Spássían - 2012, Page 21

Spássían - 2012, Page 21
21 MYNDIN í speglinum (2012) eftir Ragnheiði Gestsdóttur er ein fárra íslenskra unglingabóka sem hafa lystarstol að viðfangsefni.1 Þetta er viðkvæmt viðfangsefni og skiptar skoðanir eru um ágæti þess að unglingar lesi um aðra unglinga, langoftast stúlkur, sem eru fárveikir bæði á líkama og sál, og láta jafnvel lífið í bókarlok í kjölfar sjúkdómsins. Þetta er þó ekki aðeins saga lystarstolssjúklings heldur saga aðstandanda; litlu systur sem ávallt hefur staðið í skugga hinnar fögru og fullkomnu eldri systur sinnar. SVO SVÖNG Lystarstol er erfiður, lífshættulegur og lúmskur sjúkdómur. Engin tvö tilfelli eru eins, engir tveir sjúklingar hegða sér með sama hætti og þrátt fyrir að utanaðkomandi sýnist sjúklingurinn vera stjórnlaus snýst lystarstol ekki hvað síst um stjórn, að hafa stjórn á öllum aðstæðum – þar með talið líkamanum – og stundum er líkaminn það eina sem sjúklingarnir ráða yfir. Sjúklingurinn virðist fastur í spéspeglasal þar sem öllu er snúið á haus. Í því að borða ekki og neita sér um mat felst styrkur. Hungur, þreyta og sveltur líkami eru merki þess að sjúklingurinn „standi sig vel“.2 Það að borða er merki um veikleika og uppgjöf.  Samkvæmt Carolyn Daniel, höfundi bókarinnar Voracious Children, telja sumir að í bókum sem fjalla um lystarstol sé að finna gagnrýni á viðhorf samfélagsins til kvenleika og hlutgervingu kvenna og að þær geti hjálpað sjúklingum og aðstandendum að horfast í augu við og taka á sjúkdómnum. Því hefur hins vegar einnig verið haldið fram að slíkar bækur geti virkað sem eins konar leiðbeiningabæklingar fyrir lystarstolssjúklinga; þar sé að finna ráð til að grennast, fela sjúkdóminn fyrir öðrum og þar fram eftir götunum, en til eru dæmi þess að lystarstolssjúklingar hafi tekið sögupersónur slíkra bóka sér til fyrirmyndar.3 SVO FALLEG Aðalpersóna Myndarinnar í speglinum er fermingarstúlkan Rúna, en sjúklingurinn sem um ræðir er Helga, sextán ára fegurðardrottning sem er allt það sem tískublöðin og sjónarvarpsþættirnir segja okkur að sé fallegt og eftirsóknarvert. Þetta blasir við þegar Rúna lýsir ljósmynd af systur sinni þar sem sítt, ljóst hárið ýfist í vindinum og kjóllinn leggst upp að löngum og grönnum leggjunum. „Fullkomið“, hugsar Rúna (27) og fegurð Helgu er endanlega staðfest þegar henni býðst að taka þátt í módelkeppninni Andlit ársins, en aðeins 10 stúlkum hlotnast sá heiður.  Helga er bæði elskuð og öfunduð vegna útlitsins en hún skarar fram úr á fleiri sviðum. Hún stundar námið af kappi og fær alltaf hæstu einkunn, herbergið hennar er ákaflega snyrtilegt, fataskápurinn eins og flottasta tískuvöruverslun og jafnvel innihald tölvunnar hennar er skipulagt í þaula. Og hún hefur líka stjórn á útlitinu og því sem hún lætur ofan í sig. Á yfirborðinu er allt fullkomið.  Sjálfri finnst Helgu fyrrnefnd ljósmynd „ömurleg“ og þótt Rúna telji það vera enn eina tilraunina til að fá hrós rennur smám saman upp fyrir henni að ekki er allt eins og það á að vera. Helga er föl og þreytuleg, borðar varla neitt en segist alltaf vera nýbúin að borða og er aldrei svöng. Helga er „alveg að verða að engu“ (35) og áhyggjur Rúnu aukast sífellt og hana langar að „spyrja [Helgu] af hverju hún borði ekki, af hverju hún þykist bara borða, af hverju hún sjái ekki sjálf að hún er orðin allt of mjó, að hún sé alveg að detta í sundur …“ (75). Stuttu eftir að Helga sigrar í Andliti ársins líður yfir hana í skólanum og hún er færð á spítala þar sem læknirinn staðfestir grun Rúnu um að Helga sé með lystarstol. Sjálf staðhæfir Helga að hún sé ekki „með neina andskotans anorexíu“ (114). SVO VENJULEG Sagan er sögð frá sjónarhóli Rúnu sem er sannfærð um að hún sjálf sé ekkert sérstök heldur ósköp venjuleg: Svo hef ég heldur ekki neina sérstaka hæfileika. Ég er bara sæmilega góð á flautuna, ekkert framúrskarandi. Ég veit alveg að ég verð aldrei flautuleikari í Sinfó eða eitthvað svoleiðis. Það er eins með skólann, ég er alveg sæmilega dugleg að læra, en ég er samt ekki best í neinu. Bara venjuleg (24). Rúna er hvað eftir annað borin saman við Helgu og sá samanburður er henni alla jafna í óhag. Í fermingarveislunni hrósar gamall karl Helgu í hástert og bætir við að Rúna sé „nú reyndar ósköp snotur líka“ (65). Rúna finnst þetta óþægilegt: Ég veit auðvitað að það kemur því ekkert við hvernig ég er, að það er ekkert endilega verið að bera okkur saman, en samt finnst mér eins og það liggi í loftinu. Að í hvert sinn Eftir Helgu Birgisdóttur fullkomin YFIRLESIÐ

x

Spássían

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.