Spássían - 2012, Side 40

Spássían - 2012, Side 40
40 Á HAUSTSÝNINGU Ís- lenska dansflokksins 2012 var frumsýnt dansverkið It is not a metaphor eftir Cameron Corbett, dansara í flokknum til margra ára, við tónlist John Cage. Cameron sýnir okkur þar litla sögu sem fljótt á litið fjallar um stúlku sem er skilin útundan í leik þriggja annarra persóna verksins. Stúlkan er í hlutverki klaufans sem les ekki vel í aðstæður og samskipti hinna og verður því fyrir höfnun og útskúfun. Í leikskrá stendur aftur á móti: „Verkið færi áhorfandann til fortíðar og sækir innblástur í hin ólíku þemu og listbylgjur sem komu fram á tuttugustu öldinni svo sem John Cage, Marcel Duchamp, Dadaism og Vaudeville.“ Það má því kannski einnig líta á verkið sem vísun í ólíka strauma í list- og danssköpun á 20. öldinni og togstreitu og árekstra þeirra á milli.  Vaudeville sýningar voru vinsælar í Bandaríkunum frá miðjum níunda áratug 19. aldar fram á fjórða áratug þeirrar tuttugustu, og fyrst og fremst hugsaðar sem afþreying. Þær gátu verið í formi farsa þar sem tónlistin var mikilvægur þáttur sýningarinnar, eða þá samansafn skemmtiatriða þar sem fram komu töframenn, grínistar, dansarar, tamin dýr og fleira. Hjördís Lilja Örnólfsdóttir er í hlutverki klaufans í verki Camerons og það fellur vel að lýsingum á Vaudeville stílnum. Þó aðstaða hennar sé sorgleg að því leyti að hún er útskúfuð úr heimi hinna, þá er stutt í grínið. Persónan er litrík og ærslafull og nær til áhorfenda með sterkum svipbrigðum og leikrænni tjáningu. Í hennar heimi er einnig „tamið“ dýr á sviðinu, höfrungur sem hún fær til að dansa og leika ýmsar listir. En það er ekki nóg með að persóna Hjördísar fái ekki að taka þátt í athöfnum hinna heldur er hennar stíll algjörlega á skjön við það sem aðrir eru að gera á sviðinu.  Dans Aðalheiðar Halldórsdóttur og Hannesar Þórs Egilssonar er samansettur úr einföldum frösum þar sem mikið er um endurtekningar. Þó að um tvídans sé að ræða, oft á tíðum mjög munúðarfullan, þá sýna dansararnir lítil sem engin svipbrigði og líta varla hver á annan nema þegar Hjördís truflar flæðið. Tónlistin kemur frá „undirbúnum“ flygli á sviðinu þar sem Tinna Þorsteinsdóttir leikur verk eftir John Cage og passar vel við allar hreyfingar. Á milli laga hjálpa dansararnir undirleikaranum (að því er virðist) að laga flygilinn. Allar gjörðir þessara þriggja einstaklinga eru afslappaðar og hversdagslegar. Þau þrjú dunda í sínu, ótrufluð af nærveru áhorfendanna en bregðast þeim mun verr við tilraunum Hjördísar til að fá að vera með.  John Cage hafði mikil áhrif innan dansheimsins á sinni tíð ekki síst vegna þess að hugmyndir hans um tónlistarsköpun, eins og sú staðhæfing að allt geti gengið í listsköpun, höfðu sterk áhrif á kennslu í danssköpun. Samvinna hans við danshöfundinn Merce Cunningham er líka löngu þekkt, en vinna þeirra snerist ekki síst um að afhelga listformið og tengja það jöfnuði og hversdagslegri tilveru. Notkun tilviljanakenndra aðferða eins og að kasta teningi til að ákvarða framvindu eða uppbyggingu dans/tónverks er kannski þekktasta einkennið á vinnu þeirra. Þar reyndu þeir að opna fyrir það óvænta en sneiða hjá meðvituðum ákvörðunum byggðum á smekk, tilfinningum og þekkingu höfundarins. Cunningham, menntaður innan tjáningarríks módern dansstílsins, afneitaði hvers kyns frásögn í dansi eða tilfinningalegri tjáningu og hélt því fram að listdans snerist ekki um neitt annað en hreyfingar sem settar væru saman, oft á tíðum tilviljanakenndar. Allar hreyfingar væru leyfilegar og mögulegar til danssköpunar og allar jafn áhugaverðar á að horfa. Í danssköpun Camerons er tvídans Aðalheiðar og Hannesar greinilega undir áhrifum frá hugmyndum Cunningham og Cage. Tinna er með þeim í liði, enda að flytja tónlist við hæfi. Framkoma og listræn framsetning á persónu Hjördísar verður því sterkari þar sem hún kemur úr allt öðrum menningarheimi.  Cunningham og Cage endur- skoðuðu einnig samspil tónlistar og dans og héldu því fram að listgreinarnar deildu aðeins tíma og rými á sýningum en tengdust ekki á annan hátt. Það fæst ekki séð að Eftir Sesselju G. Magnúsdóttur ekki er allt sem sýnist Á Cameron tekst í verki sínu að tefla og tvinna saman ólíkum stílum á ögrandi hátt. YFIRLESIÐ

x

Spássían

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.