til sumarsins 2020 þegar við nutum þess að ferðast innanlands í íslensku sumarblíðunni. Það er ljóst að samkeppnin um íslenska ferðamanninn verður hörð þetta sumarið. Staðreyndin er sú að flestöll ferðaþjónustufyrirtæki í heiminum berjast í bökkum í þessu hamfararástandi og sjá fyrir að þurfa að treysta á innlenda markaðinn. Ísland er þar engin undantekning og vonandi tekst okkur í sameiningu að brúa bilið þar til erlendu ferða- mennirnir byrja aftur að sækja okkur heim. Ferðaþjónustan er gríðarlega mikilvæg atvinnugrein hér á Suður- nesjunum eins og allir vita. Flug- stöðin hefur verið okkar stóriðja og höggið því þungt þegar flugið stöðvast eins og hendi sé veifað. En það eru fleiri fyrirtæki hér á svæð- inu sem hafa byggt afkomu sína á ferðaþjónustunni, hér er fjöldinn allur af hótelum, veitingastöðum og afþreyingafyrirtækjum sem standa auð og verkefnalaus. Hvernig mun þeim reiða af og hvernig mun þeim ganga í baráttunni um innlenda ferðamanninn? Við vitum sem hér búum að Reykjanesið er algjör náttúruperla en því miður er það frekar van- nýtt náttúruperla og lítt þekkt af Íslendingum. Reykjanesið hefur ekki verið áfangastaður Íslendinga, heldur miklu frekar þjóðbraut þeirra til og frá landinu. Án þess að hafa stundað hótelrekstur sjálf get ég mér þess til að stærsti hluti hótelgesta í Reykjanesbæ séu erlendir ferðamenn og að þeir dvelji hér frekar stutt, ýmist á leið til eða frá landinu. Þeir Íslendingar sem dvelja hér á hótelum myndi ég álíta að væru í þeim sömu erindagjörðum, til viðbótar við ein- staka árshátíðir eða viðlíka viðburði. Ef þetta mat mitt er rétt þá óttast ég að það gæti verið mjög á bratt- ann að sækja í baráttunni um inn- lenda ferðamanninn í sumar. Þarna þarf þegar í stað að ráðast í aðgerðir, sameiginlegt kynningar- og mark- aðsátak fyrir svæðið allt til að höfða til íslenskra ferðamanna sem eru ekki vanir að líta til Reykjanessins sem áfangastaðar, hvað þá gististaðar. Þarna þarf Reykjanesbær að taka for- ystu, skýra forystu. Það þarf að tala bæinn okkar upp og gera hann líka að eftirsóknarverðum áfangastað. Í samvinnu við hótelin, veitingastað- ina og önnur ferðaþjónustufyrirtæki þarf að kynna hvað hér er til staðar og hvað við höfum upp á að bjóða. Af nógu er að taka – fólk veit bara ekki af því. En það er ekki nóg. Bærinn okkar þarf að líta vel út og vera aðlaðandi og vel hirtur til þess að einhverjum detti í hug að koma hingað. Þar þarf Reykjanesbær að gera stórátak og það í hvelli. Það þarf að þrífa götur og göngustíga eftir veturinn og leggja miklu meiri metnað í það en hefur verið gert, t.d. með snjómokstur á þessum sömu göngustígum í vetur. Það þarf að laga það sem bilar og skemmist – má ég nefna ljósin á Strandleiðinni sem dæmi. Já, það kostar pening en ef hlutir fá að drabbast niður ber enginn virð- ingu fyrir þeim. Það þarf að planta blómum og hirða beð. Svo þurfum við íbúar líka að leggja okkar af mörkum – tökum til og gerum fínt í kringum okkur, göngum vel um, hendum rusli í ruslafötur og hirðum upp eftir hundana okkar! Fallegur, vel hirtur bær í dásam- legu umhverfi með heimsklassa þjónustu, að ég tali nú ekki um í dásamlegu sumarveðri. Ég held að fólk myndi vilja koma ... það þarf bara að vita af okkur. LO KAO RÐ RAGNHEIÐAR ELÍNAR Smelltu á myndskeiðið til að horfa og hlusta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.